29.12.2020 | 13:10
Þetta er ekki búið, fyrr en það er búið
Heilbrigðisráðherra hefur hvað eftir annað gefið villandi upplýsingar um hvenær bóluefni muni berast til landsins. Hún hefur marg sagt að fyrsta sending frá Pfeiser yrði tíuþúsund skammtar og síðan myndu berast þrjúþúsund skammtar á viku eftir það næstu þrjá mánuði.
Til viðbótar kæmu bóluefni frá öðrum framleiðendum og í dag kynnti hún viðbótarsamning við Pfeiser um eitthundraðognítíuþúsund skammta, en hins vegar væri ekkert vitað hvenær sú viðbót bærist til landsins.
Þessar upplýsingar ráðherrans hafa vakið vonir um að hjarðónæmi yrði náð í landinu innan nokkurra vikna, en við nánari skoðun á þeim upplýsingum sem berast t.d. frá landlækni og forstjóra Landspítalans, er ekkert sem bendir til þess að hjarðónæminu verði náð fyrr en í fyrsta lagi í vor og jafnvel ekki fyrr en með haustinu.
Í viðhangandi frétt fagnar forstjóri Landspítalans "þessum vonandi lokakafla í farsóttinni", en þó er eftirfarandi haft eftir honum: Það fer bara eftir því hversu fljótt við fáum bóluefnið miklu frekar en annað. Við getum auðveldlega bólusett hundruð einstaklinga hér á hverjum degi með öruggum hætti. Takmarkandi þáttur er því ekki geta okkar heldur það hversu hratt bóluefnið berst. Við vonum bara það besta þar, við erum með allar klær úti.
Það veitir ekki af að brýna fólk til að halda áfram að viðhafa allar varúðarráðstafanir, því eins og sagt er af ýmsum tilefnum: "Þetta er ekki búið, fyrr en það er búið"
Slaka ekki á sóttvörnum fyrr en hjarðónæmi er náð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
En svo hjó ég eftir því að þessir 10.000 skammtar sem komu í fyrradag, eru inni í þessum 3.500skömmtum sem áttu að koma vikulega þar til í mars. MEÐ ÖÐRUM ORÐUM VIÐ HÖFUM VERIÐ AÐ FÁ RANGAR UPPLÝSINGAR ALLAN TÍMANN. Ber kommakellingin sem er Heilbrigðisráðherra ENGA ábyrgð??????
Jóhann Elíasson, 30.12.2020 kl. 09:12
Já, upplýsingarnar hafa vægast sagt verið misvísandi. Í gær kom fram hjá Þórólfi að þessir vikuskammtar væru svo litlir að ekki taki því að fá þá senda, svo næsti skammtur, álíka "stór" og þessi sem kominn er, komi líklega í enda Janúar eða byrjun Febrúar.
Til viðbótar er daglega sagt frá nýjum samningum um kaup á stórum skömmtum af bóluefni, sem duga muni til að ná hjarðónæmi þjóðarinnar. Eini gallinn sé að ekki sé vitað hvenær hægt verði að afgreiða allar þessar birgðir af bóluefni, líklega samt ekki fyrr en einhvern tímann í vor eða sumar (í fyrsta lagi).
Vonandi kemur þetta til með að ganga betur en útlit er fyrir núna, en það er ámælisvert hvernig yfirvöld, sérstaklega heilbrigðisráðherrann, hafa dregið þjóðina á asnaeyrunum og talið okkur trú um að Janúar yrði einhver endapunktur í baráttunni við veiruna.
Axel Jóhann Axelsson, 30.12.2020 kl. 18:20
Svo er það með tegundirnar sem komu,barna barn mitt fékk sprautu í fyrradag og sagt að hann fái svo hina eftir 3 vikur..---líklega gerðin sem nýtist á þann hátt.....fávís kona.
Helga Kristjánsdóttir, 31.12.2020 kl. 01:20
Það kemur sífellt betur og betur í ljós að allar upplýsingar sem koma frá heilbrigðisráðherranum eru afar villandi, enda er hún komin í kosningagírinn og farin að lofa upp í ermina á sér í stað þess að leggja staðreyndirnar á borðið.
Axel Jóhann Axelsson, 31.12.2020 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.