Hættum að tala heilbrigðiskerfið niður

Undanfarin ár hefur það nánast verið eins og "þjóðaríþróttt" að tala niður allt sem íslenskt er og látið eins og hér sé allt ómögulegt í samanburði við önnur lönd og varla búandi á Íslandi vegna skelfilegs ástands á öllum sviðum.

Ekki síst hafa opinberir starfsmenn verið iðnir við þessa íðju og ekki síst sem lið í kjarabaráttu sinni og þá hafa ekki verið spöruð stóryrðin um hve illa væri komið fyrir viðkomandi starfsemi, sem bæði væri orðin illa mönnuð, illa launuðu fólki og tækja- og húsakostur allur í rúst og í raun handónýtur.

Starfsfólk heilbrigðiskerfisins hefur yfirleitt ekki látið sitt eftir liggja í að tala niður sitt umhverfi og ekki sparað stóryrðin í því sambandi.  Þess vegna er grein þriggja hjartalækna í Mogganum í dag kærkomin tilbreyting frá niðurrifsvælinu, en greinin er birt í tilefni af fyrirhugarði einkasjúkrahússbyggingu í Mosfellsbæ, sem reyndar er ólíklegt að nokkurn tíma verði byggð miðað við þær fréttir sem birst hafa af fyrirhuguðum fjárfestum.

Í grein sinni segja læknarnir m.a:  "Síðustu ár hef­ur verið gert átak inn­an hjarta­lækn­inga í að bæta mönn­un inn­an sér­grein­ar­inn­ar. All­marg­ir yngri sér­fræðing­ar með mis­mun­andi bak­grunn og öfl­uga sérþekk­ingu hafa bæst í hóp­inn, og er mönn­un hjarta­lækna nú mjög góð. Enn frem­ur hafa hjúkr­un­ar­fræðing­ar og allt annað starfs­fólk sem hef­ur sinnt sjúk­ling­um á legu­deild­um hjarta­lækn­inga, Hjarta­gátt og hjartaþræðinga­stof­um verið ein­vala starfslið sem sam­hent vinn­ur að lausn flók­inna vanda­mála á hverj­um ein­asta degi. Sú reynsla og teym­is­nálg­un sem við það skap­ast er afar mik­il­væg. Veru­legt átak hef­ur einnig verið gert í að bæta tækja­búnað hjarta­lækn­inga, til að mynda hafa tvær nýj­ar hjartaþræðinga­stof­ur verið tekn­ar í notk­un á síðustu þrem­ur árum, og er tækja­kost­ur hjarta­deild­ar nú al­mennt mjög góður. Kann­an­ir benda til að sjúk­ling­ar séu al­mennt ánægðir með þjón­ust­una hvort sem er á Hjarta­gátt, legu­deild­um hjarta­lækn­inga eða hjartaþræðinga­deild. Er­lend­ir ferðamenn sem fá hér meðferð hafa einnig al­mennt verið mjög ánægðir með þá alúð sem þeir mæta og lækn­isþjón­ust­una sem þeir fá. Mjög góður ár­ang­ur hef­ur náðst und­an­farna mánuði í að stytta biðlista í hjartaþræðing­ar og það er lyk­il­verk­efni að fækka á löng­um biðlista eft­ir brennsluaðgerðum vegna takttrufl­ana. Á þeim vett­vangi hef­ur mikið verið lagt í að bæta mönn­un, laga aðstöðu og fá fjár­magn til að fjölga aðgerðum veru­lega. Þetta hlýt­ur að vera öll­um ánægju­efni og eru frek­ari áform um að efla þjón­ustu við hjarta­sjúk­linga á LSH."

Vonandi verður umræðan um ástandið í íslensku þjóðfélagi á þessum jákvæðu nótum í framtíðinni og við sjálf förum að meta það sem vel er gert á hverjum tíma og hættum niðurrifsstarfsseminni.  

Ætli ánægjan með lífið og tilveruna verði ekki meiri og heilsusamlegri fyrir andlegt ástand þjóðarinnar, væri umtalið um þjóðfélagsmálin sanngjarnari en hún hefur verið lengstum.


mbl.is „Gjörbreyting á íslenskri heilbrigðisþjónustu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Heyr, heyr! 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 30.7.2016 kl. 18:04

2 identicon

Það er rétt að heilbrigðiskerfi okkar er gott á margan hátt en það mætti vera betra.  Eitt mætti stórlaga og það er geðþjónusta fyrir börn.  Það er skammarlegt að biðlistinn til að njóta þjónustu barna- og unglingageðdeildar er langur.  Auk þess mætti stórbæta geðþjónustuna á landsbyggðinni, sem er nánast engin ef frá er talið það sem sjúkrahúsið á Akureyri býður upp á.

Hilmar Bjarnason (IP-tala skráð) 31.7.2016 kl. 10:18

3 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að eyðileggja heilbrigðiskerfið, og það er stefna hægri öfgamanna í sjálfstæðisflokknum að gera það enn frekar !  Einkavinavæðing er þeirra heitasta ósk !  Aðalmálið er að koma eins mörgum hægri öfgamönnum í opinberar stöður til að geta gerta þetta skemmdarver sjálfstæðisflokksins !

Hvaða nafn þú vilt gefa þessum gjörningi er bara þitt mál !

JR (IP-tala skráð) 31.7.2016 kl. 10:34

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

JR, lastu ekki greinina sem læknarnir skrifuðu, eða er lesskilningurinn eitthvað slakur?  Í greininni kemur einmitt fram að mikið hefur verið gert í heilbrigðismálunum á undanförnum árum, þ.e. í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins.  

Þú, og aðrir sem slegnir eru pólitískri blindu á samfélagið og það sem er að gerast og viljið ekki skilja framfarirnar, ættuð að minnsta kosti að spara gífuryrðin og hætta að ljúga því að sjálfum ykkur og öðrum að búið sé að eyðileggja heilbrigðiskerfið, sem allir vita reyndar að eru alger öfugmæli.

Læknarnir sem starfa innan kerfisins eru bestu vitnin þar um.

Axel Jóhann Axelsson, 31.7.2016 kl. 12:08

5 identicon

Sæll Axel.

Allt er það satt og rétt sem þú skrifar
eins og vænta mátti.

Nokkuð er þegar um að tvöfalt kerfi
hafi myndast í heilbrigðiskerfinu og þá
í því formi sem fæstir vilja sjá.

Almenn sátt og samlyndi stuðlar að
heilbrigðara lífi og því er það
einstakt fagnaðarefni að Sigmundur Davíð
hefur vakið máls á því að ljúka við að
leiðrétta þær skerðingar sem öryrkjar og aldraðir
urðu fyrir og að það mál nái fram að ganga áður en gengið 
verði til kosninga.
Ummæli Sigmundar Davíðs kallast á við grein sem
fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins skrifaði
um þessi málefni fyrir skemmstu og nauðsyn þess að
kjör þessara hópa yrðu leiðrétt.

"Málefnin ráða," kvað Geir Hallgrímsson og sætti
það mikilli furðu ef ekki tækist að ljúka þessu máli
fyrir kosningar enda mála sannast að annar eins vinnuþjarkur og
Sigmundur Davíð er mun ekki láta deigan síga í þessu þýðingarmikla
máli.

Til eru þeir sem segja að Sigmundur hafi stokkið á
þetta mál til að bjarga pólitísku lífi sínu. So what!
Ekki hafa aðrir orðið til þess að taka þetta upp þó nægur hafi
verið tíminn.

Það er tilhlökkunarefni að fá formann Framsóknarflokksins
af fullum krafti inní stjórnmálin á ný.

Húsari. (IP-tala skráð) 31.7.2016 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband