Efnahagshrun?

Alltaf versna fréttirnar af efnahagsmálum heimsins.  Obama skrifar undir "yfirgripsmestu efnahagsaðgerðir" veraldarsögunnar og nú koma fréttir af miklum samdrætti í landsframleiðslu OECD ríkjanna.  Athyglisvert er að samdráttur landsframleiðslunnar er 50% meiri í ESB löndunum en í Bandaríkjunum, en ekki berast fréttir af sérstökum neyðarlögum frá ESB.

Mesti samdráttur landsframleiðslu í OECD síðan mælingar hófust auka alls ekki bjartsýni á að kreppan leysist alveg á næstunni.  Fróðlegt verður að fylgjast með hvort þetta gengur af ESB dauðu.

Kannski lagast þetta allt saman, þegar "aðgerðastjórnin" verður búin að koma Davíð Oddssyni úr seðlabankanum, enda á hann sök á efnahagsvanda heimsins, eins og allir vita.


mbl.is Mesti samdráttur hjá OECD
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Já mikið ósköp hefur Davíð náð að klúðra málum vítt um heimsbyggðina og engin okkar tók eftir því meðan hann framkvæmdi sín myrkraverk!!!

Björgunarpakki Obama virðist ætla að ná skammt, eins og björgunarpakki Bush.  Sama má segja um björgunarleiðangur ESB landa gagnvart bönkum þeirra landa.

ESB með sitt staðnaða hagkerfi til margra ára, eða frá því þeir tóku upp Evruna og allt það atvinnuleysi sem þar hefur verið stöðugt um langa hríð, sér nú fram á alvarlegan samdrátt, efnahagslegt hrun og enn meira atvinnuleysi.  Enn á ný mun ESB halda áfram að fjarlægjast BNA efnahagslega og á öllum sviðum. 

Það er deginum ljósara að við eigum ekki samleið með ESB því við ætlum að sækja fram.

Bestu kveðjur,

Tómas Ibsen Halldórsson, 18.2.2009 kl. 12:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband