Samdráttur í vöruútflutningi

Samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar var vöruskiptajöfnuður í febrúar að upphæð 5,9 milljarða króna.  Á föstu verðlagi var hins vegar um samdrátt að ræða, eða eins og segir í fréttinni:

"Fyrstu tvo mánuði ársins 2009 var verðmæti vöruútflutnings 4,2 milljörðum eða 6% minna á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávarafurðir voru 42% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 13,6% minna en á sama tíma árið áður.  Útfluttar iðnaðarvörur voru 49% alls útflutnings og var verðmæti þeirra 5,4% minna en á sama tíma árið áður. Mestur samdráttur varð í útflutningi sjávarafurða, aðallega frystra flaka en á móti kom aukning í útflutningi áls og skipa og flugvéla."

Þetta sýnir enn og aftur að það er sveigjanleikinn sem sjálfstæður gjaldmiðill veitir, sem mun auðvelda þjóðarbúinu að takast á við efnahagskreppuna, þó ýmsir sem létu blekkjast til að taka lán í erlendum myntum lendi nú í meiri erfiðleikum en annars hefði orðið.  Þjóðin, sem heild, á hins vegar auðveldar með að aðlagast nýjum veruleika með krónuna sem gjaldmiðil, en ekki t.d. evru.

Einnig er athyglisvert að á sama tíma og fiskútflutningur dregst saman, þá er aukning á útflutningi áls, sem sýnir hvað álverin eru orðin stór og mikilvægur þáttur í efnahagslífinu og skapar þjóðarbúinu miklar tekjur.

Á sama tíma og þessar staðreyndir liggja fyrir, berjast vinstri grænir gegn iðnaðaruppbyggingu sem aldrei fyrr, enda í aðstöðu til að stórskaða þjóðina með ríkisstjórnarsetu sinni.

 

 


mbl.is Hagstæð vöruskipti í febrúar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Axel.

Þú talar um sveigjanleika sem sjálfstæður gjaldmiðill veitir. ....geturu útskýrt það betur og þá hugsanlega í samanburði við þá stöðu sem við værum í í dag ef við hefðum haft annan gjaldmiðil t.d Evru?

Andri (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 10:50

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Útflutningur dregst saman og á sama tíma aukast afborganir af lánum til útlanda verulega og lánamöguleikar okkar litlir. Þess vegna má búast við að við getum flutt inn mun minna af vörum á komandi árum og neysla á erlendum lúxusvörum verði í algeru lágmarki.

Hvað varðar álverin að þá verður nú að bera saman tekjur og útgjöld. Ef þú tekur afborganir af lánum með í reikninginn verður lítið af tekjum í þjóðarbúið vegna álvera.

P.S. VG er ekki á móti iðnvæðingu heldur hefur reynt að stefna að því að iðnaðurin í landinu verði fjölbreyttari. Þetta er svona svipað og að segja að Frjálslyndir vinni gegn uppbyggingu í fiskveiðum af því að þeir vilja auka smábátaútgerð á kostnað stóru togaranna. 

Héðinn Björnsson, 31.3.2009 kl. 10:51

3 Smámynd: Púkinn

magn útflutts áls kann að hafa aukist - en álverð hefur hrapað í heiminum, þannig að verðmætið minnkar.  Tekjur þjóðarbúsins vegna raforkusölu til álvera eru háðar álverði, þannig að þær hafa dregist saman, þannig að þetta er svosem ekkert sérstakt til að hrópa húrra fyrir.

Púkinn, 31.3.2009 kl. 11:18

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvers vegna skyldu Lettar, Írar, Spánverjar, Grikkir o.fl. helst vilja fella hjá sér gengið til að bregðast við efnahagssamdrættinum?  Það er líklega vegna þess að slík aðgerð gagnast útflutningsatvinnugreinunum best þegar tekjur þessara fyrirtækja dragast saman í erlendum myntum.  Japanir eru nú í stórkostlegum vandræðum vegna samdráttar í útflutningi, ekki síst bílaútflutningi.  Dollarinn er að lækka vegna erfiðleika útflutningsgreinanna í Bandaríkjunum, en til að aðstoða er gripið til seðlaprentunar.

Ef ekki væri fyrir krónuna væri íslenskur sjávarútvegur í miklu meiri vanda en hann þó er í og gjaldþrot og atvinnuleysi í þeirri grein myndi þá bætast við aðra erfiðleika í atvinnulífinu, sem eru ærnir fyrir.

Því miður var erlendu lánsfé ausið inn í hagkerfið sem aldrei fyrr í "gróðærinu" og það sem vert var að íbúða- og bíleigendum skyldi talin trú um að hagstæðast væri að taka slík lán vegna "lágra" vaxta.  Þó almenningur hafi kannski ekki skilið áhættuna við slíka lántöku, þá hefðu "sérfræðingarnir" sem ráðlögðu þetta átt að þekkja þau sannindi að lán skuli alltaf taka í sömu mynt og tekjumyndunin er í. 

Auðvitað vissu "sérfræðingarnir" þetta, en þessi erlendi lánaaustur var hluti af þeirri "glæpamennsku" sem ríkti í bankakerfinu á þessum tíma.

Axel Jóhann Axelsson, 31.3.2009 kl. 11:43

5 identicon

Samdráttur hjá sjávarútvegnum...AUÐVITAÐ, það var engin loðnuvertíð og munar nú aldeilis um það.

Maður heyrir að það sé alveg að fara með Lettana að vera með Evruna, þeir hafa enga stjórn á gjaldmiðlinum og ráða engu hvað varðar vexti og annað. Þeir geta ekki brugðist við eins og við þá það séu ekki skemmtilegar aðgerðir þá er ég viss um að þetta mun taka styttri tíma fyrir okkur en hann verður auðvitað ekki sársaukalaus.

Auðbjörg (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 12:09

6 identicon

Ég verð að viðurkenna ég skil ekki rökin þín með krónunni. Ég skil að tilfinningarök með krónunni en ekki þessi rök þín. Ég hef reyndar ekki heyrt það frá þessum ríkjum sem þú nefnir að þau vilji fella gengi gjaldmiðils síns, það kann þó að vera. Kannski er stóra spurningin hvort þau vilji henda Evrunni út og taka upp sjálfstæðan gjaldmiðil að nýju.

Ég skil þó að lágt gengi krónunar hjálpi útflutningsfyrirtækjum alveg eins og sterk króna hjálpi þeim sem vilji kaupa vörur erlendis frá. Um leið er hægt að segja að hátt gengi krónunar hafi valdið því að almenningur hafi ofmetið kaupgetu sína. Núna sitja margir eftir í skuldasúpu verðtryggðra lána sem og lána í erlendri mynt. Stöðugleiki er forsenda áætlunargerða í viðskiptum sem öðru....gæti verið að með Evrunni fengjum við stöðugleika?

Einnig væri nú gott að geta borið saman verð á vörum og þjónustu á milli landa og frá degi til dags. Er ekki þægilega að samræma þetta svolítið. ..eða ganga alla leið og gefa okkar stolltu þjóð eigið og sérÍslenskt metrakerfi.

Gjaldmiðill er ekkert annað en ávísun á verðmæti. Enginn vill stunda viðskipti með ávísun sem er ekkert að marka. Það stendur 5000kr á seðlinum núna en hvers virði er hann? í dag eða á morgun. Þetta er okkar vandi

Ef við í okkar litla samfélagi viljum sérstakan gjaldmiðil, hvers vegna þurfum við ekki okkar eigið metrakerfi. Það gæti verið sveigjanlegt til þess að mæta Íslenskum aðstæðum, T.d árstíðum. Ef það er kallt í veðri væri meterinn styttri, því allir vita að það er óþægilegra að ganga langt í köldu veðri.

Andri (IP-tala skráð) 31.3.2009 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband