17.3.2009 | 15:05
Útþenslustopp ESB
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, vill að stækkun Evrópusambandsins verði ekki meiri en svo, að Króatía verði tekin í klúbbinn og svo verði skellt í lás. Þjóðverjar, eins og aðrir, eru farnir að sjá að ESB stendur á brauðfótum og myntbandalagið við það að springa. Efnahagskreppan kemur misjafnlega niður á ESBríkjunum og eru sum þeirra að hruni komin fjárhagslega og Þjóðverjar og Frakkar hafa engan áhuga á að koma þeim til bjargar. Þýskir og Franskir skattgreiðendum finnst þeir eiga nóg með sjálfa sig, þó þeir fari ekki að taka vandamál annarra ESB þjóða á sitt bak.
Flokkur kanslarans telur að nú "eigi að einbeita sér að því að þétta ríkin saman, styrkja stofnanir sambandsins og gildi á sama tíma og hægt verði á stækkunarferlinu". Eina undantekningin frá þeirri reglu getur verið fyrir Króatíu og standa vonir til þess að hún verði aðili að ESB fyrir árslok.
Vonandi verður þessi nýja stefna Angelu Merkel og flokks hennar til þess að þagga niður í ESB sinnum á Íslandi og bjarga Íslendingum frá þessu hnignandi "stórríki".
Vilja hægja á stækkun ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frétt Morgunblaðsins er ekki meiri froða en það að hún vitnar orðrétt í skýrslu flokks Angelu Merkel um framtíðina í ESB.
Stækkunarstoppið á greinilega að nota til þess að vinna að langþráðri von Þjóðverja og Frakka um "stórríkið", sem allt bendir raunar til að sé bara draumur, sem ekki muni rætast.
Axel Jóhann Axelsson, 17.3.2009 kl. 15:38
Axel, þú orðar þetta vel. Það hefur bersýnilega komið í ljós að þegar að á reynir er betra fyrir Ísland að vera utan ESB. Már
Már Wolfgang Mixa, 17.3.2009 kl. 15:47
Allt er froða í augum Frímanns, sem ekki dásamar ESB.
Tek undir það sem sagt er að ofan. Vonandi verður þetta til að lækka ESB gauraganginn á Íslandi svo fólk geti farið að vinna í því sem máli skiptir, koma okkur upp úr fjóshaugnum.
Villi Asgeirsson, 17.3.2009 kl. 15:55
Sæll AXel. Góður pistill hjá þér.
Það var gott að Jón Frímann missti ekki af honum.
Kveðja.
Benedikta.
Benedikta E, 17.3.2009 kl. 21:21
ESB er eins og Títanik. Það lítur vel út og virkar stórt og voldugt, en er það ekki í raun.
Ísland er eins og velútbúið fjölveiðiskip sem varð fyrir brotsjó sl. haust og laskaðist, en viðgerð stendur yfir og mun það verða fullhaffært og fært í flestan sjó eftir nokkra mánuði.
Það er engin ástæða til að yfirgefa fjölveiðiskipið Ísland þó það hafi laskast, einungis til að fá far með Títanik.
Örn Jónasson (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 21:46
Jón,
Þjóðverjar eru þó eitt af þeim fjórum ríkjum sem ráða ríkjum í þessu sambandi. Einnig eru þeir fjölmennansta þjóðin, með langflesta þingmenn á Evrópuþinginu og líkt og áður sagði hafa þeir 29 atkvæði í ráðherraráðinu ásamt Bretlandi, Ítalíu og Frakklandi. Ofan á allt þetta þá eru þeir ein af tveimur stofnþjóðum Kola- og Stálbandalagsins sem lagði grunninn að því sem við þekkjum í dag sem Evrópubandalagið.
Því er það alveg á hreinu að ef Þjóðverjar segja stopp við stækkun ESB þá þýðir að ESB mun ekki stækka á næstunni.
Hafsteinn (IP-tala skráð) 17.3.2009 kl. 23:57
Jón Frímann. Þér er alveg óhætt að taka mark á því sem þýski kanslarinn seigir - Þjóðverjar hugsa alltaf áður en þeir tala.
Benedikta E (IP-tala skráð) 18.3.2009 kl. 00:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.