Stefnulaus fylking

Smáflokkafylkingin virðist ætla að koma stefnulaus frá landsfundi sínum í öðrum málum en ESB ástarsambandinu.  Fylkingin segist vilja sanngjarna dreifingu skattbyrða, en útlistar það ekkert nánar, fekar en flest annað sem er svo almennt orðað, að Framsóknarflokkurinn bliknar í samanburði með sína stefnu sem hefur alltaf verið "opin í báða enda".

Ef samfylkingin vill komast í ESB verður hún að hafa hraðar hendur, því allt útlit er fyrir að ESB sé að springa innanfrá vegna ólíkra sjónarmiða aðildarlandanna um viðbrögð við efnahagskreppunni, sem leikur flest ESB löndin grátt um þessar mundir.  Skyldu Smáflokkafylkingin ekki hafa heyrt um erfiðleika Írlands, Bretlands, Spánar, Ítalíu, Grikklands, Austurríkis, Austur-Evrópuríkjanna og Eystrasaltsríkjanna, að ekki sé talað um móðurríkin Þýskaland og Frakkland?  Evran er ekki að hjálpa til í þessum ríkjum, flestum, og mun hrun Evrunnar líklega ganga endanlega frá ESB mun fyrr en flesta grunar nú.

Að endingu ber að dást að viðbrögðum Smáflokkafylkingarinnar við kalli tímans um endurnýjun í forystu flokkanna.  Þar á bæ er brugðist við þessu kalli með því að kjósa í formannsstólinn elsta þingmanninn á Alþingi og þann sem lengst hefur starfað sem þingmaður.  Þetta ber auðvitað vott um afar snöfurmannlegt svar við kalli tímans.


mbl.is ESB efst á blaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband