200 milljóna einkamál

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segist ekkert vilja tjá sig um persónulegar fjárreiður sínar þar sem þær séu einkamál.  Þetta á við um 200 milljóna króna lán hans frá VÍS og 76 milljóna jena (u.þ.b. 93 milljónir króna á núverandi gengi) lán frá SPRON til byggingar sveitaseturs í Borgarfirði.  Setrið er nú fokhelt og hefur byggingu verið hætt í bili.

Sami Sigurður sagði það brot á bankaleynd, að Mogginn skyldi birta upplýsingar um það að hann og fleiri eigendur Kaupþings hefðu fengið 500 milljarða króna lán frá Kaupþingi stuttu fyrir hrun bankans.

Það má vera að það sé einkamál Sigurðar í hvað hann eyðir aurunum sínum, en það er ekki hans einkamál hvernig hann og aðrir peningafurstar fóru með fjármál þjóðarinnar og heimilanna í landinu sem flest munar um minna en milljarð í heimilisbókhaldinu.

Dýr myndi Hafliði allur má segja af þessu tilefni, ef fokheldur sumarbústaður kostar 300 milljónir.

 


mbl.is 200 milljóna veð í sveitasetri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Þeir vona lengi á "LEYNDINA" - bankarúningarnir - hver og einn og hver með öðrum - GLÆTAN -

Benedikta E, 2.4.2009 kl. 10:19

2 identicon

300 millur eru lítið miðað við hvað þetta hús hefur kostað hingað til.

Þekki gaur sem vann hjá Ans ehf og hann sagði mér að kostnaðurinn væri komin yfir 1.000.000.000kr 

Arnar (IP-tala skráð) 2.4.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband