Þingstörf

Nú eru fáeinir fundardagar eftir þar til þingið fer í "kosningafrí" og enn er ekki búið að leggja fram öll frumvörp sem ríkisverkstjórinn Jóhanna, og vinnuflokkurinn segja að verði að ná í gegnum þingið fyrir kosningar.  Í morgun sagði hún að frumvarp til bjargar heimilunum yrði vonandi lagt fram í dag.  Mörg önnur frumvörp eru ennþá í meðförum þingnefnda og enginn skilur hvers vegna svona erfiðlega gengur að koma öllum málum fram, nema hefndarlögunum gegn Davíð Oddssyni.

Á sama tíma og allir flokkar raða listum sínum upp í gegnum prófkjör eða forvöl, eyðir þingið tímanum í að ræða frumvarp um breytingar á kosningalögunum, sem breyta myndi kosningunum í eitt allsherjar prófkjör.  Einnig er tíma eytt fram á nætur við umræður um breytingar á stjórnarskránni og í það frumvarp er skeytt ákvæði um að stofnað skuli stjórnlagaþing, sem á að hafa það eina hlutverk að breyta stjórnarskránni.  Á meðan að á þessari vitleysu stendur bíður almenningur eftir boðaðri aðstoð við atvinnulífið og heimilin.

Greinilega næst ekki nein sátt um þinglokin fyrr en rifjast upp fyrir ríkisverkstjóranum til hvers þessi ríkisstjórn var mynduð, a.m.k. miðað við yfirlýsingarnar við upphaf hennar.

Það tók mánuð að ná fram hefndum á Davíð Oddssyni og ríkisstjórnin hafði aldrei nema tvo mánuði til þeirra lagasetninga sem hún boðaði.

Er ekki kominn tími til að fara að forgangsraða?


mbl.is Ekki enn samkomulag um þingstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband