Öðruvísi mér áður brá

Nú eru greinilega nýjir tímar hjá vinstri mönnum varðandi skoðanir á málþófi.  Hér var fyrir nokkrum vikum spáð að mikið yrði gert úr málþófi Sjálfstæðismanna, þegar drægi að þinglokum.  Þetta var allt fyrirséð, þar sem löngu var ljóst að ríkisverkstjórinn og vinnuflokkur hennar myndu ekki koma frá sér nauðsynlegum þingmálum fyrr en undir þinglok.

Þegar nálgast þinglok, hefst að venju darraðardansinn um samninga um hvaða mál verði afgreidd áður en þingið fer í sumarleyfi.  Venju samkvæmt beitir þingminnihlutinn málþófi til þess að koma í veg fyrir afgreiðslu ákveðinna mála og ekki hafa vinstri menn alltaf talað illa um málþóf, eins og  þessi grein frá 07/01 2008 á heimasíðu ungliðahreyfingar VG ber með sér.

 Eftir mikla réttlætingu á málþófi vinstri manna, endar pistillinn á þessum orðum:

"Umræðan í dagblöðum og ríkisfjölmiðlum var sorgleg og bar því miður vott bæði um ítök meirihlutans í fjölmiðlum og lélega blaðamennsku. Þar var sjónum beint frá mikilvægi þess að skoðanir minnihutans eigi sem greiðastan aðgang að eyrum meirihlutans. Þess í stað var einblínt á málþóf. En málþóf - sem er afar sjaldgæft - er jafnframt mikilvægt aðhaldstæki minnihlutaflokka í þingstörfum víða um heim. Lýðræði snýst sem sé ekki eingöngu um að framkvæma vilja meirihlutans, heldur líka um að koma í veg fyrir að minnhlutinn sé kúgaður."

Nú bregður svo við að allt verður vitlaust þegar núverandi minnihluti í þinginu beitir þessum aðferðum til þess að láta ekki kúga sig.  Meira að segja á nú að efna til útifundar, væntanlega með varðeldi og pottaglamri, til þess að kúga minnihluta þingsins til að samþykkja þau mál, sem eru honum þvert um geð.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.


mbl.is Umræða um stjórnarskipunarlög hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband