Málþóf og þöggun

Stjórnarliðar (Framsókn meðtalin) ásaka sjálfstæðismenn enn um málþóf um stjórnarskrárfrumvarpsræksnið og þumbast ennþá við að ljúka afgreiðslu brýnni mála, sem varða þjóðarhag.

Á sama tíma ríkir alger þöggun um hvernig á að bregðast við halla ríkissjóðs, sem stefnir í 180 milljarða á þessu ári, en samkomulag er við AGS um að fjárlög verði hallalaus á árinu 2013.  Það þýðir að skera þarf niður ríkisútgjöld um 60 milljarða króna á næsta ári, aðra 60 milljarða árið 2011 og enn aðra 60 milljarða árið 2012. 

Þrátt fyrir yfirlýsingar um "réttláta skatta" á hátekju- og stóreignafólk, mun slík skattheimta skila sáralitlu upp í þessar upphæðir.  Auðvitað verða skattar hækkaðir á allan almenning, en það er líka þaggað niður fyrir kosningar.  Almenn skattahækkun mun ekki heldur skila nema broti af fjárvöntuninni.

Nú eru ekki nema tíu dagar til kosninga og það hlýtur að vera krafa alls almennings að fá að vita hvað flokkarnir ætla sér í þessu efni.  Upplýsa verður á næstu dögum hvar á að skera niður, því það sjá allir að um grundvallarbreytingu verður að ræða í íslensku þjóðfélagi á næstu þrem árum.

Skýr svör um niðurskurðartillögur verða að fást.  Það þýðir ekki lengur að benda á einhvern tittlingaskít sem á að "athuga" eða "skoða".  Ekki þýðir heldur að segja að "standa eigi vörð" um velferðarkerfið, án þess að útskýra það nánar, þar sem þangað rennur stærsti hluti ríkisútgjaldanna.

Tíminn til kosninga er stuttur.  Nú þarf að koma með alvörumálin upp á borðið.


mbl.is Stefnir í sigur „málþófsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Reynir Jóhannesson

Sammála.

Reynir Jóhannesson, 14.4.2009 kl. 16:42

2 identicon

Það þarf að ath rækilega hvað blaðamönnum gengur til þessa dagana.

Það er korter í kosningar og þeir eru að væla yfir milljónum í styrki hingað og þangað í góðærinu.

Væri ekki nær að líta fram á vegin og fé vinstri menn til að skýra mál sitt.

Það er orðið nokkuð ljóst að allt það sem þeir eru búnir að kynna er 8-13 prósent af því sem þarf bara til að loka gatinu í fjárlögum næstu ára.

Ekkert er þá eftir til að styrkja hagkerfið, né nokkuð annað.

Skera verður alla fávitastyrki eins og rithöfunda og listamannalaun því ekki étum við bækur né málverk.

Svo arf 15% niðurskur í heilbrigðisgeiranum.

Það ætti að vera auðvelt að taka af læknunum sem eru að vísa á sjálfa sig út í bæ!

Skurðlæknum með 1.2 millur (eins og konan hanns "Skallagríms")

Setja þak á laun ríkisstarfsmanna við 1450þ.

Fækkum þingmönnum í 43. Sameinum ráðuneyti.

Leggjum af embætti Forseta.

Leggjum niður vestfirði.

Bönnum bönn.

Tokum upp kommúnisma (sem við erum á góðri leið með)

Étum skít. (það verður ekki val í haust)

Óskar Guðmundsson (IP-tala skráð) 14.4.2009 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband