Kjósa konur karla frekar en konur?

Konur koma ekki nógu vel út úr prófkjörum flokkanna almennt, þó nokkuð sé það misjafnt eftir kjördæmum.

Sumir flokkar hafa tekið upp reglu um svokallaða fléttulista og víxla þá jafnvel niðurstöðum kosninganna til að jafna hlut kynjanna á framboðslistum sínum.

Konur eru helmingur kjósenda og því hljóta þær að kjósa karla frekar en konur og getur varla nokkuð annað ráðið þar um annað en að þær treysti körlunum betur til þingstarfa en kynsystrum sínum.

Karlarnir, sem flest atkvæði fá í prófkjörunum, eru þar með fulltrúar bærði karla og kvenna og verða að vera um það meðvitaðir í öllum sínum störfum.

Áberandi er að ýmsir reyna að blása út að flokkarnir séu karlaveldi og jafnvel að "flokkseigendafélögin" séu karlasamfélög og því sé allt gert til að halda konum utan hópsins.  Auðvitað standast þessar ruglkenningar enga skoðun, þar sem konur eru helmingur kjósenda og taka fullan þátt í vali þeirra sem ábyrgðastöðum er ætlað að gegna.

Í þeim tilfellum þar sem kosning er ekki bindandi, ætti að kanna í fullri alvöru að rétta hlut kvenna og fjölga þeim í "öruggum" sætum á framboðslistum.  Það verður þó varla gert nema í góðu samkomulagi við karlana sem þau sæti skipa samkvæmt niðurstöðum prófkjaranna.

Ekki skal því heldur gleymt að lýðræði felst einmitt í því að reyna að finna út vilja hins almenna borgara og verða við honum.  Til þess eru prófkjörin ætluð og ekki ástæða til að gera lítið úr þeim vilja þátttakendanna sem fram koma í niðurstöðunum.


mbl.is Harma niðurstöðuna í Kraganum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það mætti halda að það ætti að kjósa konur bara af því að þær eru konur....  Ef við tökum úrslitin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, held ég að konur ættu kannski að lýta í eigin barm.  Ragnhildur Elín hefur setið undir ámæli fyrir að hafa verið hálf verklaus þetta kjörtímabil og málflutningur Unnar Bráar er ekki alveg það sem hinum almenna Sjálfstæðismanni hugnast og ekki er hægt að segja að hún hafi verið nein hamhleypa til verka.  Í Suðvesturkjördæmi hefur Elín Hirst verið mjög svipuð og Unnur Brá og ekki er hægt að segja að mikið hafi kveðið að henni eða hennar málflutningi.  Eru kjósendur ekki að senda skilaboð með þessum úrslitum?  Nú kalla konur eftir aðgerðum vegna þessa.  Þetta er lýðræðisleg niðurstaða og lýðræðið hefur talað, það væri aðför að lýðræðinu að ætla sér að fara að "krukka" eitthvað í úrslitin eftir á.............

Jóhann Elíasson, 11.9.2016 kl. 13:42

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Auðvitað er erfitt að ætla að raða öðruvísi á framboðslista en prófkjör segir til um, enda taka bæði kynin jafnan þátt í atkvæðagreiðslunni.

Frambjóðandi nær ekki efstu sætunum nema með stuðningi beggja kynjanna.  Þess vegna er hann hálf snautlegur málflutningurinn um að "karlaveldið" sé með öllum ráðum að halda konum frá áhrifum.  Ef einhverjir halda konum utan áhrifa getur ekki verið um neina aðra að ræða en konur sjálfar.

Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2016 kl. 13:53

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Vill að niðurstöðunum verði breytt - mbl.is

Núna er semsagt komið í ljós að allt sem Sjálfstæðismenn hreyttu út úr sér um nýafstaðið prófkjör Pírata, og var ekki á rökum reist, átti í raun allan tímann við um þeirra eigin flokk.

Slík er kaldhæðni örlaganna.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2016 kl. 16:22

4 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Er það komið fram herra Guðmundur Ásgeirsson?  Ef það gerist þá er um svik við kjósendur að ræða. 

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2016 kl. 17:16

5 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Það sem er komið fram er krafa félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, um að niðurstöðum prófkjörs í öðru kjördæmi, verði breytt með afturvirku valboði flokksforystunnar.

Sem er nákvæmlega það sama og borið var upp á Pírata fyrir aðeins örfáum dögum síðan að hafa reynt í sínu prófkjöri, en kom svo í ljós að var ekki á neinum rökum reist.

Annars er ég fullkomlega sammála, hversu snautlegt er að halda því fram að konum sé haldið frá völdum af körlum, þegar konur höfðu nákvæmlega sama atkvæðisrétt og karlar.

Góðar stundir.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2016 kl. 17:25

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Það er einmitt Guðmundur Ásgersson , Þær konur eru að niðurlægja konur sem tóku þátt í forvalinu.

Hrólfur Þ Hraundal, 11.9.2016 kl. 18:20

7 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er reyndar orðið afar vandlifað í þessum heimi þegar í sumum flokkum er farið að tala um að taka þurfi upp kynjakvóta, en í þeim flokkum sem hafa stuðst við slíkt fyrirkomulag er rætt um að hætta því þar sem það bitni á konunum.

Valgerður Bjarnadóttir, Samfylkingu, lætur hafa eftir sér á mbl.is í dag:  „Ég held að það sé orðið þannig hjá okk­ur að þessi kynja­kvóti er far­inn að bitna frek­ar á kon­um. Það þarf að færa þær til þannig að ég held að hann hafi skilað þeim ár­angri sem ætlað var."

Axel Jóhann Axelsson, 11.9.2016 kl. 22:23

8 Smámynd: Elle_

Leiðinlegt að játa það en persónulega get ég svarað fyrirsögninni játandi.  Vigdís Hauksdóttir væri undantekningin.

Elle_, 11.9.2016 kl. 23:30

9 identicon

Já ekki spurning.

Linda (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 06:11

10 identicon

Skv fréttum eru reglur í þessum flokki um hvort prófkjör sé bindandi og hvort kosning í tiltekið sæti sé bindandi eða ekki. Mér skilst að t.d. í Kraganum hafi einungis fyrsta sætið verið bindandi. Það er m.ö.o. heimilt að hreyfa við öllum öðrum sætum. Þessar reglur munu vera nokkuð gamlar og ættu engum að koma á óvart. Þær eru væntanlega settar til að geta lagað til ef niðurstaðan þykir af einhverjum orsökum ekki sniðug.

ls (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 08:51

11 identicon

Karlar kjósa aðra karla en konur kjósa málefnin, þannig ná karlar fleiri atkvæðum

Steinunn Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 09:54

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Steinunn, ef konur kjósa á málefnalegri hátt en karlarnir og fyrst þær kjósa ferkar karlana en konurnar, á þá að skilja þig svo að karlarnir séu yfirleitt málefnalegri en konurnar?

Axel Jóhann Axelsson, 12.9.2016 kl. 13:20

13 identicon

Sæll Axel.

Athyglisvert að eftir hrun skiptir þátttaka kvenna í
stjórnmálum miklu minna máli.

Hvað er til ráða?

Neita karlinum blíðu sinni fram að næstu kosningum.
Fá jafnan óstöðvandi hláturkast við að sjá nekt hans.
Fá tryllingsleg og ofsafengin grátköst dag hvern.
Setja ekki krónu í bakstur eða góðgerðarstarfsemi
og þá ekki vinnu frekar.
Stofna eigin flokk fyrir næstu kosningar og segja
körlum fjandans til.

Húsari. (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 13:37

14 identicon

Hvað hverjum finnst málaefnalegt er mismunandi, konur kjósa líka konur en ekki vegna kynferðis heldur vegna þess að málefnin eru þeim hugleikin.Ég sagði aldrei að þær kysu frekar karlana, það er karlremban í þér með óskhyggju,ég sagði að konur kysu málefnin frekar en kynferðið svo ef einhver karl í framboði hefur málefni sem eru þeim hugleikin þá er kynferði hans ekki fráhrindandi

Steinunn Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 16:07

15 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er furðulegt að væna mig um einhverja sérstaka karlrembu, þó ég spyrji þig hvort karlarnir séu að þínum dómi málefnalegri en konurnar fyrst þær kjósa þá fram yfir konur í prófkjörum.  Konur eru helmingur kjósenda og karlar verða ekki í efstu sætum nema bæði karlar og konur kjósi þá í þau sæti.

Þú ítrekar í færslu nr. 14 að konur kjósi málefni frekar en kynferði og samt verða karlarnir oftast í efstu sætum. Hvernig á að skilja kenningu þína öðruvísi en að konurnar meti málflutning karlanna fram yfir þann sem konurnar færa fram?

Það má alveg koma fram að ég kaus í prófkjörinu í Reykjavík og þar hallaði alls ekki á konurnar, því konu setti ég í fyrsta sæti, þriðja, fimmta og sjöunda.  Þannig birtist nú mín karlremba í þessari kosningu, eins og flestum öðrum.

Axel Jóhann Axelsson, 12.9.2016 kl. 22:43

16 identicon

Voðalega finnst þér þetta flókið, konurnar kjósa þá ekki frekar heldur til jafns. Konur eru ekki allir kjósendur heldur ca. helmingur. 

Steinunn Friðriksdóttir (IP-tala skráð) 12.9.2016 kl. 23:05

17 identicon

Sæll Axel.

Eftir niðurstöður í prófkjöri Sjálfstæðisflokks
í Suðurkjördæmi og í Reykjavík þá hefur mér
heyrst almennt viðhorf kvenna vera á einn veg:
Þær telja sig ekki þurfa á neinum sérstökum velgjörningi
að halda af hendi karla, dagar víns og rósa séu taldir;
þær muni sjálfar ganga fram af enn meiri þrótti innan
flokkanna og vinna á eigin forsendum en ekki eftir
fléttum eða hraðlestum. Og hana nú!

Húsari. (IP-tala skráð) 13.9.2016 kl. 05:22

18 Smámynd: Elle_

Já ég skil ekki hvað karlremba kemur málinu við.  Ekki er ég karl og kýs yfir höfuð miklu miklu frekar menn í stjórnmál.  Mér er eiginlega alveg sama hvaða remba það gæti kallast.  Hinsvegar endurtek að Vigdís Hauksdóttir, einn okkar sterkasti stjórnmálamaður og mikill missir þegar hún hættir, væri undantekningin.

Elle_, 13.9.2016 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband