4.3.2009 | 09:22
Vinstri sveifla
Eftir skoðanakannanir undanfarið treysta sumir stjórnmálafræðingar sér til þess að "spá" því að hér geti orðið vinstri sveifla í kosningunum í vor. Vonandi rætist sú "spá" ekki, enda koma Vinstri grænir alltaf betur út í skoðanakönnunum en í kosningum. Þjóðvaki, undir forystu Jóhönnu ríkisverkstjóra, hlaut miklar undirtektir í skoðanakönnunum alveg fram að kosningum, en hrundi svo þegar á hólminn var komið.
Miðað við ráðaleysi og klaufagang vinnuflokks ríkisverkstjórans fram að þessu, er ekki von á góðu, ef þessir flokkar ná meirihluta í kosningunum 25. apríl. Reyndar hafa þeir Framsóknarflokkinn til þess að grípa til í neyð, en sá flokkur myndi feginn stökkva um borð ef honum byðist það, enda geymdir ráðherrastólar handa þeim.
Þegar kemur að þvi að taka á ríkisfjármálunum af þeirri festu sem nauðsynleg er, þá munu þessir flokkar gugna og hlaupa frá stjórnartaumunum. VG mun ekki geta staðið fyrir fjöldauppsögnum opinberra starfsmanna, en það mun reynast nauðsynlegt strax á þessu ári og ekki síður því næsta.
Verði vinstir stjórn mynduð á annað borð mun hún ekki lifa nema í rúmlega ár eða svo.
Gæti orðið mesta vinstri sveifla sem sést hefur hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við værum líka að tala um rosalegustu skattahækkanir í sögu Evrópu ef VG og samspillingin kæmust endanlega til valda, því jú ekki kemur mikið til greina að skera ríkisfjármálin niður jafn mikið og sjálfstæðisflokkurinn vildi gera... þá er bara ein leið til að mæta tekjutapinu... hækka skatta! Undirbúið ykkur undir amk 50% tekjuskatt og 30% fyrirtækjaskatt nái vg og samspillingin völdum.... guð hjálpi okkur öllum
nonni (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 09:39
Hvaða ríkisútgjöld eruð þið Sjálfstæðismenn að tala um þegar kemur að niðurskurði. Ég er nefnilega alveg sammála ykkur að það verður að skera duglega niður alls staðar nema í;
Utanríkisþjónustan er það batterí sem mér dettur fyrst í hug varðandi stórfelldan niðurskurð. Óráðssía undanfarinna ára í sendiráðsútrás er gengdarlaus og verður að skera upp. Nær væri að semja við hinar Norðurlandaþjóðirnar um aðsetur í þeirra sendiráðum eða að koma á sameiginlegum sendiráðum þar sem því verður komið við.
Auk þess þurfa allir að minna sína þingmenn á að bitlingar og einkavinavæðing gengur ekki (átti aldrei að eiga sér stað). Nóg er að skoða forsíðu DV í dag til að sjá hvað ég er að tala um. Málið er að við erum í djúpum skít, allt í boði Sjálfstæðisflokks/Sakleysisflokks, spurning um að drukkna ekki þar.
Kolla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 14:51
Kolla: Ríkisbáknið þandist út í "góðærinu", enda stanslausar kröfur um hærri framlög til allra málaflokka. Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að standa á bremsunni, en steig reyndar alls ekki nógu fast á hana, þú hlýtur að muna hvernig tíðarandinn var, ef stofnanir fengu ekki sínu framgengt var viðkvæðið alltaf að helv.... Sjálfstæðisflokkurinn stæði í veginum fyrir útgjaldaaukningunni.
Vonandi þarf að skera sem minnst niður í þeim málaflokkum sem þú nefnir, en hætt er við að nauðsynlegur niðurskurður verði sársaukafullur, þar sem spara þarf a.m.k. 180 milljarða króna á næstu þrem árum. Niðurskurðurinn á þessu ári, sem nam 40 milljörðum, bliknar og blánar í samanburði við það sem koma skal, því miður.
Djúpi skíturinn er að mestu í boði annarra flokka, en Sjálfstæðisflokksins, því allir aðrir flokkar hafa talað meira en hann fyrir aukningu ríkisútgjalda. Þess vegna erum við á sundi og heldur þú að það sé líklegt að ríkisrekstrarflokkarnir muni draga okkur að landi?
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2009 kl. 15:13
Hvernig geturðu sagt þetta með opin skilningarvit??? Það voru ekki ríkisútgjöldin sem skelltu þjóðinni aftur um heila öld. Ég hef ekki orðið jafn reið yfir neinni fullyrðingu eins og þessari, ekki einu sinni frá gerendum glæpsins, þ.e. xD og xB (Vonandi þarf ég ekki að nota þetta merki í fimm-riti framar!)
Kolla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 15:43
Allir flokkar aðrir en Sjálfstæðisflokkurinn eru ríkisútgjaldaflokkar, en það breytir ekki því að hann stóð ekki nógu fast á bremsunni í "góðærinu" og þess vegna þarf nú að skera þau útgjöld niður aftur vegna kreppunnar.
Reyndar voru það alls ekki stjórnmálaflokkarnir sem ollu kreppunni, heldur bankastjórar og útrásarvíkingar, en svo furðulegt sem það er, þá virðist reiðin ekki beinast í réttar áttir.
Annars hlýtur þú, Kolla, að vera afar geðgóð og dagfarsprúð kona, fyrst þú hefur ekki orðið reiðari en þetta um ævina.
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2009 kl. 16:12
Axel, ég skrifaði þetta í mikilli reiði. Um ævina segirðu, jú öruglega hef ég einhvern tíma verið reiðari, man það bara ekki. Ég get þó lofað þér að ég hef aldrei verið svona reið fyrir framan þennan skjá, aldrei (búin að eiga hann í fjögur ár). Það komu reyndar mikið fleiri tilfinningar upp (t.d. hneyksli) sem ég nenni ekki að tíunda. Ég hef notað þennan reiðikarl áður í svipaðri umræðu en bara einn í einu.
Undanfarið hefur mér blöskrað hvítþvottur ykkar. Sjálfstæðis/Sakleysisflokkurinn hefur verið ráðandi í stjórn undanfarin 18 ár. Halló, eigið þið enga sök. Hverjir seldu/gáfu bankana, án þess að móta reglur um bindiskyldu en gera þess í stað sparifjáreigendur ábyrga? Hverra stefna er einkavæðing allra ríkisfyrirtækja? Hrunið var ekki bara á ykkar vakt, heldur vegna stefnu ykkar.
Þessu óviðkomandi en skylt þó, var þegar Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur í borgarstjórn var næstum búinn að selja einkavinum við vægu verði OR. Þar stóðu Samfylking og VG vaktina og komu í veg fyrir ósköpin. Hvar værum við nú ef gjörningurinn hefði ekki verið stoppaður? Örugglega ekki að eyða rándýru rafmagni í blogg (Ekvador)! Viðsnúninginn reyndu fulltrúar Sjálfstæðis/Sakleysisflokks síðan að eigna sér. Það er þess vegna sem ég segi að málin séu skyld, þótt hið fyrrnefnda sé ölu alvarlegra. Sýnir bara tilhneiginguna.
Byrjið á að biðjast afsökunar, svo getum við farið að tala saman.
Kolla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 16:56
Sjálfstæðisflokkurinn reynir ekkert að hvítþvo sig af sinni ábyrgð á stjórnarstefnu liðinna ára. Hann axlar sinn hluta. Allar reglur um fjármálastofnanir voru samræmdar EES reglur sem allir bankar í Evrópu störfuðu eftir og hvað varðar bindiskylduna, þá var hún með sama hætti hér og í nágrannalöndunum. Stefnu Sjálfstæðisflokksins um frelsi manna til athafna og viðskipta verður ekki kennt um að glæframenn (að ég segi ekki glæpamenn) noti sér frjálsræðið til þess að ræna menn og heila þjóð í græðgi sinni. Græðgi og glæframennska kemur stefnu Sjálfstæðisflokksins ekkert við.
Hvað varðar borgarstjórnina og OR málið, þá voru það reyndar svokallaðir sexmenningar (Sjálfstæðismenn) sem komu í veg fyrir það mál, en Samfylkingin var málinu samþykk. Svandís (VG) var einnig á móti, en eftir sem áður datt málið dautt vegna afstöðu sexmenninganna undir forystu Hönnu Birnu, sem nú er orðinn virtur og vinsæll borgarstjóri.
Sjálfstæðismenn geta keikir staðið frammi fyrir þjóðinni, útskýrt og beðist afsökunar á því sem að þeim snýr, en þeir ollu ekki bankahruninu og kreppunni.
Axel Jóhann Axelsson, 4.3.2009 kl. 17:15
Hvað kallar þú að axla ábyrgð? Að láta hrekjast úr ríkisstjórn, í stað þess að taka pokann sjálfviljugir og biðjast afsökunar? Hvergi annars staðar fengu bankarnir að veðsetja sig á við 10-12 falda landsframleiðslu. Hvergi annars staðar fengu svona guttar að nota sparifé landsmanna eins og dótakassa sem hægt væri að endurnýja þegar allt var búið að brjóta. Nú er ekki bara búið að ræna okkur sparifénu, heldur komum við til með að missa íbúðirnar, líka við sem erum með "góð lán".
Það er sem ég segi, kinnroðalaust snúið þið öllum staðreyndum á hvolf og standið keikir. Þú eins og aðrir xDarar afneitið staðreyndum, hvort heldur varðar hrunið eða önnur spillingarmál ykkar. Sveiattan!
Kolla (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 18:44
Hagstjórnarklúður Sjalfsæðisflokksins verður kennsluefni í Oxford,Harvard og öllum betri skólum í framtiðinni um hvernig hægt er að skita svona rosa hraustlega á sig.
og það á eftir að skrifa margar bækur um það um allan heim hvað gerist þegar spillingaröfl ná svona gríðarlegum völdum eins og þau naðu i Sjálfstæðisflokknum.
Ingólfur (IP-tala skráð) 4.3.2009 kl. 21:32
Ekki verða doðrantarnir færri um efnahagskreppuna um allan heim sem væntanlega er líka Sjálfstæðisflokknum að kenna. Bankar í Bandaríkjunum og um alla Evrópu eru að hrynja hver af öðrum, sem náttúrlega er allt Davíð Oddssyni að kenna.
Þinn málflutningur, Ingólfur, dæmir sig sjálfur og óþarft að hafa um hann mörg orð, Kolla er a.m.k. málefnalegri þó henni sé heitt í hamsi.
Axel Jóhann Axelsson, 5.3.2009 kl. 08:45
Davíð Oddson var reyndar í 15. sæti yfir þá sem skópu efnahagshrunið á heimsvísu, skv Time Magazine.: http://www.time.com/time/specials/packages/article/0,28804,1877351_1877350,00.html
Íslendingar skora hátt, ekki bara heima heldur líka erlendis. Ekki veit ég hvaða númer hann fengi hér heima ef farið yrði í þess háttar innlenda úttekt en númer fengi hann, svo mikið er víst. Ég held að margir af ykkar fremsta fólki fengi líka númer hvort sem þér líkar betur eða verr.
Ps. Ingólfur er ekki ómálefnalegri en hver annar í þessari umræðu. Þetta orð (ómálefnalegur) er stundum notað þegar fólk er komið út í horn með rök.
Kolla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 13:17
"Miklir menn erum vér Hrólfur minn", gætum við Sjálfstæðismenn sagt ef við bærum ábyrgð á banka- og efnahagshruni veraldarinnar.
Samkvæmt listanum úr Time Magazine kemst Davíð ekki hærra en í 21. sæti, en George W. Bush er í því fimmtánda. Á listanum er Bandaríski neytandinn í 16. sæti og Alan Greenspan, fyrrverandi seðlabankastjóri Bandaríkjanna, í því sautjánda. Bill Clinton er í 23. sæti, þannig að samkvæmt kosningu lesenda Time Magazine eru ýmsir okkur ókunnir fjármálamenn sekari en þessir kappar.
Ekki er að efa, að Davíð sómi sér vel á hvaða lista sem er með öðrum stórmennum, en á þessum lista eru áhrif hans á efnahagskerfi veraldarinnar stórlega ofmetin.
Axel Jóhann Axelsson, 5.3.2009 kl. 13:59
Ó, það breytir öllu! (Ekki ætlunin að vera ónákvæm, takk fyrir að leiðrétta mig ). ....Miklir... ég veit það nú ekki en gráðugir, það fer ekki milli mála. Ekki nota svona mikinn klór í hvítþvottinn, þú veist hann skaðar umhverfið...
Kolla (IP-tala skráð) 5.3.2009 kl. 14:25
Þvotturinn er svo lítið skítugur að ekki þarf að nota klór og alls ekki bleikiefni.
Í dag skín sólin og nú eru engir fýlukarlar á ferðinni, bara bros- og hláturkarlar. Svona getur nú lífið verið skemmtilegt, þrátt fyrir allar hörmungarnar sem dynja yfir okkur.
Axel Jóhann Axelsson, 5.3.2009 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.