Atvinnutækifæri

Ekki byrjar nýja ríkisstjórnin vel í umræðunni um atvinnumál, iðanaðarráðherrann segir að álver á bakka sé ennþá á borðinu, en umhverfisráðherrann virðist ætla að sópa málinu út af borðinu.

Nú þarf á allri atvinnusköpun að halda sem möguleg er, hvort sem er álver, hvalveiðar eða annað.  Sprotafyrirtæki eru góðra gjalda verð, en þau munu ekki skapa tuttuguþúsund störf á næstu árum.

Tíu prósenta atvinnuleysi til lengri tíma er algerlega óásættanlegt fyrir Íslendinga, enda erum við ekki vön slíku, þótt sú atvinnuleysisprósenta þyki ekkert sérstaklega há í Evrópusambandslöndum (og telst nokkuð gott þar í góðærum).

Það er ekki gæfulegt ef vinstri stjórnin ætlar að byrja á því að blása af bæði álver og hvalveiðar í fyrstu starfsvikunni.


mbl.is Álver í Helguvík en ekki á Bakka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband