18.3.2009 | 14:24
Baugur í upphæðum
Ef 2,35% hlutur í Baugi hefur verið metinn á 1,9 milljarða króna er auðvelt að reikna út að heildarverðmæti Baugs hefur verið áttahundruðogáttamilljarðarfimmhundruðogtíumilljónirsexhundruðþrjátíuogáttaþúsundtvöhundruðnítíuogsjö krónur (808.510.638.297). Þetta er stór tala og verður ekki skrifuð nema með löngu orði. Til þess að setja þessa upphæð í eitthvert samhengi eru skuldir íslenskra útgerðarfyrirtækja taldar vera um 450 milljarðar og á útgerðin í basli með að standa undir þeirri skuldabyrði.
Ekki er vitað til þess að Baugur hafi skapað nokkur einustu raunveruleg verðmæti, eins og sjávarútvegurinn gerir, heldur byggðist veldi Baugs aðallega á viðskiptavild, sem búin var til með kaupum og sölum á eigin fyrirtækjum til eigin fyrirtækja, með lánum á milli fyrirtækjanna og til eigendanna og alltsaman fjármagnað að lokum með lánum frá bankakerfinu. Nafnið á þessum braskhring hefur verið sannkallað réttnefni, þ.e. Baugur.
Braskfléttan og upphæðirnar eru öllu venjulegu fólki óskiljanlegar. Sennilega er snilldin á bak við þetta sú, að gera þetta svo óskiljanlegt að ómögulegt verði að fá nokkurn botn í þetta.
Sérstakur saksóknari kemur allavega til með að hafa nóga vinnu næsta áratuginn.
2,35% hlutur í Baugi metinn á 1,9 milljarða króna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála þessu Axel. Þetta er glæpasmlegt og fyrir almenningi gjörsamlega óskiljanlegt. Ég ætla að vona að íslendingar séu ekki eins fljótir að gleyma eins og við höfum verið undanfarin ár.
Haraldur Haraldsson, 18.3.2009 kl. 14:41
Mér telst til að 2.35% eignarhlutur í félagi, sé u.þ.b. 1/40 (1/42.55 til að vera nákvæmari) af hlutafé. Því beri að margfalda 1.9 milljarð með þeirri tölu.
Dágóð upphæð samt.
G. Tómas Gunnarsson, 18.3.2009 kl. 14:58
Þetta er auðvitað hárrétt Tómas, þetta eiga að vera rúmir 80,8 milljarðar en ekki 808. Svona er nú hægt að skjöplast ef aukastafirnir á reiknivélinni eru ekki rétt stilltir. Umræðan um upphæðir nú til dags, þar sem aldrei er talað nema í hundruðum eða þúsundum milljarða, getur verið svolítið ruglandi fyrir venjulegt fólk, sem má þakka fyrir að eiga tíuþúsund kall.
Eftir sem áður er ófyrirgefanlegt að fara svona vitlaust með upphæðir og líklega væri best að fjarlægja færsluna, en ætli það verði ekki látið ógert og þetta látið standa sem minnisvarði um afglöp sem enginn axlar ábyrgð á.
Axel Jóhann Axelsson, 18.3.2009 kl. 15:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.