20.2.2009 | 09:14
Svartar horfur
Gylfi Zoega telur að erfitt verði fyrir íslendinga að fá lán í útlöndum á næstu árum ef þeir bæti ekki samband sitt við umheiminn. Málið er bara það, að það eru ekki bara íslendingar sem munu eiga erfitt með að fá lán í útlöndum á næstu árum, útlendingar verða líka í vandræðum með að fá lán í sínum heimalöndum næstu árin, því það er banka- og efnahagskreppa um allan heim.
Bankastarfsemi heimsins undanfarin ár hefur ekki byggst á neinum eðlilegum hagfræðilögmálum, heldur hefur "nýja hagkerfið" byggst upp á Matadorspili með allskyns fjármálagerningum sem engin verðmæti voru á bakvið. Snillingarnir lærðu ekkert á netbólunni en fóru þess í stað að selja hver öðrum allskyns vöndla sem þeir á endanum skildu ekkert í sjálfir og þá hrundi "nýja hagkerfið".
Þetta kallar á uppstokkun peningakerfisins í heild og milliríkjaviðskipti verða ekki eins og áður, allra síst á fjármálasviði. En þegar sæmilegt skikk kemst á fjármálakerfið aftur er það eðli peninganna að leita þangað sem vextir eru hæstir hverju sinni og þá þarf traust auðvitað að vera fyrir hendi.
Vinstri stjórn á Íslandi mun ekki skapa það traust sem Ísland mun þarfnast á erlendum fjármálamörkuðum.
Gylfi Zoëga: Svartar horfur á Íslandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú vilt frekar hægri mennina áfram.... þá sem bjuggu til þetta hrun... common Axel... þessi málflutningur er hlægilegur núna í ljósi sögunnar.
Jón Ingi Cæsarsson, 20.2.2009 kl. 09:46
Banka- og efnahagskreppa heimsins er varla hægri mönnum á Íslandi að kenna. Reyndar voru reglurnar allar teknar upp með EES tilskipunum. Ekki stjórna íslenskir hægri menn í þeim löndum öllum og ekki heldur í Bandaríkjunum, Japan, Kína o.s.frv.
Hitt vita jú allir, að efnahagskreppa veraldarinnar er Davíð Oddssyni að kenna.
Axel Jóhann Axelsson, 20.2.2009 kl. 09:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.