Ólafur Ragnar vitnar um stjórnarstefnuna

  Þarf frekari vitna við um helsta stefnumál nýrrar ríkisstjórnar?  Það hlýtur að mega treysta því að forsetinn viti hver grundvallaratriði í nýrri stjórnarstefnu eru:  Persónulegar hefndir Ingibjargar Sólrúnar á Davíð Oddsyni vegna væringa þeirra á milli í fortíðinni.  Nú er stund hefndarinnar runnin upp og eins og ég hef sagt áður er það heimssögulegur atburður að mynduð skuli ríkisstjórn til slíkra verka.  Eftirfarandi birtist á Eyjan.is í morgun (skáletrunin er mín):

  Forsetinn á BBC: Ný stjórn Seðlabankans grundvallaratriði í nýrri stjórnarstefnu

org-bessastadir-stjorn.jpgForseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sagði í viðtali við BBC í dag að breyting á stjórn Seðlabanka Íslands væri meðal grundvallaratriða þeirrar stjórnarstefnu sem nú væri í smíðum í kjölfar stjórnarslita í landinu.

Í Reuters-frétt af viðtalinu segir að vangaveltur um að Davíð Oddsson seðlabankasjtóri missi stöðu sína hafi vaxið í stjórnmálaumróti síðustu daga. Davíð sé bandamaður fráfarandi forsætisráðherra og helsti skotspónn mótmælenda.

“Í viðræðum og ráðagerðum með leiðtogum þeirra flokka sem mynda munu ríkisstjórn næstu daga, er algerlega ljóst að ein stoðanna í nýrri stjórnarstefnu er breytt stjórn Seðlabankans,” sagði Ólafur í viðtalinu.

Þegar hann var spurður um hvenær nýjar kosningar yrðu sagði Ólafur: “Það verður líklega einhvern tíma milli apríl, maí eða júní. Það verður örugglega fljótlega.”


mbl.is Nýr fundur klukkan 10
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband