Tengingar Evu Joly

Það virkar hálf einkennilega að Eva Joly skuli vera með sérstaka skrifstofu og tengilið hér á landi, þar sem áður hefur verið sagt að hún ætti að vera sérstökum saksóknara til aðstoðar við hans rannsóknir.  Ekki þarf að horfa í kostnaðinn við rannsóknina á starfsemi bankanna og útrásarvíkinganna, því ef að líkum lætur kemur sá kostnaður allur margfaldur til baka í formi sekta og álaga vegna skattaundanskota.

Í fréttinni kemur fram að:  Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Morgunblaðsins um málið kemur fram að Jón muni meðal annars „þýða nauðsynleg skjöl og afla trúnaðarupplýsinga hérlendis sem hann mun koma á framfæri við Evu Joly“.  Hvaðan og með hvaða umboði á Jón að afla trúnaðarupplýsinga hérlendis?  Munu þessar upplýsingar ekki liggja hjá sérstaka saksóknaranum og getur Efa Joly ekki gengið að þeim þar?  Er ekki verið að flækja málin að óþörfu með viðbótarskrifstofu, sem væntanlega gerir lítið annað en að ljósrita gögn frá annari skrifstofu?

Einnig vaknar spurning um hvers vegna arkitekt er ráðinn til starfans, án auglýsingar, en ekki t.d. lögfræðingur, sem væri líklegri til þess að meta hvað sé löglegt og hvað ólöglegt.  Einnig vaknar spurning hvort ekki þurfi löggilta skjalaþýðendur til þess að þýða nauðsynleg skjöl, svo ekki verði hægt að draga þýðingarnar í efa fyrir dómstólum. 

Það er ekki kostnaðurinn við þetta sem vekur spurningar, heldur hvernig að þessu er staðið.

Hins vegar vekur þetta athygli á því, að það eru fleiri en bankastjórar og útrásarvíkinar, sem þiggla "ofurlaun".


mbl.is Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gústaf Níelsson

Verklag af þessu tagi væri örugglega kallað spilling, ef ekki ættu í hlut "heimsfræg" Eva Joly, og geðþekkur og líttreyndur dómsmálaráðherra af kvenkyni í íslenskri vinstristjórn. Hvar eru fjölmiðlarnir? Einskis hafa þeir spurt um ráðslagið, eða hefur það farið framhjá mér?

Gústaf Níelsson, 4.4.2009 kl. 23:42

2 identicon

Það þarf að handtaka þennan arkitekt og yfirheyra hann. Eins þarf að taka þessa blaðamenn sem eru að brjóta trúnað. Þessi spilling gæti komið okkur á hausinn.

Doddi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 17:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband