VG og skattarnir

Í stjórnmálaályktun landsfundar VG er samþykkt um "að skattbyrðinni verði dreift með réttlátum hætti og að skattkerfið verði notað markvisst til tekjuföfnunar með þrepaskiptum tekjuskatti eða álagi á há laun".  Aðspurður um þetta fer Steingrímur J. í kringum málið, eins og köttur í kringum heitan graut, með því að vitna í gamalt frumvarp sitt um 3% aukaskatt á laun yfir 500 þús. og 5% þar til viðbótar á laun hærri en 700 þús.   Þetta gæti skilað ríkissjóði 3,5-4 milljörðum króna.

Annarsstaðar kom fram hjá Steingrími að fjárvöntun ríkissjóðs á næsta ári yrði 50 - 60 milljarðar króna og það yrði að jafna út með blöndu af niðurskurði ríkisútgjalda og hækkun skatta.  Þessi "hálaunaskattur" skilar sem sagt ekki nema litlum hluta af fjárvöntuninni og ekkert er sagt hvernig á að mæta afganginum.  Ef á að auka skattheimtu á næsta ári um a.m.k. 25-30 milljarða króna, þá segir sig sjálft að það verða almennir launamenn sem munu þurfa að taka á sig þá hækkun.  Um þetta forðast Steingrímur J. að tala, en það fer alltaf vel í fólk að tala um að láta breiðu bökin borga meira.

Hér hefur áður verið sett fram tafla, sem sýnir hvernig skattbreyting gæti litið út með því að hækka skatthlutfallið í 41,1% og persónuafsláttur hækkaður í fimmtíu þúsund krónur á mánuði.  Hér er taflan birt aftur með öðrum launatölum en síðast:

 Staðgreiðsla, 37,2% Staðgreiðsla, 41,1% HækkunHækkun
 (PersónuafslátturHlutfall af(PersónuafslátturHlutfall afskattaskatta
Laun á mánuði:kr. 42.205)tekjum í %kr. 50.000)tekjum í %í krónumí %
200.00032.19516,1032.20016,1050,02
300.00069.39523,1373.30024,433.9055,63
400.000106.59526,65114.40028,607.8057,32
500.000143.79528,76155.50031,1011.7058,14
600.000180.99530,17196.60032,7715.6058,62
700.000218.19531,17237.70033,9619.5058,94
800.000255.39531,92278.80034,8523.4059,16
900.000292.59532,51319.90035,5427.3059,33
1.000.000329.79532,98361.00036,1031.2059,46
2.000.000701.79535,09772.00038,6070.20510,00

Ef á að hækka skatta á annað borð er miklu betra að gera það einhvern veginn í þessum anda, því með því vinnst að skattkerfið helst gagnsætt og auðskilið.  Núverandi kerfi er þrepaskipt skattkerfi, þó VG nái ekki að skilja það, en taflan sýnir þetta vel.

Þeir sem hafa hæstu tekjurnar, hafa líka mestu möguleikana á að "hagræða" tekjum sínum til þess að komast hjá sköttum.  Köngulóarvefurinn í gegnum Lux til Tortola sýnir það svart á hvítu.


mbl.is 3% skattur á 500 þúsund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Héðinn Björnsson

Bætti við tillögum VG til samanburðar ásamt ofurlaunum:

Laun    Núverandi ástand        Tillaga þín        Tillaga VG     
200.000    32.195    16,1%    32.200    16,1%    32.195    16,1%
300.000    69.395    23,1%    73.300    24,4%    69.395    23,1%
400.000    106.595    26,6%    114.400    28,6%    106.595    26,6%
500.000    143.795    28,8%    155.500    31,1%    143.795    28,8%
600.000    180.995    30,2%    196.600    32,8%    183.995    30,7%
700.000    218.195    31,2%    237.700    34,0%    224.195    32,0%
800.000    255.395    31,9%    278.800    34,9%    269.395    33,7%
900.000    292.595    32,5%    319.900    35,5%    314.595    35,0%
1.000.000    329.795    33,0%    361.000    36,1%    359.795    36,0%
2.000.000    701.795    35,1%    772.000    38,6%    811.795    40,6%
5.000.000    1.817.795    36,4%    2.005.000    40,1%    2.167.795    43,4%
10.000.000    3.677.795    36,8%    4.060.000    40,6%    4.427.795    44,3%
 

Héðinn Björnsson, 23.3.2009 kl. 16:15

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tillaga VG flækir skattkerfið og gerir það svo torskilið að ekki verður fyrir aðra en endurskoðendur og aðra skattasérfræðinga að skilja það.  Þar fyrir utan er það vinnuletjandi og eykur svarta vinnu, fyrir utan það, að þeir tekjuhæstu finna alltaf leiðir til þess að fara fram hjá sköttunum "löglega".

Einnig segir Steingrímur J. að fjáþörfin á næsta ári verði 50-60 milljarðar króna og "hátekjuskatturinn" á ekki að gefa nema ca. 4 milljarða.  Hverjir skyldu þá greiða mismuninn á milli niðurskurðar og tekjuvöntunarinnar?  Ætli það verði ekki almennt launafólk?

Ofurlaunamönnunum með yfir tvær milljónir á mánuði hefur fækkað mikið undanfarið.

Axel Jóhann Axelsson, 23.3.2009 kl. 16:25

3 Smámynd: Héðinn Björnsson

Það er enginn sem segir að þetta dugi eitt og sér. En það er erfitt að ná 50 miljörðum án þess bæði að spara í ríkisfjármálum og hækka skatta. Í báðum aðgerðum er mikilvægt að fólk viti að þeir sem geti borið mest taki á sig stærri byrgðar.

Héðinn Björnsson, 23.3.2009 kl. 17:36

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Í núverandi staðgreiðslukerfi greiða þeir hæstu skattprósentuna sem hafa hæstu launin.  Kerfið er einfalt og gagnsætt og eins og áður sagði gefur það tiltölulega lítið annað en flóknara kerfi, að breyta því samkvæmt tillögum VG.

Útfærslan sem sett var fram í töflunni var einungis til að sýna hve auðvelt væri að lækka skatta hjá þeim sem hafa lægstu tekjurnar (með persónuafslættinum) en hækka um leið skattbyrði þeirra tekjuháu.  Meðaltekjufólkið fengi einnig á sig hækkun, en það er sú nöturlega staðreynd sem við blasir að verði hvort sem er.  Til viðbótar tillögu VG myndi óhjákvæmilega koma skattahækkun á alla hina líka.

Það eina sem myndi breytast væri að þjóðin sæti uppi með hærri skatta og flóknara skattkerfi.

Axel Jóhann Axelsson, 24.3.2009 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband