Slegið á útrétta hendi

Undarlegt er að fylgjast með umræðunum á Alþingi, nú eftir hádegi, þar sem stjórnarþingmenn halda uppi nokkurs konar málþófi, vegna breytinga sjálfstæðismanna við stjórnarskrárfrumvarpsskrípið.  Sjálfstæðismenn hafa rétt út sáttarhönd, til þess að reyna að koma einhverju viti í frumvarpið, en á þá sáttarhönd er slegið af stjórnarliðum.

Með þessu málþófi virðast stjórnarþingmenn vera að setja frumvarpið um vændiskaupabannið í stórhættu með að komast ekki á dagskrá þingsins og þar með til afgreiðslu.  Annað "bjargráðafrumvarp" ríkisverkstjórans og vinnuflokksins virðist alveg vera gufað upp, en það er frumvarpið um bann við nektardansi.  Alveg er með ólíkindum, að þessi þjóðþrifamál skuli ekki fást afgreidd frá Alþingi, eins og ástandið er núna í efnahagsmálum þjóðarinnar.  Þau hljóta að vera hugsuð til bjargar, a.m.k. til bjargar heimilunum.

Örlög þessara frumvarpa virðist ætla að vera að þau að þau muni daga uppi.

Það er svo sem eftir öðru, hjá nátttröllunum í vinnuflokki ríkisverkstjórans.


mbl.is Flóknara að ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Geiri í Goldfinger er styrkveitandi til  VG - það hefur kannski breytt nektardansfrumvarpinu  hjá minnihlutastjórninni þegar kurlin fóru að koma til grafar með styrkveitingarnar Hvre veit hvar þessir karlar ala manninn?

Benedikta E, 17.4.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband