Búseta í Evrópu eykur ekki lýðræðisást Tyrkja

Undanfarin ár hefur Erdogan forseti Tyrklands unnið að því öllum ráðum að auka persónuleg völd sín og beitt til þess ýmsum misvafasömum meðulum og í mörgum tilfellum ofsóknum og fangelsunum þeirra sem hann hefur talið andstæðinga sína, eða flækst gætu fyrir einræðisáætlunum hans.

Til að láta líta út fyrir að þær stjórnarskrárbreytingar sem nauðsynlegar eru fyrir hann til að tryggja einveldi sitt endanlega væru með vilja þjóðarinnar var efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu um tillöguna og var hún eftir mikla og óheiðarlega kosningabaráttu Erdogans og fylgifyska samþykkt naumlega.

Það sem vekur hins vegar mesta athygli er að Tyrkir, sem búsettir hafa veið í lýðræðislöndum Evrópu árum og áratugum saman, virðast vera meiri stuðningsmenn einræðistilburða Erdogans en þeir sem búa í heimalandinu.  A.m.k. samþykktu þeir sem í lýðræðisríkjunum búa tillöguna með meiri mun en almennt gerðist heimafyrir.  Jafnvel í stærstu borgum Tyrklands var tillagan felld, en samþykkt af þeim sem búa í stórborgum lýðræðisríkjanna.

Þetta má sjá glögglega í meðfylgjandi frétt, t.d. af þessu:  "Um 5% þeirra sem voru á kjör­skrá búa utan Tyrk­lands, eða um 2,9 millj­ón­ir Tyrkja. Um helm­ing­ur þeirra býr í Þýskalandi og þar greiddu 63% at­kvæði með stjórn­ar­skrár­breyt­ing­unni. Í Aust­ur­ríki sögðu um 73,5% kjós­enda já og rúm­lega 75% í Belg­íu og 71% í Hollandi. Helst voru það þeir Tyrk­ir sem eru bú­sett­ir í Sviss sem vildu halda óbreyttu ástandi, en þar greiddu aðeins 38 pró­sent at­kvæði með breyt­ing­unni."

Þetta bendir ekki til að lýðræði falli sérstaklega vel í geð tyrkneskra innflytjenda í Evrópu og hljóta menn að velta fyrir sér ástæðum þess.


mbl.is Meirihluti Tyrkja í Evrópu sagði já
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Auðvitað er þetta vísbending um það að Tyrkir búsettir í Evrópskum lýðræðisríkjum hyggist flytja aftur til Tyrklands, þegar Erdogan hefur fest sig í sessi....

Jóhann Elíasson, 17.4.2017 kl. 14:46

2 Smámynd: Sæmundur G. Halldórsson

Ástæða þessa er einföld og frekar sorgleg. Tyrkir búsettir í Evrópulöndum komu sem gestaverkamenn (Gastarbeiter)úr fátækustu og vanþróuðstu héruðum Tyrklands. Í einmitt þeim héruðum var stuðningur mestur við einræðistilburði Erdogans. Upplýst fólk býr í stórborgunum og við vestur- og suðurströndina. Þar kaus fólk gegn frumvarpinu. Sorglegt er að innflytjendur til Vestur-Evrópu hafi ekkert lært af opnum, lýðræðislegum þjóðfélögum sem tóku á móti þeim. Þeir höfðu ekki þann menningarlega bakgrunn sem þurfti. Menntafólk aðlagast alls staðar að nýjum aðstæðum. Ólæsir þorpsbúar sitja fastir í fornum hefðum og verða afturhaldssamari í útlegðinni en ef þeir hefðu verið áfram heima! Tyrkneskar verkamannafjölskyldur í Þýskalandi góna á tyrkneskt gervihnattasjónvarp og hlýða blint því sem predikað er í moskunum (sem tyrkneska ríkisstjórnin stjórnar). Aðlögun að evrópsku samfélagi er lítil sem engin. Þeir úr þessum hópi sem brjótast til mennta og gerast gagnrýnir á feðraveldi þorpsbúanna og afturhald íslams mega búast við grófum persónuárásum frá sínu gamla samfélagi en líka frá evrópskum vinstrisinnum og fjölmenningarsinnum sem rugla allri gagnrýni á íslam saman við rasisma.

Sæmundur G. Halldórsson , 17.4.2017 kl. 15:12

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ein skýringin er sú að eins og fram kemur hjá Sæmundi þá fylgjast Tyrkir í Evrópu fyrst og fremst með því sem gerist í Tyrklandi í tyrkneskum fjölmiðlum sem Erdogan og hans menn stjórna. Þeir eru hins vegar ekki í landinu og sjá því bara glansmyndina sem Erdogan býður upp á í þessum fjölmiðlum og átta sig því síður en þeir sem eru í landinu og upplifa ástandið á því að þetta er fölsk glansmynd sem haldið er á lofti í fjölmiðlum.

Ég held því að það hafi frekar verið vegna fáfræði um það sesm þarna er raunverulega á ferðinni heldur en lítil ást á lýðræði sem olli því að þeir kusu flestir með Erdogan. Ég efast um að þeir hafi áttað sig á því að þessi tillaga myndi ganga að líðræðinu dauðu þegar þeir merktu við kjörseðilinn.

Sigurður M Grétarsson, 18.4.2017 kl. 08:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Fáfræði, eftir jafnvel áratuga búsetu í Evrópu, getur varla verið skýringin.  Fólkið hlýtur að sjá og heyra fréttir í fjölmiðlum, það er að segja ef það hefur þá nokkurn tíma lært tungumál nýja landsins.

Það hlýtur að vera of auðveld skýring að allar þessar milljónir Tyrkja sem í Evrópu búa séu að meiri hluta einfeldningar, sem skilji ekki upp eða niður í samfélögunum sem það býr í.

Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2017 kl. 10:49

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Axel. Hvaðan heldur þú að Íslendingar búsettir erlendis nái í fréttir af því sem er að gerast á Íslandi? Þetta snýst ekki um að fólk sem ekki búið að læra tungumál þess ríkis sem það býr í heldur að þeir hafa betri tök á móðurmálinu og kjósa því frekar að fá fréttir á því máli heldur en máli landsins sem þeir búa í sem þeir skilja ekki eins ve þó þeir hugsanlega skilji það tungumál alveg ágætlega.

Sigurður M Grétarsson, 18.4.2017 kl. 12:51

6 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sigurður, heldur þú að Íslendingar sem búa erlendis fylgist ekkert með fréttum af því sem er að gerast í dvalarlandinu og þeim almennu viðhorfum sem þar eru til lýðræðis og þjóðmála almennt?  Ekki síst ef þeir hafa búið í viðkomandi landi í áratugi?

Axel Jóhann Axelsson, 18.4.2017 kl. 12:59

7 identicon

Það er rétt hjá Sæmundi með aðlögunina. Yngra fólk tekur mikið betur við sér en það fullorðna. Fólk um þrítugt aðlagast best, því það sér framtíðina í nýju landi. Eldra fólkið lærir ekkert og unglingar verða vandræðagemlingar sem nenna hvorki að læra eða vinna og þá á ég aðalegu við um stráka. Stelpurnar eru miklu skárri.
Það þótti frétt, á sínum tíma, þegar múslimskur túlkur í Stokkhólmi sagði 1997  að stór hópur múslima í landinu vissi ekkert um Estonia slysið 1994 þegar 852 létu lífið. Þetta slys olli stór skandal hjá sænsku ríkisstjórnini, sem stakk upp á því að seipt yrði yfir flakið svo að engin gæti kannað það sem er í skipinu og þetta lognaðist útaf í rólegheitum. Þessir múslimar höfðu aldrei heyrt um þetta sjóslys. Það horfir bara á heima sjónvarp og hefur engan áhuga á landinu sem það býr í. Og það er rétt að múslimar á vesturlöndum eru miklu íhaldsamari en þeir sem búa heima, því þeir búa við sömu hefðir og voru heima, þegar þeir fluttu, en samfélögin breytast og meira að segja þau múslimsku, þótt hægt fari.

valdimar jóhannsson (IP-tala skráð) 18.4.2017 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband