28.5.2019 | 22:24
Glæpamenn í skjóli alþjóðlegrar verndar
Í nýrri skýrslu lögreglunnar um skipulagða glæpastarfsemi kemur margt forvitnilegt og ekki síður undarlegt í ljós, t.d. að um sé að ræða marga glæpahópa sem telji tugi manna og stundi allar þær tegundir glæpa sem fyrirfynnast.
Til dæmis kemur fram í skýrslunni að: "Rannsóknir lögreglu leiða í ljós að einstaklingum sem tengjast þessum þremur hópum hefur verið veitt alþjóðleg vernd á Íslandi m.a. á grundvelli kynhneigðar. Nokkrir þessara karlmanna frá íslömsku ríki hafa verið kærðir fyrir kynferðislega áreitni gagnvart konum hér á landi." Á að skilja þetta svo að karlmenn sem fengið hafa hæli hér á landi vegna samkynhneygðar áreiti konur eftir að alþjóðlega verndin er fengin? Eru þeir kannski að beita blekkingum varðandi kynhneygðina?
Annað sem ekki síður er athyglisvert er: "Leiðtogi eins hópsins hefur á síðustu misserum sent tugi milljóna króna úr landi. Sami maður hefur þegið félagslega aðstoð af margvíslegu tagi, þ. á m. fjárhagsaðstoð á sama tíma. Fyrirliggjandi upplýsingar eru á þann veg að innan hópa þessara sé að finna réttnefnda kerfisfræðinga; einstaklinga sem búa yfir yfirgripsmikilli þekkingu á kerfum opinberrar þjónustu og félagsaðstoðar hér á landi."
Hvernig stendur á því að erlendir glæpamenn geti verið á opinberri framfærslu á Íslandi, stundað stórfell afbrot og sent tugi milljóna króna úr landi innpakkaðir í bómull hjá íslenskum félagsmálayfirvöldum?
Eins vaknar spurningar um hvers vegna mönnum sem áreita konur eru ekki sviptir alþjóðlegu verndinni og ekki síður hvort ekki sé a.m.k. hægt að svipta glæpaforingjann örorkubótunum í ljósi tugmilljónanna sem hann hefur handbærar og getur sent óhindrað hvert á hnöttinn sem honum sýnist.
Ekki síst er undarlegt ef þessir menn geti allir haldið áfram glæpastarfsemi sinni þrátt fyrir að lögregluyfirvöld virðist vita um allt um þeirra háttsemi.
Leiðtogi sent tugi milljóna úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Ekki síst er undarlegt ef þessir menn geti allir haldið áfram glæpastarfsemi sinni þrátt fyrir að lögregluyfirvöld virðast vita allt um þeirra háttsemi." Akkúrat sem ég hef verið að hugsa. Hvernig má það vera að ekkert sé gert í málunum ef þeir hafa verið að ransaka þetta? Þeir hljóta að hafa mera en "rökstuddan grun" um að það sé verið að fremja glæp. Afhverju er ekki þessum aðilum fylgt út á Keflavíkurvöll og þeir sendir til síns heima hið snarasta?
Alexander Smári Gjöveraa (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 00:02
Ekki stafkrókur um þessa skýrslu á Ruv né neinum af þessum pólitísku rétttrúnaðarfjölmiðlum. Líklega trúa þeir að staðreyndirnar hverfi ef þeir loka augunum.
Jón Steinar Ragnarsson, 29.5.2019 kl. 12:54
Látum vera þótt glæpamenn slæðist inní landið, en það ætti að vera óþarfi að rækta þá með opinberum fjárstuðningi. Held að yfirvöld þurfi að taka aðeins til í þessum bransa.
Kolbrún Hilmars, 29.5.2019 kl. 14:45
Blessaður Axel!
Stjórnlaust land. Algerlega vanhæfur forsætisráðherra vanhæfur Logreglustjóri í Reykjavík.
Allt látið reka á reyðanum, Og á pakkaflekanum rekum við að FEIGÐAR'OSI.
Kv af suðurlandi
Óskar Kristinsson, 29.5.2019 kl. 17:11
Það er vel þekkt að men frá islamska ríki misnota konur hvar sem þeir fara. Hvers vegna í helvíti getur þeir koma hingað - það á að vita að blekking og lygar eru naturuleg til þeim.
Merry (IP-tala skráð) 29.5.2019 kl. 18:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.