Blóðhundarnir eru ennþá á ferðinni

Nú þegar rifjuð er upp aðförin að Steinunni Valdísi Óskarssyni á árinu 2010 fyrir engar aðrar sakir en að hafa hagað prófkjörsbaráttum sínum á sama hátt og aðrir stjórnmálamenn fyrr á tíð og aldrei verið sýnt fram á að hún, eða aðrir, hafi brotið nokkur lög sem þá voru í gildi né að um óeðlileg tengsl hafi verið að ræða við þá sem styrkina veittu.

Steinunn Valdís var hins vegar talin liggja vel við höggi og vera auðveldari bráð en margur annar, vegna þess að hún var kona og móðir og því myndi ofbeldið sem heimili hennar var beitt verða árangursríkara en ef skrílslætin væru í frammi höfð fyrir utan heilimi Dags B. Eggertssonar, eða annarra sem samskonar styrki þáðu í prófkjörsbaráttu sinni.

Á sínum tíma var aðförin að Steinunni Valdísi fordæmd á þessari bloggsíðu, t.d. hérna: 

https://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1045434/  og hérna:  

https://axelaxelsson.blog.is/blog/axelaxelsson/entry/1060363/

Óþjóðalýðurinn sem stóð að þessari aðför að Steinunni Valdísi ætti að skammast sín fyrir fólsku sína og óþverrahátt, en til þess eru líklega litlar líkur og frekar að sagan endurtaki sig, eða eins og sagt var í einum þessara bloggpistla:  "Það er lágmarkskrafa, að í réttarríki sé hver maður álitinn saklaus, þangað til annað sannast og algerlega óásættanlegt að sá sem saklaus er, skuli þurfa að leggja fram sérstakar sannanir þar um, eingöngu vegna ofsókna ákveðins hóps í þjóðfélaginu, sem heilagari þykist vera en aðrir.

Með afsögn Steinunnar Valdísar hafa blóðhundarnir náð að rífa í sig fyrsta fórnarlambið og þegar þeir komast á bragðið hætta þeir aldrei árásum sínum og fá aldrei nóg. Að því leyti til er afsögn Steinunnar Valdísar óheppileg, en skiljanleg vegna þeirra ofsókna sem hún hefur orðið fyrir af hendi óvandaðra manna, því þarf sterk bein til að þola slíkt á heimili sínu, kvöld eftir kvöld.

Jafnvel þó allir, sem eina krónu hafa þegið í styrki vegna stjórnmálabaráttu sinnar, segðu af sér strax á morgun, myndu blóðhundarnir ekki hætta að gelta og glefsa, því þá yrðu bara einhverjir aðrir fyrir barðinu á þeim, þar sem blóðþorstinn slökknar ekki þó ein bráð sé felld.

Það er ófögur birtingarmynd þess þjóðfélags sem hér virðist vera að mótast, þegar löghlýðnir borgarar geta ekki orðið um frjálst höfuð strokið fyrir sjálfskipuðum aftökusveitum."

Því miður virðist fátt hafa breyst í þessum efnum, eins og ósvífnar árásir á Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, hafa sýnt undanfarnar vikur og ef að líkum lætur verður þeim haldið eitthvað áfram, eða a.m.k. þangað blóðhundarnir finna sér aðra bráð til að gelta að og glefsa í.


mbl.is „Öskureið að rifja þetta upp“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Mikið til í þessu Axel.

M.b.k.

Sigurður Kristján Hjaltested, 6.12.2017 kl. 18:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband