Verðhjöðnun?

Í fréttinni kemur fram að: "Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,5% sem jafngildir 1,9% verðbólgu á ári (7,6% fyrir vísitöluna án húsnæðis), að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands".  ´Greiningardeild Glitnis hafði spáð að vísitalna myndi hækka um 0,3% frá fyrra mánuði, en reyndin varð ekki nema 0,16%.  Verðbætur húsnæðislána munu því hækka lítið um næstu mánaðarmót, en vextir af skammtímaskuldum eru nánast glæpsamlegir.

Við vaxtaákvörðun seðlabankans var sagt að varlega þyrfti að fara í vaxtalækkanir því óvissan væri svo mikil í efnahagsmálunum.  Að halda uppi svo háum raunvöxtum er hrein aðför að atvinnulífinu og heimilunum í landinu.  Engin eftirspurnarþrýstingur er fyrir hendi og hraustleg vaxtalækkun væri besta innspýtingin til að auka verðmætasköpun og fjölga störfum í landinu.

Á næsta vaxtaákvörðunardegi verður að gera þá kröfu að stýrivextir verði lækkaði niður í 8-10% og svo áfram út árið, þar til þeir verði komnir niður í 4-5%.

Verðhjöðnun, með hruni fyrirtækja og auknu atvinnuleysi, er mun verri en smávægileg verðbólga.

 


mbl.is Talsvert dregur úr verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Húsnæðisliðurinn er inni í vísitölunni og því mun höfuðstóll verðtrygðra lána lækka sem nemur lækkuninni á vísitölunni 0,59% en ekki hækka.

Stefán Unnarsson (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 10:28

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Þetta er rétt hjá þér Stefán.  Vísitalan án húsnæðisliðar hækkaði um þessi 0,16%.  Neysluverðsvísitalan í febrúar var 119,2 stig en 118,5 stig nú í mars, þannig að vísitölutryggð lán munu lækka um 0,59% um næstu mánaðamót og munar alveg um það fyrir flesta.

Þetta undirstrikar enn frekar hversu glæpsamlegir stýrivextirnir eru orðnir, því þeir eiga að taka mið af framtíðinni, en ekki því hvað verðbólga var í fortíðinni.  Því er mjög villandi í þessu samhengi að tala sífellt um hvað verðbólgan hafi verið há síðustu tólf mánuði.  Háir stýrivextir eiga rétt á sér í mikilli verðbólgu, en eru fáráðnlegir þegar verðbólga er minni en engin.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2009 kl. 11:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband