Ótrúlegur kosningasigur Trumps

Sá sem hér skrifar hefði ekki kosið Trump hefði hann haft rétt til að taka þátt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og átti alls ekki von á því að hann myndi standa þar uppi sem sigurvegari, enda bentu skoðanakannanir til þess að hann ætti litla von í þeirri baráttu og tap hans yrði afgerandi.

Framkoma hans og ýmsar yfirlýsingar í kosningabaráttunni gengu gjörsamlega fram af fólki og lýstu þær margar ruddaskap í garð kvenna, ólöglegra innflytjenda, ýmissa trúarhópa og ekki síst "kerfisins", sem hann lagði mikla áherslu á að hefði brugðist verkafólki í iðnaði með auknu atvinnuleysi og fjárhagsvandræðum.  Ekki síður hefði staða millistéttarinnar í landinu versnað undanfarin ár og lofaði Trump nánast byltingu í opinberri stjórnsýslu til að endurreisa landið og gera það sterkt á nýjan leik.

Allir helstu skemmtikraftar Bandaríkjanna tóku stöðu með Hillary Clinton og komu fram á kosningafundum henni til stuðnings, helstu spallþáttastjórnendur í sjónvarpi börðust gegn Trump og spöruðu ekki stóryrðin og virtust þeir keppa um hver gæti verið andstyggilegastur í háðinu og svívirðingunum um persónu hans og allt sem honum viðkom.

Ennfremur sneru flestir framámenn í Rebúblikanaflokknum við honum baki og neituðu að styðja hann og var jafnvel sagt að fyrrverandi forsetar flokksins hefðu kosið Hillary eða skilað auðu.  Trump rak örsmáa kosningamaskínu í samanburði við Hillary, sem hafði yfir að ráða gríðarlegu kosningabatteríi og eyddi tugum milljónum dollara meira í sína baráttu en Trump gerði.

Að teknu tilliti til alls þess sem á gekk í þessari löngu og miskunnarlausu kosningabaráttu verður ekki annað sagt en að Donald Trump hafi unnið ótrúlegan kosningasigur og svo verður fróðlegt að fylgjast með því í framhaldinu hvernig forseti þessi kjafthákur verður á komandi árum.

 


mbl.is 42% kvenna kusu Trump
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég les oft það sem þú setur fram á þessum síðum, en kann lítið á þetta kerfi og er ekki þátttakandi í því. En ég hef gaman af að fylgjast með. Þeir sem þykjast djúpt hugsa, sjá ýmislegt varðandi kosningu Trumps. Þau kosningaúrslit geta gefið tilefni til þess, að sjá megi ljósið í undiröldu, sem hugsanlega er að myndast hér á landi. Nánast allt dreifbýli Bandaríkjanna kaup Trump, hvað segir það hugsandi fólki? Stjórnsýslan, stofnanakerfið, reglugerðarfarganið og kunnáttuleysi sumra menntamanna á lífinu og meðhöndlun náttúrunnar (fólk kann minna handverk), er að gera mörgum lífið leitt. Trump hefur hreyft við mörgu þörfu, sjáum til hvað hann gerir í framhaldinu.

Jón Hólm Stefánsson (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 15:58

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Já, það er vel hugsanlegt að farið sé að ofmennta fólk, sérstaklega í borgunum, og tengslin við uppruna gæðanna sem nærir þjóðirnar og klæðir sé farinn að trosna svo mikið að skilningur þeirra sem hafa lifibrauð af að tala og skrifa á lífskjörum hinna, sem ennþá vinna með líkamsaflinu til sjávar og sveita, sé að verða óbrúanlegur.

Það er auðvitað stórmerkilegt að verkafólkið og millistéttin í sveitum og smærri bæjum og borgum Bandaríkjanna, sem hefur farið halloka undanfarna áratugi, skuli sameinast um fulltrúa ríkasta hluta þjóðarinnar sem foringja í baráttunni fyrir betri lífskjörum og uppskurði "kerfisins".

Fróðlegt og skemmtilegt verður að fylgjast með því hvernig breytingarnar munu ganga á næstu árum, eða hvort þessi forsetatitill verður einungis til að fylla á egóbanka Trumps, sem er svo sem ágætlega fjármagnaður nú þegar.

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2016 kl. 16:52

3 identicon

Það er merkilegt hvernig Trump getur unnið þennan "ótrúlega kosningasigur" með færri atkvæðum en Clinton á landsvísu.  Ég veit svo sem hvernig þetta kosningakerfi vestanhafs virkar en þetta stuðar mig aðeins sem unnandi lýðræðis.

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 17:09

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það lítur helst  út fyrir að Trump ásamt sínum ráðgjöfum og spæjurum hafi verið búin að grundvalla verkið áður en hann bauð sig fram. 

Eftir það þurfti hann ekki að gera annað enn að halda því við með poti og óhróðri á réttum stöðum, ásamt að viðalda því verki sem hann hafði byrjað á, sem var að ná til þeirra sem sjaldan kjósa og skilgreina af hverju þeir kusu ekki.   

Hrólfur Þ Hraundal, 10.11.2016 kl. 18:20

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hilmar, það er hægt að sjá reglurnar um hvernig þetta gengur fyrir sig hérna t.d:  http://www.visindavefur.is/svar.php?id=1120

Hrólfur, af hverju að gera lítið úr atkvæðum tugmilljóna manna í Bandaríkjunum?  Heldur þú að þeirra atkvæði í lýðræðislegum kosningum séu eitthvað ómerkilegri en t.d. þitt atkvæði í sambærilegum kosningum?

Axel Jóhann Axelsson, 10.11.2016 kl. 19:30

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það má hafa hvað skoðun á mér sem vill, en ég var öðru  fremur að vekja athygli á að Trump var öðrum snjallari að finna og virkja atkvæði sem annars hefðu mögulega ekki verið notuð. 

Hrólfur Þ Hraundal, 10.11.2016 kl. 21:05

7 identicon

Færri atkvæði á landsvísu er ekki rétt ... hér hefur "demokrata" flokkurinn blekt fólk, með því að fela atkvæði frá fjölmiðlum. Á bak við tjöldin fara fram "kosningasvik" eins og gerðust á tímum Bush og Obama.  Allt gert, til að reyna að breita úrslitunum. Fleiri kosningasvik, voru mynduð ... síðan þurfa menn að gera sér grein fyrir öðru, og það er að stór hluti Bandaríkjamann kýs "vinsæla" aðilan.  Með því að birta Hillary sem vinsæla, var gert ráð fyrir að hún myndi vinna ... eins og venjan er.

Hillary Clinton, nýtur EKKI popular vote, eins og allir halda.  Það eru blekkingar, því stór hluti hennar kjósenda ... minsta kosti 10-15%, kusu hana vegna þess að þeir kusu þann sem þeir héldu væri "vinsælli".  En þeir sem kusu Trump, kusu hann af ásettu ráði ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 22:19

8 identicon

Með allri þeirri mentun, sem fólk á Íslandi hefur ... þá er fólk andskotanum "treggáfaðra", að sjá ekki pessu augljósu atriði. Við hér í Evrópu, erum á braut "fasisma".  Hér á að "banna" aðrar fréttir, en þær sem þjóna ríkinu ... þetta er "Brussel"-veldið. Banna skoðanir, banna lýðræði ... er einhver sem heldur að "Brussel" sé lýðræði?

Og horfið á þetta fólk sem studdi Hillary og gengur um götur, skemmir myrðir ... eru þetta "fulltrúar" lýðræðis? Maður má vera andskoti "tregur" í kollinum, ef maður telur þessa Clinton maskínu ... og það sem að baki henni er, vera "lýðræði".

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 10.11.2016 kl. 22:24

9 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Þrátt fyrir kosningasvik og áróður fjölmiðla fyrir Clinton varð niðurstaðan sú að kjósendur höfnuðu henni. Það var ekki endilega fyrir það hvað fólk var hrifið af Trump heldur miklu fremur hitt að fólk var búið að fá nóg af spillingunni og elítunni sem hefur verið á bak við stjórnmálaöflin, fólk vildi breytingar.

Trump fór fram á eigin kostnað á meðan Clinton þáði milljónir á milljónir ofan úr höndum peningaaflana, elítunnar. Þar af leiðandi hefur elítan Trump ekki í vasanum en þeir hefðu haft Clinton í vasanum og þeir stjórnað henni eins og sprellikarli.

Enn fremur var fólk farið að sjá spillinguna og lygina sem Clinton er umvafin að það vildi ekki sjá slíka manneskju sem forseta næstu fjögur árin.

Tómas Ibsen Halldórsson, 11.11.2016 kl. 10:42

10 identicon

Í alvörunni???  Ég var að segja þér að ég veit hvernig kosningakerfið virkar en samt bendir þú á hlekk til að sýna mér hvernig það virkar. 

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 12.11.2016 kl. 20:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband