Ríkið skili fjármunum Ofanflóðasjóðs strax

Þegar Ofanflóðasjóður var stofnaður var hvergi minnst á að framlag fasteignaeigenda væri skattur sem renna ætti í ríkissjóð og sem mætti nota í almennan rekstur rísins.

Þvert á móti var gert ráð fyrir að stjórn sjóðsins færi með ákvarðanatöku um árlegar framkvæmdir sjóðsins í samráði við sveitarstjórnir á hættusvæðum og árlega skyldi ríkissjóður leggja sjóðnum til fé við afgreiðslu fjárlaga.

Í 12. grein laganna um sjóðinn segir um tekjuöflun hans að fasteignaeigendur skuli greiða 0,3% af vátryggingarmati fasteigna og svo segir í næstu málsgrein:  

"Árlegt framlag á fjárlögum í samræmi við framkvæmdaáætlun sem lögð skal fram við gerð fjárlaga hverju sinni."

Það kemur sem sagt skýrt fram að ríkissjóður skal leggja fram fjármagn árlega til ofanflóðavarna, en alls ekki er reiknað með að fjármálaráðherra hverju sinni, eða Alþingi, eigi að ákveða hvernig framkvæmdum skuli hagað og hvað þá að þingið geti ákveðið að haldleggja framlög fasteignaeigenda til sjóðsins og eyða þeim í eitthvað algerlega ótengdu ofanflóðavörnum.

Nú er rætt um að endurskoða málið við næstu endurskoðun fimm ára fjárhagsáætlunar ríkisins, þ.e. fyrir árin 2021-2025.

Að sjálfsögðu á að endurskoða allt þetta mál nú þegar og setja framkvæmdir við ofanflóðavarnir í gang strax í samræmi við upphaflegan tilgand sjóðsins.

 

 


mbl.is Brotnaði niður á íbúafundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband