Skuld í dag, skattur á morgun

Frambjóðendur til Alþingis keppast nú við að koma með hljómfargrar tillögur til að létta skuldabyrði heimilanna í landinu.  Margar fjalla um að gefa eftir mismikið af húsnæðisskuldum landsmanna, allt frá fjórum milljónum á haus og upp í 20% af öllum skuldum heimila og fyrirtækja.  Nýjasta tillagan er frá Lilju Mósesdóttur, frambjóðanda VG, og hljóðar hennar tillaga um að fella niður fjórar milljónir af hverju húsnæðisláni. 

Þetta gengur allt saman vel í fólk, en gengur ekki betur upp en það, að einhver þarf að borga.  Í sumum tillögunum felst að erlendir lánadrottnar bankanna borgi, en í tillögu Lilju felst að íslendingar borgi þetta sjálfir, eins og fram kemur í lokaorðum fréttarinnar: 

"Ég legg til að ríkið fjármagni 4 milljóna króna niðurfærslu á höfuðstól allra húsnæðislána landsmanna. Almenn aðgerð sem þessi er í anda norræna velferðarkerfisins, þar sem leitast er við að koma sem flestum til aðstoðar og síðan er skattkerfið notað til að ná fram jöfnuði," skrifar Lilja og bætir við að tillagan um 4 milljón króna niðurfærslu á skuldum heimilanna muni kosta ríkið um 300 milljarða sem fjármagna verður með m.a. aukinni skattheimtu þeirra sem meira hafa á milli handanna."

Alltaf hljómar það svo ósköp fallega að láta þá borga "sem meira hafa á milli handanna", en reynslan er sú að "breiðu bökin" sem greiða skattana eru sá sami almenningur og skuldar að meðaltali 30 milljónir í húsnæðislán.  Það á að aðstoða þá sem eru í vandræðum með að halda heimilum sínum, en ekki hinum sem geta greitt af lánum sínum.   

Auðvitað hljómar það vel í eyrum að fá gefnar fjórar milljónir, en svona tillögur eru hreint lýðskrum, enda verða þær ekki uppi á borðum eftir kosningar.


mbl.is Vill fella niður 4 milljónir af höfuðstól húsnæðislána
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sammála ! 

Ríkissjóður er rekinn með 150 milljarða halla. Allur hallinn og hundruð milljarða til viðbótar eru fengin að láni erlendis um þessar mundir. Vilja menn á sama tíma auka hallann enn og greiða niður skuldir hjá fólki sem þarf ekki á því að halda ?

Það mætti halda að það væru að koma kosningar...

Kveðja góð,

Hrannar Björn Arnarsson, 19.3.2009 kl. 00:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband