9.4.2009 | 09:42
Áfall
það er mikið áfall fyrir okkur Sjálfstæðismenn að flokkurinn skuli hafa tekið við styrk frá fyrirtæki eins og FL Group og er þá upphæðin ekki það sem öllu máli skiptir. Á árinu 2006 giltu engin lög um hámarksupphæðir styrkja sem flokkarnir máttu taka við, þannig að hér var ekki um neitt lögbrot að ræða.
Hinsvegar verður það að flokkast undir mikið dómgreindarleysi, að flokka styrktaraðila ekki betur en þetta, því stjórnendur FL Group voru ekki þeir pappírar, að ástæða væri til að þiggja af þeim nokkra einustu krónu. Styrkur frá þessum aðilum hlaut að koma í bakið á þiggjendum fyrr eða síðar og var kannski veittur einmitt í þeim tilgangi. Það er að minnsta kosti engin tilviljun að þetta skuli vera opinberað núna, kortéri fyrir kosningar.
Nýr og glæsilegur formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, hefur tekið á þessu máli af miklum skörungsskap, sem gefur tóninn um nýja og breytta tíma í Sjálfstæðisflokknum.
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vonandi verður þetta enn einn atburðurinn sem tryggir að FLokkurinn fer niður fyrir 20% fylgi í komandi kosningum.
Leiðari Morgunblaðsins í dag er mjög athyglisverður. Þar er vitnað í ræðu Geirs á þingi þegar hann hafði framsögu um frumvarpið sem m.a. fól í sér að hámarksframlög fyrirtækja skyldu vera kr. 300.000.
Þá sagði Geir: »Ég ítreka það fyrir mína parta að höfuðástæða þess að Sjálfstæðisflokkurinn telur nú brýnt að setja löggjöf af þessu tagi eru þær viðurhlutamiklu breytingar sem orðið hafa á efnahags- og fjármálaumhverfinu á Íslandi sem þó eru í sjálfu sér auðvitað mjög jákvæðar. Við höfum ekki séð nein merki þess í dag að reynt sé með óeðlilegum hætti að hafa áhrif á stjórnmálastarfsemina í landinu af hálfu fjársterkra fyrirtækja eða fjársterkra einstaklinga en við viljum reisa skorður við þeim möguleika áður en slíkt gerði hugsanlega vart við sig [...] Við teljum nauðsynlegt að verja stjórnmálalífið fyrir þeirri hættu að gerðar verði tilraunir til þess að hafa áhrif á úrslit einstakra mála með óeðlilegum hætti.«
ÞREMUR VIKUM SEINNA TÓK HANN VIÐ STYRKJUNUM FRÁ FL OG LANDSBANKANUM - ALLS 55,000,000 KR!
Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2009 kl. 09:45
Það hefur ekkert komið fram um það að þessi fyrirtæki hafi reynt að hafa áhrif á stjórnmálastarfsemina í landinu, eins og Geir orðaði það. Þessi tilvitnun sýnir að hann hefur verið meðvitaður um hættuna og því beitt sér fyrir lagabreytingunni.
Eftir sem áður verður að flokka þetta undir dómgreindarleysi.
Axel Jóhann Axelsson, 9.4.2009 kl. 10:02
En hvers vegna fór hann ekki eftir eigin orðum þremur vikum eftir að hann ávarpar hið virðulega Alþingi??
Hjálmtýr V Heiðdal, 9.4.2009 kl. 11:14
Finnst ykkur ekki furðulegt að Geir skuli meta tryggð sína við flokkin meira en æru sína?
Valsól (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:46
Nei 2006 giltu engar reglur um upphæðina, en málið var að tekið var við upphæðinni eftir að frumvarp frá Geir hafði verið samþykkt á Alþingi, talandi um virðingu fyrir þeirri stofnun. Hvernig getið þið sem tejið ykkur heiðarlega menn lagt lag ykkar við flokk sem er svona óheiðarlegur? Skiptir flokkurinn ykkur svo miklu máli að þið eruð samt tilbúnir að styðja hann eftir það sem á undan er gengið. Þessi blessaði flokkur er búin að fara hrikalega illa með land sitt og þjóð og þið ætlið samt að styðja hann með atkvæði ykkar. Elskiði FLOKKINN meira en þjóð ykkar? Er flokkurinn heilagur og alveg sama hvað hann gerir? Ég er búinn að ákveða það að ef svona skítur kemur upp þegar bókhald samfylkingarinnar verður skoðað þá ætla ég að segja mig úr Samfylkingunni og kjósa eitthvað annað. Ég mun aldrei leggja lag mitt við óheiðarleika, aldrei! Hvað með ykkur?
Valsól (IP-tala skráð) 9.4.2009 kl. 13:51
Sæll Axel Jóhann
Hér er sitthvað úr "afrekalista" Sjálfstæðisflokksins:
Einkavinavæðing, óhóf í utanríkisstefnu, geggjuð hugmyndafræði nýfrjálshyggju þar sem markaðurinn átti að tempra sig sjálfur, hunsun viðvarana um hrun, rauntekjulækkun þeirra lægst launuðustu, utanlandsferðir æðstu ráðamanna til að verja áhættusækinn fjármálageira, skipun vina og ættingja í dómstóla í mótsögn við hæfnismat, tregða til framfara í mannréttindum og jafnræði, karlaflokkur, óhófleg kosningabarátta, ósiðleg móttaka ofurstyrkja eða styrkja frá opinberum fyrirtækjum, viðhald kvótakerfis sem brýtur á atvinnuréttindum og leyfði framsal kvóta frá mikilvægum byggðarlögum, sjálftaka með svívirðilegum eftirlaunalögum, valdhroki, ráðherraræði, fjáraustur í eitt trúfélag - þjóðkirkjuna, stuðningur við stríðsrekstur USA í trássi við SÞ, fjármálaklúður, farsi og valdagræðgi í borginni, ráðning Davíðs Oddsonar í Seðlabankann, sérhlífni eftir hrunið (engar afsagnir) og ekki brugðist við reiði þjóðarinnar. Nú koma í ljós fjármálahneyksli flokksins, sem á sama tíma var að setja lög um fjárframlög til flokka, m.a. vegna langvarandi þrýstings frá stjórnarandstöðunni og öllu þjóðfélaginu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt að hann er flokkur tækifæranna, sama hver þau eru og sama hversu siðleg eða ósiðleg þau eru. Á meðan það er löglegt er það í lagi hjá forræðismönnum flokksins. Siðferðishugsunin nær ekki lengra. Ekki vantar að flokkurinn hefur viðhaldið ásjónu ytri myndugleika en hvar er heiðurinn? Hvar er hin raunverulega reisn heiðviðra manna? Flokkurinn þykist bera hag allra stétta fyrir brjósti - "stétt með stétt!", eru ein af kjörorðum flokksins, en í tíð hans varð bilið milli efnalítilla og auðmanna aldrei stærra í Íslandssögunni og kakan stóra sem átti að hjálpa öllum var bara blekking sem molnaði eftir áratug sukks og ofurlauna.
Hvernig getur þú hugsað þér að kjósa þennan flokk sem enn segist hafa aðhyllst rétta hugmyndafræði?
Svanur Sigurbjörnsson, 9.4.2009 kl. 14:45
Já, nú er gaman hjá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins, enda engin tilviljun að þessum styrkveitingum er "lekið" út rétt fyrir kosningar, væntanlega í hefndarskyni fyrir að flokkurinn hefur ekki veitt neina fyrirgreiðslu til þeirra sem lögðu styrkina fram. Þegar að er gáð, hvaða dusilmenni voru hér að baki, má reikna með að þeir hafi viljað eitthvað fyrir sinn snúð, sem þeir fengu auðvitað ekki, því Sjálfstæðisflokkurinn er heiðarlegur flokkur og hann styður eingöngu sómakært fólk.
Að öðru leyti er þessir gamalkunnu pólitísku frasar ekkert sérstaklega svaraverðir.
Axel Jóhann Axelsson, 10.4.2009 kl. 09:57
Í þessu máli eru það bæði gefandinn og þiggjandinn sem eru að gera siðferðislega rangt. Þú ýjar að því Axel Jóhann að gefandinn hafi búist við fyrirgreiðslu. Ekki bætir það málið, hvorki fyrir þiggjanda eða gefanda. Hér bera báðir sök og það ekki hægt að segja að þiggjandinn sé "heiðarlegur flokkur" bara af því að mögulega hafi gefandinn ákveðið að kjafta frá öllu saman á óþægilegri stundu. Það er ósjaldan þannig að aðilar sem taka þátt saman í ósiðlegu athæfi snúast gegn hver öðrum þegar í harðbakka slær. Athæfið er báðum til skammar óháð því hvernig upp um þá komst.
Svanur Sigurbjörnsson, 11.4.2009 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.