Lánsamir að hafa krónuna

Lettar hafa fengið lán upp á 7,5 milljarða evra, án þess að þurfa að fara að kröfum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um gengisfellingu.  Í staðinn þurfa Lettar að beita miklum niðurskurði ríkisútgjalda, sem m.a. kemur niður á bótum til barna yngri en eins árs.

Lettar geta ekki fellt gengið, þar sem það er fastbundið við Evru og mikill þrýstingur er frá ESB um að Lettar og aðrar þjóðir í sömu aðstöðu felli ekki gengið, þar sem það myndi endanlega ganga af Evrunni dauðri.  Þar sem Lettar geta ekki beitt því hagstjórnartæki sem sveigjanlegt gengi er, verða þeir að búa sig undir miklu erfiðari afleiðingar kreppunnar en ella hefði orðið, t.d. gífurlegt atvinnuleysi, beinar launalækkanir og stórkostlegan niðurskurð ríkisútgjalda, þ.m.t. velferðarkerfið.  Ísland mun verða miklu fljótara að ná sér upp úr kreppunni, einmitt vegna gengislækkunarinnar, því annars hefðu útflutningsgreinarnar ekki staðið af sér fjármálahrunið.

Mikið mega Íslendingar þakka fyrir að hafa krónuna.

 

 


mbl.is Barnavagnabylting yfirvofandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

nákvæmlega!

það er nefnilega aldrei talað um jákvæðar hliðar sveigjanlegs gengis eins og íslensku krónunnar.

ef íslendingar eru að tapa á falli krónunnar hljóta þeir að ahafa verið að græða þegar gengið var óeðllilega hátt

ólafur jóhannsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 17:14

2 identicon

Ég keypti mér íbúð í janúar 2008 - var talin trú um af þjónustufulltrúanum í bankanum að hagkvæmast væri fyrir mig að taka lán í erlendri mynt. Lánið var 20 milljónir ISK, núna stendur lánið í tæpum 35 milljónum ISK. Þess má einnig geta að árslaun mín á síðasta ári voru tæpar 4 milljónir og verða sennilega 3,5 milljónir á þessu ári (búið að taka af mér fasta yfirvinnu). Svo segið þið að það séu svo miklir kostir að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil? Það virkar alla vega ekki þannig á mig.

Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2009 kl. 15:54

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nánast ótrúlegt að bankamenn skuli hafa ráðlagt fólki að taka erlend lán til íbúðakaupa, eða hvaða kaupa sem er reyndar, þar sem allar spár voru búnar að vara við því að krónan væri a.m.k. 30-40% of hátt skráð og var búin að vera það lengi.  Þessi stanslausi austur á erlendu lánsfé inn í hagkerfið olli síðan hruninu sem við stöndum nú frammi fyrir.

Dæmið er ekki flóknara en það, að maður tekur lán í sama gjaldmiðli og tekjurnar eru í.  Fólk á ekki að láta neina "sérfræðinga" ljúga einhverju öðru að sér.

Axel Jóhann Axelsson, 28.3.2009 kl. 10:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband