26.3.2009 | 13:27
Vinaþjóðir
Þegar á reynir getum við Íslendingar greinilega hvergi átt von á stuðningi frá "vinaþjóðum" okkar, ekki einu sinni norðulandaþjóðunum. Í minnisblaði utanríkisráðuneytisins kemur fram að Ísland hafi verið algerlega einangrað í Icsave deilunni og við hafi legið að landið yrði rekið úr EES.
Nú á síðustu dögum höfum við fengið fréttir af því að "vinir" okkar í Noregi séu að íhuga hálfgert viðskiptabann á íslenskar sjávarafurðir vegna löglegra veiða okkar á Makríl. Allt þetta sannar enn og aftur að íslendingar geta ekki reitt sig á neina sérstaka aðstoð erlendis þegar eitthvað bjátar á.
Þrátt fyrir allt þetta er enn til fólk og reyndar heill stjórnmálaflokkur, sem sér það sem einhverskonar björgunaraðgerð í efnahagskreppunni að ganga til nánara samstarfs við þessar þjóðir innan ESB. Meira að segja er þetta eina tillagan sem þessi stjórnmálaflokkur segir að geti bjargað okkur til framtíðar. Á sama tíma er ESB nánast að liðast í sundur vegna ágreinings um hvernig á að taka á kreppunni í Evrópu og Evrusamstarfið gæti sprungið í loft upp vegna mismunandi aðstæðna í Evrulöndunum.
Vonandi fer að glæðast skilningur á því að enginn bjargar okkur nema við sjálf og að það verðum við að gera án sérstakrar hjálpar "vinaþjóða" okkar.
EES-samningurinn í húfi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við eigum það ekki skilið að eiga vini.
Finnur Bárðarson, 26.3.2009 kl. 13:36
Þegar maður ætlar að stela frá vinum sínum er þá nokkuð undarlegt að maður missi vinina?
Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:40
Menn eru með getgátur um trúverðuleika Íslands í NATO en það er í lagi að beita öðru NATO ríki hryðjuverkalögum. Hverjum er ekki sama hvað hræsnurum út í heimi finnst?
Viðar (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:55
Var íslenska þjóðin að stela einhverju frá þessum "vinaþjóðum" okkar? Var ekki líka verið að stela frá íslensku þjóðinni? Sannir vinir hefðu ekki refsað þjóðinni sem slíkri, heldur boðið fram aðstoð við að góma þjófana. Sumar þessara þjóða halda úti skattaskjólum sem hafa auðveldað að fela "þýfið", þó nú sé loks að fjúka í þessi skjól, vegna þeirra vinda sem nú leika um fjármálaheiminn.
Að refsa heilli þjóð með efnahagshryðjuverkum er vægast sagt lítilmannlegt.
Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2009 kl. 13:55
Nei íslenska þjóðin var ekki að stela neinu. En íslensk yfirvöld ætluðu að mismuna og mismuna innistæðueigendum eftir þjóðerni - innistæður á almennum sparireikningum í útibúum bankanna á Íslandi áttu (og eru) að fullu tryggðar en innistæðueigendur í útibúum sömu banka erlendis áttu ekki að fá neitt. Lendingin var sú að íslensk yfirvöld greiða innistæðutrygginguna ca. EUR 20.000 pr. reikning og "vinaþjóðin" tekur á sig mismuninn ef viðkomandi reikningseigandi átti meira inni á reikningi sínum - satt að segja þá er þetta vel boðið. Varðandi skattaskjólin í Karabíska hafinu og víðar þá eru þau sjálfstæð og ekki undir stjórn breta - þau eru flest með samning um varnarmál og bretar eru t.d. með sendrráðaþjónustu fyir þessi örríki (sjá https://www.cia.gov/library/publications/the-world-factbook/index.html)
Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 14:27
Luxemborg, Sviss, Hollensku Antillaeyjar, Gurnsey, Jersey, Kyrrahafseyjarnar o.fl., eru misjafnlega sjálfsæð ríki, sum alveg sjálfstæð, önnur í ríkjasambandi eða öðrum tengslum við Evrópuríkin. Þegar stóru ríkin í Evrópu (og Bandaríkin) krefjast þess að skattaskjólin verði opnuð, þá bara opnast þau. Þá skiptir "sjálfstæði" þeirra allt í einu litlu máli.
Axel Jóhann Axelsson, 26.3.2009 kl. 15:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.