Krónubréfin

Þrátt fyrir sífellt tal um opna umræðu og gegnsætt upplýsingaflæði virðist aldrei vera hægt að fá á hreint um hvaða upphæð er að ræða í svokölluðum krónubréfum.  Ekki kemur heldur almennilega fram hver er skuldarinn að þessum bréfum.  Eru það gömlu bankarnir, seðlabankinn, ríkissjóður eða fyrirtæki sem seldu útlendingunum þessi skuldabréf. 

Hafi það verið gömlu bankarnir hljóta krónubréfin að lenda í uppgjöri þeirra þrotabúa, en sá hluti sem er útgefinn af seðlabankanum eða ríkissjóði hlýtur að vera skráður og upphæðir þekktar, þó ekki sé nákvæmlega vitað hverjir eigendur skuldanna eru.  Auðvelt hlýtur að vera að auglýsa eftir þeim, þannig að hægt sé að gera sér grein fyrir hve stór hluti er í eigu erlendra aðila.  Það er í raun ótrúlegt að þetta sé ekki vitað.

Þegar þetta lægi ljóst fyrir væri sjálfsagt auðveldast að lífeyrissjóðirnir keyptu þessi skuldabréf, enda eru þeir eign okkar, almenningsins sem situr í súpunni, enda fengju þeir ríkistryggð skuldabréf (verðbætt) í staðinn og innleystu um leið mikinn gengishagnað af erlendum eignum sínum.


mbl.is Vill semja um krónubréfin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin er, (a)  hver aetti ad hafa thessar upplysingar, (b) aettu thessar upplysingar ad vera gefnar almenningi.

Svarid vid (a) er Sedlabanki og Fjarmalaeftirlit. Fjarmalaeftirlit var onytt fra upphafi og virdist aldrei hafa verid alvoru stofnun heldur bara formsatridi. Sedlabanki og stjorar hans eru i rimmu vid stjornvold plus thad ad their hafa ekki vit a thvi sem er ad gerast enda ekki alvoru serfraedingar a thessu svidi. Thad er athyglisvert ad thegar stjornarformadur Federal Reserve i BNA talar tha heldur heimurinn i ser andanum.Vid eigum enga slika menn.

Svarid vid (b) er ad thad er engin hefd fyrir thvi a Islandi ad almenningur fai uplysingar fra rikisvaldinu. Thad eru engin log eda akvaedi um upplysingaskyldu. Thad er athyglisvert t.d. ad i Bretlandi tha er hefd fyrir thvi a midvikudogum ad forsaetidradherra svarar spurningum thingmanna i thinginu fyrir opnum tjoldum. I BNA starfa nefndir i thingingu sem hafa vald til ad kalla menn inn a teppid og taka af theim nokkurs konar skyrslu. Thetta er bara ekki til a Islandi og mun ekki komast a i neinni fyrirsjaanlegri framtid.

Thad er vel hugsanlegt lika ad oreidan se slik ad thessar upplysingar seu ekki til a neinum einum stad. Hugsanlega er buid ad eydileggja gogn. Eg tel alls ekki vist ad thessar upplysingar liggi fyrir svo audveldlega i okkar kerfi.

Caramba!

Kristjan Gunnarsson (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 14:57

2 Smámynd: Vilhjálmur Þorsteinsson

Þetta er talsvert flókin mynd.  Útgefendur og skuldarar bréfanna eru aðilar á borð við Toyota og Evrópska þróunarbankann.  Síðan eru þeir löngu búnir að breyta krónunum sem þeir fengu fyrir bréfin yfir í evrur, en aðrir milligönguaðilar - innlendir og erlendir bankar - tóku yfir krónuáhættuna.  Sumir þessara milligönguaðila eru farnir á hausinn, t.d. íslensku bankarnir gömlu.  Það er þess vegna ekki alveg auðvelt að finna út hver nettóstaðan er sem situr eftir í krónu.

En eitt er á hreinu: það er ekki ríkið eða Seðlabankinn sem skuldar þessa peninga.  Hins vegar veldur það landsmönnum búsifjum þegar erlendur eigendur krónanna vilja breyta þeim í gjaldeyri og hverfa á braut með hann, því þá veikist krónan.   Þess vegna er mikilvægt að ná samkomulagi um skipulegt brotthvarf þeirra.

Vilhjálmur Þorsteinsson, 17.2.2009 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband