Öskur(apa)byltingin

Það er aumkunarvert að sjá myndirnar af Öskurbyltingarsinnunum veifandi bjórdósum við varðeldinn á Lækjartorgi á Laugardagskvöldi.  Nafnið á byltingarsamtökum stúdenta "Öskra" er afar lýsandi fyrir málstaðinn.

Sorglegt, hvernig komið er fyrir háskólasamfélaginu þegar svona skríll er farinn að skreyta fíflalætin með tilvísun til "menntunar" sinnar.


mbl.is Friðsælt á Lækjartorgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Er nokkuð ástæða til að svona lið sé að stunda nám á kostnað skattborgara?  Er ekki óhætt bara að hreinsa það útúr Háskólanum?

Hvumpinn, 22.2.2009 kl. 10:17

2 identicon

Jú algjörlega ... þetta eru bara barnalæti á háu stigi. Það virðist líka enginn vita hverju þessi hópur vill ná fram. Þau virðast hafa meiri áhuga á að vera með læti, brenna hluti og eyða peningum skattborgara heldur en að vera málefnaleg og gera eitthvað af viti. Ofvaxin börn.

Joseph (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Einmitt. .. Og þessi setning lýsir þroskastiginu alveg „Stjórnvöld beita lögreglunni til að viðhalda vinnufrið,“

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 22.2.2009 kl. 10:45

4 identicon

Er nokkur ástæða til að mótmæla nokkru eins og staðan er í dag? efnahagur landsinns hefur aldrei verið betri, skuldir íslendinga eiga pottþétt ekki eftir að hafa nein áhrif á framtíð okkar og barna okkar, krónan aldrei verið sterkari, fyrirtæki landinns sterk..og svo er líka búið að banna fólki að mótmæli (enda er engin ástæða til þess)ég held að það sé lang best fyrir okkur öll að horfa bara sem mest á amerikas next top model og sýna dætrum okkar hvernig maður vinnur sér inn virðingu í nútíma samfélagi, láta ellilífeyrir gamlafólksinns og börn landsinns borga þessar skuldir okkar og láta auðmenn landsinns í friði. enda eru þeir alveg æðislega góðir og frábærir menn.. já ég ætla að taka Eggert j. og Hvumpann til fyrirmyndar og gera ekki neitt og láta ekkert af mér leiða, horfa bara sem mest á sjónvarpið og kvarta yfir þeim sem finnst eitthvað að því að mega ekki mótmæla. enda er mér alveg sama um allt alla nema sjálfan mig. ég er búinn að hafa það nokkuð gott hef fengið allskonar dót sem mig hefur langað í á lánum og hinir geta bara borgað það, 

Takk Eggert og Hvumpinn fyrir að hafa opnað á augun fyrir þessu vandamáli!

Kveðja.. Garðar

Garðar (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 11:47

5 identicon

Rosalega eruð þið bilað fólk ???

Friðrik Svanur Sigurðarson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 12:33

6 identicon

Er þetta spurning?

Ef svo er þá; nei... nema kannski Garðar

Joseph (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 13:21

7 Smámynd: Bara Steini

Hvað bjór.

Varstu þarna Níðtönninn þín....

Bara Steini, 22.2.2009 kl. 14:19

8 identicon

Á sama tíma og leiguíbúðir á almenna markaðinum fara ört lækkandi í verði hækkar verðið á íbúðum öryrkja, eldri borgara og námsmanna töluvert. Matvælaverð fer líka ört vaxandi og róttækir stúdentar sem ekki vilja gera sig að samfélagsþrælum með því að fjármagna nám sitt með lánstökum sér kannski ekki fram á að sumarlaunin muni endast né kannski að þeir fái nein sumarlaun fyrir komandi námsár sökum þess að því vanti vinnu.

Á sama tíma horfum við á skuldir foreldra okkar rjúka upp úr öllu valdi svo ört að þeir hafa ekki undan að borga. Við ákveðum að taka námslánin sem við höfðum áður ákveðið að sleppa og láta þau renna óskipt í skuldir foreldranna því fjármagnsfyrirtækin, innheimtufyrirtækin og aðrir ruddar ganga svo hart í innheimtunni að það mætti líkja þessu við andlega handrukkun.

Auðvitað öskrum við.

Rúnar Berg Baugsson (IP-tala skráð) 22.2.2009 kl. 14:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband