Góð frétt sem fellur í skuggann af pólitíkinni

Fréttamiðlar eru uppfullir af frásögnum af kosningaúrslitum og ber auðvitað hæst niðurstaða forsetakosninganna í Bandaríkjunum og hvernig í ósköpunum stóð á því að ekki skyldi nógu stór hluti kjósenda taka mark á skoðanakönnunum og greiða atkvæði samkvæmt þeim.

Til viðbótar umfjöllunum um Trump og ótrúlegan kosningasigur hans eru innlendir miðlar uppteknir af tilraunum til stjórnarmyndunar og hvort mögulegt sé að einhver geti unnið með öðrum og hverjir það ættu þá að vera.  Ekki er víst að niðurstaða fáist í þau mál fyrr en að mörgum vikum liðnum, ef marka má þær yfirlýsingar sem stjórnmálamennirnir keppast um að senda frá sér um aðra flokka en sína eigin.

Í öllu þessu stjórnmálafári liggur við að fréttir af miklu merkilegri málum en hver gegnir hvaða embætti næstu árin falli í skuggann og vekji litla sem enga athygli.  Dæmi um slík stórtíðindi er viðhangandi frétt um að tekist hafi að endurvekja hreyfingu í útlimum lamaðra apa með rafrænum boðum frá heila með ígræddum tölvukubbi.

Takist að þróa þessa tækni svo hún verði nothæf í fólki er hér um stórkostleg tíðindi að ræða fyrir alla sem við lömun og taugaskaða hafa þurft að glíma, eða eins og segir í lok fréttarinnar:  "„Núna get ég í fyrsta sinn ímyndað mér að lamaður sjúk­ling­ur geti hreyft fót­legg­ina sína í gegn­um þetta sam­spil heil­ans og mæn­unn­ar,“ sagði Jocelyne Bloch, tauga­sk­urðlækn­ir við há­skól­ann í Laus­anne."


mbl.is Lamaðir apar gátu hreyft sig á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband