Er þróunin í átt til smáríkja í stað stórra

Katalónía stefnir í sjálfstæðisátt, þrátt fyrir öfluga mótspyrnu yfirvalda í Madrid, og líklegast er að sjálfstæðiskröfurnar aukist og Katalónar þjappist saman í sjálfstæðiskröfunum í framtíðinni.

Hugsanlega myndu fleiri héruð Spánar fylgja í kjölfarið ef Katalóníu tækist að verða að sjálfstæðu ríki og nægir að nefna Baskahéruðin, Andalúsíu og Aragon sem dæmi í því sambandi, en nú samanstendur Spánn af sautján sjálfstjórnarhéruðum.

Skotar hafa sýnt áhuga á að skera sig frá Bretlandi og verða sjálfstæðir og nú síðast eru að bætast við norðuhéruðin á Ítalíu, þ.e. þau ætla að láta kjósa um hvort þau fengju meiri sjálfstjórn í sínar hendur um málefni og fjárhag héraðanna.

Í fréttinni kemur fram, haft eftir land­stjór Lomb­ar­do-héraðs, Roberto Mar­oni: "Við ætl­um að vera enn inn­an Ítal­íu en með aukna sjálfs­stjórn á meðan Katalón­ía vill verða 29. ríki Evr­ópu­sam­bands­ins. Ekki við. Ekki núna."  Lokaorðin tvö, ekki núna, segja mikið um hvert framhaldið muni verða síðar.

Líklega endar Evrópa með að verða samsafn smáríkja í framtíðinni og ótrúlegt að ESB tórði þá lengi í óbreyttri mynd. 

 


mbl.is Ítölsk héruð vilja aukna sjálfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband