Leyndarhula vegna AGS

Flestir muna ennþá eftir Steingrími J. rauðum af vonsku leggjandi hendur á mann og annan í Alþingi í haust, þegar rætt var um efnahagsmálin og aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að þeim.  Þá var krafan sú, að öll mál væru uppi á borðum og almenningi skyldi haldið upplýstum um öll mál.

Nú, eftir að sá sami Steingrímur J., að vísu fölari en hann var oftast í stjórnarandstöðunni, er orðinn fjármálaráðherra er upplýsingum um gögn sem send hafa verið til AGS er haldið leyndum fyrir Fjárlaganefnd Alþingis og almenningur fær alls ekkert að vita.  Samt segir ráðherrann að engin leyndarmál felist í gögnunum.  Eftir hverju er þá verið að bíða með að birta þau?  Almenningur bíður í ofvæni eftir því að fá að vita við hverju er að búast á næstu mánuðum, því óvissan um framtíðarhag fjölskyldnanna er það versta sem plagar landann nú um stundir.

Þegar á allt er litið er ekki hægt að líkja ríkisvinnuflokknum við neitt annað en umskiptingana úr þjóðsögunum.

 


mbl.is Fá ekki öll gögn fyrr en um miðjan mánuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband