Tengsl þingmanna

Varast verður að gera of mikið úr því að þingmenn eigi hluti í fyrirtækjum, því ekki má offorsið í umræðunni í kjölfar banka- og útrásarævintýra verða til þess að eignarhlutur í atvinnurekstri verði talinn "glæpsamlegur" eða vafasamur, enda þarf víðtæk reynslu af atvinnulífinu, sem öðrum þáttum mannlífsins að eiga fulltrúa á Alþingi.

Í fréttinni kemur fram að: 

"Nær helmingur þingmanna á Alþingi er skráður í hlutafélagaskrá sem stjórnarformaður, prókúruhafi, framkvæmdastjóri, endurskoðandi, meðstjórnandi eða varamaður í stjórn. Fyrir utan eignarhald í fyrirtækjum eru þingmenn tengdir 55 fyrirtækjum skráðum í Hlutafélagaskrá. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Creditinfo."

Það hlýtur hins vegar að vera eðlileg krafa, að þingmenn séu ekki í stjórnum fyrirtækja, framkvæmdastjórar eða endurskoðendur þeirra, enda þingseta þannig starf, að ekki má með nokkru móti vera hægt að gera störf þingmanna tortryggileg með of nánum tengslum við einstök fyrirtæki.

Ekki kemur neitt fram í fréttinni um hvaða fyrirtæki er að ræða, en í flestum tilfellum eru þetta líklega smá fyrirtæki, jafnvel fjölskyldufyrirtæki, sem ekki mynda neina hættu á hagsmunatengslum.  Því þarf að fara varlega í umfjöllun um þessi mál og ekki setja sjálfkrafa einhvern spillingarstimpil á málið, ekki frekar en störf þingmanna fyrir verkalýðsfélög eða önnur félög.

Þingmenn eiga einfaldlega að gefa upp öll fjárhagsleg og félagsleg tengsl sín og hafa þau fyrir opnum tjöldum, til að koma í veg fyrir allt slúður um þessi mál.


mbl.is Þingmenn tengdir 55 fyrirtækjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband