ESBarmurinn genginn úr Sjálfstæðisflokknum í heilu lagi

Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þorsteinn Pálsson gengu saman inn í salinn á síðasta landsfundi Sjálfstæðisflokksins sögðu gárungarnir að þar væri mættur allur ESBarmur flokksins eins og hann legði sig.

Nú berast fréttir af því að þessi ESBarmur hafi sagt sig úr flokknum í heilu lagi og gengið til liðs við Viðreisn, sem aðallega virðist ætla að reyna að aðskilja sína stefnu frá móðurflokknum með áhuganum á að gera Ísland að útnárahreppi í væntanlegu stórríki Evrópu.

Þorgerði og Þorsteini er óskað alls góðs á nýjum vettvangi, þó því verði illa trúað að þeim muni vel ganga að sannfæra Íslendinga um að framtíðarsælan felist í ESBstjórninni í Brussel.

Trú íbúa ESBríkjanna virðst meira að segja dofna að þessu leyti og trúlausastir þeirra allra eru Bretar eins og sýnt hefur sig undanfarið.


mbl.is Getur ekki annað en verið glaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Er Samfylkingin þá ekki orðin algjörlega tilgangslaus?

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2016 kl. 22:16

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Er hún ekki að verða sjálfdauð?

Axel Jóhann Axelsson, 7.9.2016 kl. 22:51

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvernig væri nú að Viðreisn og Samfylkingin myndu bara ganga sjálf í Evrópusambandið? Ég ætla ekki að gerast svo fjandsamur að bjóða þeim að ganga sjóleiðina þangað, en þau gætu til dæmis bara keypt flugmiða til Noregs og gengið þaðan þurrum fótum yfir landamærin til Svíþjóðar. Þá væri markmiðinu náð, og Schengen hlýtur svo að sjá um rest. ;)

Guðmundur Ásgeirsson, 7.9.2016 kl. 23:10

4 identicon

LOL

Þetta eru tveir af bæði reynd­ustu og bestu stjórn­mála­mönn­um lands­ins "...... að eigin sögn sennilega...

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 7.9.2016 kl. 23:48

5 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Auðvita er gott að losna við óværu eins og Evrópusambandssinnar hafa reynst Sjálfstæðisflokknum. 

En ætli öll kurl séu komin til grafar í því efni?  Það heyrist stundum á tali einstakra sjálfstæðismanna að ekki sé gott að sækja um aðild nú um mundir, hvað þíðir svona tal?   

Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2016 kl. 08:14

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

 Já . Birgir Guðjonsson  Það gæti verið skemmtilegt að skoða sannleikan í því, hver þessi mikla stjórnmála reynsla, til dæmis Þorsteins Pálssonar firr verandi  forsætisráðherra til 13. mánaða og að hvaða gagni hefur hún orðið?  

Gagnsemi Þorgerðar Katrínar í plús eða mínus hefur heldur ekki verið metin en ég hef talið hann í mínus mjög lengi, einkum vegna Evrópusambands daðurs, en ekki var fjármála brask þeirra hjóna til bóta og létu sumir hagsmuni flokksins þar fyrir lítið.  

Hrólfur Þ Hraundal, 8.9.2016 kl. 08:47

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það eru örugglega spennandi tímar framundan hjá Þorgerði laughing Hélt satt að segja að Þorsteinn væri svo rótgróinn í stólinn sinn að hann væri hættur að hugsa.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 8.9.2016 kl. 10:32

8 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Eitt af því sem Þorgerður Katrín áorkaði í menntamálaráðherra tíð sinni var að breyta RUV í þá ófreskju sem það er í dag.

Ég óska þeim Þorsteini og Þorgerði góðs, en kannski ekki á þann veg sem þau myndu óska sér.

Tómas Ibsen Halldórsson, 8.9.2016 kl. 11:37

9 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Rétt hjá þér Tómas, Kúlulánadrttningin Þorgerður Katrín kom á svo kölluðum nefskatt, sem allir landsmenn eru mjög ánægðir með, ekki má gleyma því.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 8.9.2016 kl. 15:02

10 identicon

Einn fáránlegasti skattur sem lagður var á þjóðina.

Nefskattur RUV.

Afskriftir þeirra skötuhjúa vegna kúlulánanna hefðu dugað

fyrir Íslendinga í ár og gott betur.

Takk fyrir Þorgerður.

Sigurður K Hjaltested (IP-tala skráð) 8.9.2016 kl. 18:52

11 identicon

Sæll Axel.

Stjórnmálaöflin ættu að athuga með
samstöðu um að fá öðrum það verkefni að
sjá um kosningarnar að þessu sinni,
- kynningar og hvað annað sem þeim viðkemur
svo að sagan endutaki sig ekki
frá forsetakosningunum.

Sameinast einfaldlega um verktaka annan en RÚV
að sjá um þetta. Sporin hræða!

Húsari. (IP-tala skráð) 8.9.2016 kl. 23:40

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Viðreisn er núna búin að var í drottningarviðtölum tvisvar hjá Hallgrími Torst, kona sem ég man ekki nafnið á og svo Þorsteinn Víglundsson, síðan drottnaingarviðtal við Þorgerði Katrínu í Kastljósi, fyrir utan skandalinn á FUndi Fólksins, þegar formenn tveggja flokka sem voru komnir upp á sviðið voru reknir niður með "þið eigið ekkert að vera hér".  Og forsvarsmenn reyndu að kenna RÚV um, en höfðu sjálfir gefið fyrirskipun um að enginn að þeim flokkum sem ekki áttu fulltrúa á þingi ættu að koma í kynningar á eigin málefnum daglangt, nema Viðreisn.  Svo er spurningin hvort rúv útvarp allra landsmanna eigi að samþykkja svona mismunun?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2016 kl. 09:19

13 identicon

Ásthildur! Við getum ekki endutekið skandalinn
frá forsetakosningunum og enn síður að
RÚV ásamt skoðanahönnunarfyrirtækjum beinlínis
stjórni því hverjir nái brautargengi og hverjir ekki.

Sporin hræða!

Húsari. (IP-tala skráð) 9.9.2016 kl. 10:11

14 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Við erum að endurtaka þann skandal smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.9.2016 kl. 16:01

15 identicon

Ásthildur! Ég held að ég hafi verið alltof
neikvæður í afstöðu minni til RÚV.

Það er eitthvað svo sætt og krúttaralegt við það
að fyrrum starfsmenn, dauðir, hálfdauðir eða í
fullu fjöri, geti horft á börn sín, barna-börn;barna-barna-börn og barna-barna-barna-barnabörn
gera það bara virkilega gott innan stofnunarinnar.

RÚV minnir um flest á þessu gömlu og góðu fjölskyldubakarí
sem mátti finna svo víða um landið og jafnvel við upphaf
síðustu aldar í Þinholtsstrætinu í Reykjavík.

Bjartsýni er allt sem þarf, Ásthildur, og gleðjumst nú
frekar en að vera með leiðindi og nöldur yfir því sem vel er
gert eins og t.d. að munda kamerunni uppí heiðhvolfið
eða beint í gólfið þegar einhver afdankaður stjórnmálamaður
ætlar að fara að þenja sig.

Þig hlýtur að renna minni til þess að ekki var venja að
hafa í frammi aðfinnslur í bakaríum þó vínirbrauð eða
annað reyndist blandað óumbeðnu prótíni um of.

Að athuguðu máli hefði átt að borga extra fyrir slíkt bakkelsi
og kannski eru menn loksins farnir til þess.

Í Guðs friði!

Húsari. (IP-tala skráð) 10.9.2016 kl. 01:29

16 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góður.  En málið er að bakaríið hér er með bestu bakaríkum á landinu, þ.e. Gamla bakaríið.  Er samt ennþá fjölskyldubakarí. Reyndar eru tvö bakarí hér tongue-out

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.9.2016 kl. 10:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband