21.9.2016 | 13:43
Hótanirnar verði birtar almenningi og frá hverjum þær komu
"Þingmenn innan stjórnarmeirihluta fjárlaganefndar hafa fengið beinar hótanir um æru- og eignamissi frá háttsettum embættismanni eftir að skýrslan hafði verið kynnt."
Framangreint kemur fram í yfirlýsingu frá meirihluta Fjárlaganefndar Alþingis og hlýtur slík hótun að flokkast með alvarlegustu glæpum og kalla á tafarlausa sakamálarannsókn.
Þingmenn eru eingöngu bundnir eigin samvisku og ber að vinna að málum á heiðarlegan og ábyrgan hátt og standa kjósendum skil á gerðum sínum og ákvörðunum.
Ákvarðanir þingmanna og athafnir verða oftar en ekki að deilumálum þeirra á milli og úti í þjóðfélaginu, en ekkert réttlætir eftir sem áður að þeim sé hótað eigna- og ærumissi, eða jafnvel líkamsmeiðingum eða lífláti vegna starfa sinna.
Þegar slíkt gerist ber að kæra slíkt umsvifalaust til réttra yfirvalda til rannsóknar og kærumeðferðar ef sakir sannast og tilefni er þar með til að refsa þeim sem í hlut á.
Svona hótanir geta ekki og mega ekki vera meðhöndluð sem einhverskonar trúnaðarmál. Almenningur á fullan rétt á að fá að vita allar staðreyndir slíkra mála, ekki síst þegar háttsettur embættismaður er sakaður um alvarlegar hótanir í garð Alþingis.
Fengið hótanir um æru- og eignamissi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Öllum" er sama. Þetta snýst um að vera í réttu liði.
Það er hin sorglega staðreynd Íslenskra stjórnmála í dag.
Ísland er gjörsamlega sundrað.
Örn Guðbrandsson (IP-tala skráð) 21.9.2016 kl. 14:36
Ég held að þetta sé ekki svona einfalt. Í fyrsta lagi er það mjög grunsamlegt, jafnvel ótrúlegt, að þessum náunga hafi verið hótað ærumissi og ég held að hann hafi bara séð fram á það sjálfur fyrir þetta, og í öðru lagi þá hótar enginn einhverjum "eignamissi" fyrir að vera í einhverri nefnd. Held að þessi náungi hljóti bara að vera svona hysterískur. Ef hann getur ekki lagt fram hljóðupptöku af samtalinu þá er þetta bara uppá bak skita og verður gleymt í næstu viku.
Heimir Óskarsson.
Heimir Óskarsson (IP-tala skráð) 22.9.2016 kl. 02:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.