26.10.2016 | 16:15
Kjósendur sýni ábyrgð og réttsýni í kosningum til Alþingis
Líklega hefur aldrei verið betra að búa á Íslandi en einmitt núna, eftir að tekist hefur á lygilegan hátt að rétta þjóðarskútuna af eftir boðaföllin sem yfir hana gengu haustið 2008.
Núverandi stjórnarflokkar hafa unnið sannkallað þrekvirki við endurreisn lífskjaranna í landinu, enda sýna allar mælingar að hagur almennings hefur stórbatnað undanfarin ár og kaupmáttur sjaldan eða aldrei verið meiri en einmitt nú.
Kröfur eru háværar um að þingmenn sýni starfi sínu virðingu og fjalli um mál af alvöru og ábyrgð, en eyði ekki tíma þingsins í einskisvert karp um aukaatriði og hvað þá endalaust þvarg um "störf þingsins" eða "fundarstjórn forseta".
Kjósendur þurfa að sýna sömu ábyrgð þegar kemur að kosningum til Alþingis og kasta ekki atkvæði sínu á þá sem hæst hafa og mestu lofa upp í ermina á sér án þess að ætla sér að standa nokkurn tímann við fagurgalann og vita reyndar að það mun aldrei verða mögulegt.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það í störfum sínum á því kjörtímabili sem nú er að ljúka að honum er best treystandi til að stjórna þannig að stöðugleiki verði varanlegur, kjör almennings fari stöðugt batnandi um leið og skuldir ríkissjóðs verða minnkaðar svo verulega að vaxtakostnaður verði viðráðanlegur.
Stöðugleikanum og styrkri stjórn má ekki fórna með kæruleysi og trúgirni á fagurgala þeirra sem aldrei hafa sýnt annað af sér en ruglanda og háreysti.
Kjósendur hljóta að gera sömu kröfu til sjálfra sín og þeir gera til þeirra sem á Alþingi sitja hverju sinni, þ.e. ábyrgð og réttsýni.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Feb. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | ||||||
2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 |
9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 |
16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 |
23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Satt að segja Axel held ég að loksins sé fólki reglulega brugðið. Ekki er svo ýkja langt síðan að ég fékk að heyra frá grandalausum vinum,að þeir nenntu ekki að hlusta á pólitík.
Helga Kristjánsdóttir, 27.10.2016 kl. 12:55
Þessu trúi ég vel, Helga, enda verður maður sjálfur hundleiður á að hlusta á þetta endalausa þvarg um ekki neitt. Sem áhugamaður um stjórnmál vildi maður óska að umræðan yrði flutt upp á talsvert hærra plan en hún hefur verið á undanfarið.
Axel Jóhann Axelsson, 27.10.2016 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.