Eins gott að vera ekki með lausa skrúfu

Katrín Jakobsdóttir ætlar að reyna að "skrúfa saman" stjórnarsáttmála fjögurra flokka sem ekki eiga annað sameiginlegt en að hafa verið í stjórnarandstöðu síðast liðið ár og sumir reyndar lengur.

Hún segir að nú sé ekki tími til að leysa öll heimsins vandamál, en einbeita eigi sér að fáum og stórum málum og sjá svo til með smærri mál og treysta einfaldlega á guð og góðar vættir um að þau leysist í sátt og samlyndi.

Ríkisstjórn, sem samansett er úr fjórum flokkum, sem hefur aðeins eins manns meirihluta á þingi er nánast dæmd til að verða skammlíf og ekki síst ef ekki er nánast hvert einasta smáatriði sem hugsanlega gæti komið upp á heilu kjörtímabili algerlega samanskrúfað og vel hert alveg frá upphafi.

Alltaf koma upp óvænt mál á hverju ári og eins og sýndi sig í síðustu ríkisstjórn þurfti ekki annað en taugaveiklun nokkurs hóps fólks sem sat í hring heima hjá Óttari Proppé, þar sem hver hafði eina mínútu til að leggja sitt til málsins, til að ákveðið hefði verið að hlaupast undan ábyrgð og efna til nýrra kosninga.  Björt framtíð uppskar í samræmi við sáningu sína og er nú aðeins örstutt málsgrein í stjórnmálasögu landsins.

Stjórn sem ætlar að leggja upp í heilt kjörtímabil eingöngu með vonir um gott samstarf sín á milli og samvinnu stjórnarandstöðunnar í einstökum málum verður afar líklega skammlíf.


mbl.is Reyna að „skrúfa saman“ í sáttmála
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Inga Sæland er ekki eign annarra en sinna eigin hugsjóna.

Þeir skilja ekki hvað orðið hugsjón þýðir, þarna á harðlínuhægri M-miðjunni.

Nú er sem betur fer búið að ræna "Soffíu frænku" aftur til baka. M-harðlínu hægri leist líklega ekkert á blikuna þegar þeir áttuðu sig á að Inga Sæland er ekki einhver gervi hugsjóna dúkkulísa, sem hlýðir harðstjórunum samviskulausu í blindni.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 2.11.2017 kl. 22:38

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Er þetta það sem er kallað að "screw a government" eða "screw together a government"? 

 Er ekki alveg með á nótunum, en það er nú ekkert nýtt.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 3.11.2017 kl. 01:46

3 identicon

Nú er Ólafur Ísleifsson málpípa Flokks Fólksins á Útvarpi Sögu?

Pétur virðist vera búinn að steingleyma Ingu Sæland? Hvað breyttist hjá Pétri Gunnlaugssyni, frá því að hann var að verja Ingu Sæland?

Þeir sem kusu Flokk Fólksins voru fyrst og fremst að kjósa hugsjónakonuna Ingu Sæland og baráttumanninn Guðmund Inga Kristinsson.

En ekki Ólaf Ísleifsson.

Þó hann sé eflaust sæmilega menntaður og siðferðislega sæmilega vel þenkjandi? Ólafur Ísleifsson orðinn að marklausri dúkkulíku Háskóla-vitleysis-hringlinu, eftir kosningarnar í fjölmiðlaþöggunar Íslandinu hér norður á harðbýlum hjara veraldar?

Og lögfræðiskrifstofurnar bankaráns stýrðu hóta öllu illu, ef fjölmiðlar segja frá?

Heilög María Guðsmóðir og leiðbeinendur allra, hjálpi öllu fólki að sjá í gegnum blindbylinn, eins og svona kerfisblekkjandi og háskoluð heila-þoka kallast réttilega, hér á hjara veraldar norðursins.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 3.11.2017 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband