Ríkisstjórn í dag eða á morgun

Erfiðlega gengur að mynda ríkisstjórn til bráðabirgða.  Undarlegt er að eftir fimm daga vinnu, þar sem sagt var að nótt hefði verið lögð við dag, til þess að vanda stjórnarsáttmálann, skuli hann ekki hafa verið burðugri en svo að Framsóknarmenn sögðu hann svo óljósan og ómarkvissan að ekki væri hægt að skrifa upp á kosningavíxilinn.

Hagfræðingar Framsóknar sögðu verkáætlunina óskýra og í raun ónothæfa, þannig að leggja yriði fram nýja aðgerðaáætlun til bjargar heimilunum.

Hvað var verið að gera alla vikuna.  Var eingöngu verið að þrefa um ráðherraembættin?

 


mbl.is Stjórn mynduð í dag eða á morgun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Samfylkingin á að skila stjórnarmyndunarumboðinu STRAX og láta framsókn um að svara fyrir helvítis frekjuna og bullið. Og í framhaldi af því mundi framsóknarflokkurinn endanlega þurrkast út í kosningunum í vor.

corvus corax, 31.1.2009 kl. 11:28

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Krummi, er það helvítis frekja að þeir sem taka tilboði Framsóknar uppfylli þau skilyrði sem sett voru í tilboðinu í upphafi?

Gestur Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 11:34

3 identicon

Hvað var Framsókn að gera alla vikuna? Voru þeir ekki með ákveðnar hugmyndir, þarf alla helgina í að skoða málið  - gera sig breiða? Mér fannst sorglegt að sjá Sigmund, sem hingað til hefur horft beint í augun á viðmælanda sínum og viðurkennt að hans flokkur hefur ekki umboð, segja með hviku augnaráði að Framsókn þurfi meiri tíma. Þarna er flokkseigendafélagið að þrýsta á hann. Enda er helst á Siv Friðleifsdóttur að skilja í útvarpinu núna að Framsókn sé í fýlu yfir að boðað var til blaðamannafunda of snemma að þeirra mati. Fattar þetta fólk ekki að almenningur er orðinn fullsaddur af svona plotti og fléttum?

Guðrún Helgadóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 11:40

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Guðrún, telur þú að það hafi verið hlutverk Framsóknar að skrifa stjórnarsáttmálann fyrir VG og S?

Gestur Guðjónsson, 31.1.2009 kl. 11:45

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það kom fram að Framsóknarmenn fengu ekki að sjá stjórnarsáttmálann fyrr en kl. 13:30 á föstudag og þá var búið að boða fréttamenn til fundar við styttu Jóns Sigurðssonar kl. 18:00.

Var ekki lágmarkskurteisi að sýna Framsókn plaggið áður en boðað var til sýndarmennskunnar við fótstall Jóns.

Axel Jóhann Axelsson, 31.1.2009 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband