Nú ríður á

Gylfi, viðskiptaráðherra, sagði í gær að ekki ynnist tími fyrir þinglok til að samþykkja afnám bankaleyndar, svo flýta mætti rannsókn þeirra spillingarmála sem hafa tafist vegna leyndarhjúps bankanna.  Gylfi vildi meina að það gerði í sjálfu sér ekkert til að mál tefðust, bara ef menn gætu verið vissir um að þau yrðu rannsökuð einhvern tíma seinna.  Þetta sagði ráðherrann vegna þess að það eru svo fáir þingdagar eftir og svo mörg brýn mál sem þyrfti að afgreiða til bjargar heimilunum og atvinnulífinu.

Nú er komið fram eitt allra nauðsynlegasta frumvarpið til bjargar heimilunum, sem Atli Gíslason telur að muni fá flýtimeðferð í þinginu vegna þess að það geti alls ekki beðið fram yfir kosningar.  Það hefur heyrst að sumar eiginkonur hafi verið óánægðar með að kallarnir þeirra hafi farið á súlustað og frumvarp Atla og félaga verður að sjálfsögðu til bjargar við slíkar aðstæður. 

Ekki hefur komið upp eitt einasta mál um vændi, sem hægt hefur verið að tengja við súlustaðina, en hins vegar voru nýlega rekin tvö vændishús við aðal lögreglustöð Reykjavíkur, án þess að nokkur hafi heimtað að lögreglustöðinni yrði lokað.  Ekki er verið að mæla vændi bót hér, en það hefur viðgengist á Íslandi lengur en elstu menn muna og miklu lengur en súlustaðirnir.  Vændi mun ekki hverfa þó súlustöðum verði lokað, enda eins og áður sagði þrífst það um allar jarðir, annarsstaðar en þar.

Samkvæmt fréttum eru salir Alþingis nánast tómir þessa dagana, eins og þinmenn hafi ekki heyrt minnst á kreppuna í landinu og þeir fáu sem mæta virðast hafa hugann við allt annað en það sem raunverulega skiptir máli.

 


mbl.is Ísland ríður á vaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir eru allir að skoða síðustu súlubyggðina hér á landi, enda síðasti séns til þess.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 20:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband