Eyðilegging

Ótrúlegt er að sjá hvernig útrásarvíkingarnir hafa eyðilagt hvert félagið af öðru, sem áður stóðu traustum fótum og með sterka eiginfjárstöðu.  Icelandair var eyðilagt þegar Baugsliðar yfirtóku FL Group (sem síðar varð Stoðir) á sínum tíma, skiptu félaginu upp og seldu síðan í pörtum.  Upphaflega félaginu, með mikið eigið fé, var svo beitt í allskonar brask sem endar væntanlega í einu stæsta gjaldþroti Íslandssögunnar.

Sama sagan gerðist með Eimskip, sem líka var gamalgróið og stöndugt félag.  Það var eyðilagt undir stjórn Magnúsar Þorsteinssonar, viðskiptafélaga Björgólfanna, og er nú eitt skuldugasta félagið í landinu og er þá langt til jafnað.

Bankarnir og tryggingafélögin lentu í höndum þessara sömu manna og nú eru tryggingafélögin hálf ónýt og allir tjónasjóðir virðast gufaðir upp.  Ekki þarf að fara mörgum orðum um hvernig farið var með bankana.  Sömu menn stærðu sig árum saman af viðskiptasnilli sinni og töldu öllum trú um að þeir væru að hagnast um hundruð milljóna á hverju ári, en nú eru öll þeirra fyrirtæki, innanlands sem utan, að verða gjaldþrota hvert af öðru.  Íslenska krónan var varla að þvælast fyrir þessum köppum við rekstur erlendra fyrirtækja, en sú afsökun hefur löngum verið notuð varðandi innlendu fyrirtækin.

Allur arður og eldri sjóðir voru hreinsaðir út úr fyrirtækjunum og því hlýtur sú spurning að vakna hvort allir þeir peningar séu bundnir í einkaþotum, snekkjum, lúxusíbúðum og bílum, eða hvort einhverjir varasjóðir séu í ávöxtun á Tortola og öðrum skattaparadísum.

Vonandi kemur þetta allt upp á yfirborðið við rannsóknina á bankahruninu.


mbl.is Lánastofnanir ráða Icelandair
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Sigurðardóttir

ótrulegt hvað þeir hafa sogið úr þessu félagi.Er ekki að þakka herramanninum Hannesi um það,og hvernig hann vaðaði sig um og drap Islandair.

Sigurbjörg Sigurðardóttir, 4.3.2009 kl. 18:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband