Ógeðfelldur aðdragandi forsetakosninga

Níu manns bjóða sig fram til að gegn embætti forseta Íslands og verður kosið milli þessara frambjóðenda þann 25. júní n.k.

Frambjóðendurnir sjálfir hafa verið tiltölulega málefnalegir og reynt eftir besta megni, hver um sig, að benda á sína eigin kosti til að gegna embættinu án þess að stunda skítkast og róg um hina frambjóðendurna.

Stuðningsfólk átta frambjóðendanna hafa hins vegar stundað ótrúlega ógeðslegan málflutning gegn níunda frambjóðandanum og ekki sparað illmælgi, róg og í mörgum tilfellum hreinar lygar um gerðir hans og/eða aðgerðarleysi í fortíðinni.

Þeir sem styðja þennan frambjóðanda, sem kosningabaráttan hefur að mestu snúist um að níða og taka ekki þátt í níðskrifum og rógsumræðum um hann eru þá kallaðir öllum illum nofnum af stuðningsmönnum hinna átta og yfirleitt sagðir hálfvitar, dusilmenni og glæpamenn.  

Þeir sem lengst ganga spara ekki gífuryrðin og kalla jafnvel frambjóðandann sjálfan og stuðningsmenn hans nautheimskan glæpalýð sem nánast engan tilverurétt eigi í þjóðfélaginu.

Varla verður því trúað að nokkur hinna átta frambjóðenda kæri sig í raun um eins ógeðlegan stuðning, ef stuðning skyldi kalla, og þeir sýna sem mest hafa sig í frammi í þessu efni.

 


mbl.is Guðni Th. með 56,6% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Stuðningsfólk Davíðs er langharðast í skítkastinu og lýgur hægri vinstri. Hefur fólk logið einhverju uppá Davíð? Ekki hef ég orðið þess var. Fólk er duglegt að tína til allskyns gjörðir og ummæli úr fortíð tveggja frambjóðenda en hinir eru ennþá stikkfrí. 

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 2.6.2016 kl. 21:15

2 identicon

Ógeðfeldur og kjánalegur pistill. 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 2.6.2016 kl. 22:27

3 Smámynd: Rafn Guðmundsson

ok - en hver er "gegn níunda frambjóðandanum"

Rafn Guðmundsson, 3.6.2016 kl. 00:29

4 identicon

Þetta er undarlegur pistill og greinilega skrifaður með það í huga að vekja samúð með ákveðnum frambjóðanda sem mælist ekki alltof vel í könnunum, sérstaklega þar sem sá hinn sami og stuðningslið hans eru mjög áberandi í árásum gegn þeim aðila sem mælist með mest forskot og allt teygt og togað fram og til baka sem hann hefur sagt í gegnum tíðina og rifið úr samhengi hægri vinstri, kallaður öllum illum nöfnum. Er það eitthvað mikið betri framkoma?

Skúli (IP-tala skráð) 3.6.2016 kl. 02:45

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Samúðin einskorðast þá við vitleysu hans að viðurkenna ekki strax að hann er ESB sinni.Það þarf að elta uppi snnanirnar.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2016 kl. 03:53

6 identicon

„ESB sinni“ merkir líklega hjá þeim sem þau orð nota það að vera samþykkur frekari aðildarumræðum við ESB og síðan ef útkoman er okkur í hag, aðildarumsókn og þjóðaratkvæðisgreiðslu um málið. Ef Guðni Th. mundi tala í þessum dúr, mundi stuðningur minn við framboð hans styrkjast. Það sem margir þjóðrembingar hafa ekki áttað sig á er þetta; Ísland er vanþróað sem lýðræði og spillingin er svo mikil og hættuleg að við þurfum á aðstoð að halda. Sú aðstoð fengist með inngöngu í ESB. Við það mundi lýðræðið styrkjast, spillingan minnka og við gætum losað okkur við handónýta krónu, gjaldmiðilinn sem auðgreifar og braskarar græða á, en ekki almenningur.

 

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2016 kl. 08:25

7 identicon

Ég er sammála þér Axel, skítkastið sem Davið Oddsson hefur þurft að þola síðan að hann tilkynnti framboð sitt til forseta hefur verið ótrúlegt, hann má ekkert segja eða gera þá er það flokkað sem lygi eða eitthvað annað verra.

Haukur þín skilgreining á lýðræði er frekar furðuleg, er það meira lýðræði að þurfa í raun aldrei aftur að kjósa um nokkurn skapaðan hlut? það er hvergi jafn mikil spilling og í einmitt ESB batterýinu!! Evran er handónýt og á henni tapa allir, laun myndu lækka og atvinnuleysi margfaldast.

Guðni ætti að sýna af sér smá sómakennd eftir að hafa verið gripinn í lygi í beinni útsendingu, mig rámar í háttsettan stjórnmálamann sem þurfti að gera það, er ekki lágmarks krafa að gera sömu kröfu til æðsta embættis okkar íslendinga?

Halldór (IP-tala skráð) 3.6.2016 kl. 10:11

8 Smámynd: Elle_

Maður veit nú varla hvort maður á að gráta eða hlæja að lýsingum Hauks.  Hann vill drottnun og kallar það ranglega lýðræði, það er ekkert lýðræði þarna.  Og bullar svo um "þjóðrembinga" eins og langoftast þegar hann skrifar.  Svo eru lýsingar Sigurðar ósannar.  

Elle_, 3.6.2016 kl. 11:17

9 identicon

Hver hefði getað ímyndað sér að allt brjálæðið og ruglið í kringum útrásina; hrunið, verðfall krónunnar, gjaldþrot bankanna, gjaldþrot seðlabankans, Icesave þjófnaður Landsbankans, offshore reikningar, etc, etc, mundi kulminera með framboði höfundar vitleysunnar til embættis forseta? Og afglapinn virðist hafa meira fylgi en sá heiðarlegi og vel menntaði maður, Andri Snær. Þvílíkur molbúaháttur.  

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2016 kl. 12:57

10 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Haukur Kristinsson er einmitt einn þeirra sem setja óþolandi og ógeðslegan svip á alla umræðu sem hann tekur þátt í.  Hlýtur að stafa af einhverri alvarlegri vanlíðan.

Axel Jóhann Axelsson, 3.6.2016 kl. 18:13

11 identicon

Davíð Oddsson hefur ekki þá reisn, greind og menntun, sem prýða þarf forseta Íslands. Málakunnátta hans er nær engin, intellect í meðallagi og kúltúrlaus með öllu. Hann hefur lítil sem engin kynni af nágrannaþjóðum okkar. Mér var sagt að honum liði ekki vel með útlendingun, því þeir skildu ekki brandara hans. Meðalmennskan einkennir manninn, sem nálgast oft banality.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 3.6.2016 kl. 18:48

12 Smámynd: Elle_

Sammála þér Axel Jóhann.  Nenni næstum aldrei að lesa neitt sem maðurinn skrifar, ekki frekar en Ómar Kristjánsson sem hljómar eins eða næstum eins. 

Elle_, 3.6.2016 kl. 22:55

13 identicon

Halldór segir hér fyrir ofan í athugasemd 7 að Guðni hafi verið "gripinn í lygi í beinni útsendingu". Þetta er lygi í Halldóri. Bingi bar það upp á Guðna í þessum þætti að hann hefði sagt "almenning fávísan". Guðni neitaði því réttilega, enda hefur hann aldrei sagt þetta. Halldór lýgur, sennilega gegn betri vitund.


Aftur á móti kallaði Davíð almenning fávísan í ræðu sem hann flutti á Alþingi og er skjalfest í tenglinum hér fyrir neðan.

Það væri ágætt ef menn færu rétt með.

http://www.althingi.is/altext/127/04/r18172431.sgml

Korn (IP-tala skráð) 4.6.2016 kl. 15:37

14 identicon

Sæll Axel.

Gagn og gaman og Litla gula hænan er staðgott fóður hverjum
þeim sem ekki ræður sæmilega við 90 orða texta.

Þetta nefni ég því svo vill til að í tilvitnun hér að ofan
þá undirstrikar Davíð í texta sínum að hvorki almenningur,
félög eða fyrirtæki þurfi á uppfræðslu Þjóðhagsstofnunar
að halda.

Ennfrekari ástæða til að kynna sér þá hænu sem vikið er að
hér í þessum texta en kannski þarf hún að vera af gulli
eða steikt og etin til að menn nenni að hafa fyrir slíku
en breytir engu um þá brýnu þörf sem er fyrir hendi.

Húsari. (IP-tala skráð) 5.6.2016 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband