Syndir feðranna...............

Samkvæmt smáskammtaupplýsingum úr Panamaskjölunum er fyrir "algera tilviljun", á sama tíma og Ólafur Ragnar Grímsson boðar framboð sitt til forsetaembættisins á ný, birtar upplýsingar um að faðir eiginkonu hans hafi átt aflandsfélag á einhverju tímabili á meðan hann var enn á lífi og sá sjálfur um rekstur fyrirtækja sinna.

Mikil umræða er og verður á næstu vikum og mánuðum um þá sem fynnast í Panamaskjölunum og að sjálfsögðu á að koma öllum upplýingum um viðskipti sem grunur gæti legið á að væru ólögleg til rannsóknarlögreglunnar og skattayfirvalda.  

Ennfremur ætti að rannsaka uppruna þess fjár sem ávaxtað hefur verið í þessum aflandsfélögum  og þar sem í ljós kæmi að um væri að ræða fjármuni sem "rænt hefði verið innanfrá" úr gömlu bönkunum og útrásarfélögunum af þeim gengjum sem þar réðu öllu og fóru með bankana eins og sína eigin sparibauka.

Í umræðunni verður hins vegar að skilja á milli þeirra sem létu glepjast til að leggja nöfn sín við slík aflandsfélög vegna lítilla eða engra viðskipta, vegna þess að fjármálaráðgjafar bankanna töldu þeim trú um að það væri einhvers konar stöðutákn að vera skráður fyrir slíku félagi úti í hinum stóra heimi.

Rannsóknir og umræða ætti að snúast um þá sem notuðu þessi aflandsfélög til að fela illa fengið fé og svindla á sköttum og öðrum skyldum sínum gagnvart samfélaginu sem fóstrað hefur þetta lið.  Að því þarf að beina athyglinni en ekki dreifa henni á þá sem litlu máli, eða engu skipta, í þessu sambandi.

Að sjálfsögðu er það svo algerlega glórulaust að dæma fólk fyrir eitthvað sem ættingjar þeirra eða vinir hafa gert í gegn um tíðina, enda óvíst að margir yrðu útundan í slíkum nornaveiðum í eins fámennu samfélagi og það íslenska er.


mbl.is Ólafur Ragnar: Ekki mótað afstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Að sjálfsögðu er það svo algerlega glórulaust að dæma fólk fyrir eitthvað sem ættingjar þeirra eða vinir hafa gert í gegn um tíðina...nema þeir komi opinberlega fram og lýsi því yfir að ekkert sé að finna. Þegar menn leggja nafn sitt og orðstír undir að ekkert sé að finna þá er eins gott að ekkert sé að finna.  https://www.youtube.com/watch?v=Af8mg8tbjL4

Jós.T. (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 14:13

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

 Væri ég þá að leggja orðstír minn og mannorð undir, ef ég lýsti því yfir að ekkert væri að finna í Panamaskjölunum sem tengdist ættingjum mínum, vinum eða venslafólki?  Ég veit ekki um neitt slíkt og ef annað kæmi í ljós mætti þá nánast reka mig í útlegð og stimpla mig sem siðspilltan glæpamann?

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2016 kl. 16:17

3 identicon

Þú værir að leggja orðstír þinn og mannorð undir ef þú lýsti því yfir að ekkert væri að finna í Panamaskjölunum sem tengdist ættingjum þínum, vinum eða venslafólki. Komi í ljós að þitt fólk væri þar nefnt þá er allavega ljóst að þegar þú fullyrðir eitthvað þá má efast um sannleiksgildi þess þó þú verðir ekki stimplaður sem glæpamaður. Og ég mundi telja að orðstír þinn og mannorð hefði skaðast við það að missa það að orðum þínum mætti treysta.

Jós.T. (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 16:44

4 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Miðað við hvernig umræðurnar eru í þjóðfélaginu er ég nokkuð viss um að þótt ég segði að ég vissi ekki til þess að þetta eða hitt kæmi fram í Panamaskjölunum, en síðan kæmi eitthvað slíkt í ljós, að ég yrði úthrópaður hvort sem væri og einfaldlega sagt að ég væri að ljúga um að hafa ekkert vitað eða a.m.k. hefði ég átt að vita um hlutina.

Síðan yrði mér stillt upp eins og dómstóll götunnar er vanur að gera og látinn reyna að sanna sakleysi mitt.  Síðan yrði auðvitað alveg sama hvernig ég myndi verjast, af þeim dómstóli er enginn sýknaður.

Axel Jóhann Axelsson, 26.4.2016 kl. 17:11

5 identicon

Enda værir þú sekur um að hafa komið með fullyrðingu sem ekki stóðst. Ef þú veist ekki þá átt þú ekki að fullyrða. Og þó þú gætir reynt að afsaka þig með fáfræði og fljótfærni þá er brotið það sama. Þú sagðir ósatt og ekkert breytir því. Svipað og að aka ölvaður, heimska vegna drykkju gerir brotið ekkert minna.

Jós.T. (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 18:36

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Voru vinstri menn að siðmenntast seinustu misserin? 

Helga Kristjánsdóttir, 26.4.2016 kl. 18:58

7 identicon

Spurning:  "I need to ask you Mr. President.  Do you have any offshore accounts. Does your wife have any offshore accounts.  Is there anything that is going to be discovered about you and your family."

Svar:  "No No No, that's not going to be the case.".

Hann er spurður um hans beinu hagsmuni og hans og konunnar hans.

Nú er faðir Dorrit dáinn og móðir hennar er eigandi af félagi í Hong Kong sem nota bene borgar fullan skatt af allri veltu og er í nánast engum viðskiptum við Bretland.  Það má alveg ætla að þetta félag sé eins og mörg önnur félög, stofnað með þann tilgang í huga að skipta við erlend ríki eins og er tekið fram í ársreikningum félagsins sem eru birtir á Reykjavik Grapevine.

Samt ákveður fréttamaður Reykjavik Grapevine að skrifa fyrirsögnina "President Connected to Panama Papers" sem er lygi og ærumeiðandi.  Allir aðrir miðlar í heiminum skrifa "Family of Icelandic President's wife tied to Panama Papers" eða álíka.

Það er mjög athyglisvert að skoða orðaval í íslenskum greinum miðað við orðaval í erlendum greingum og er eins og verið sé að hlaupa upp með stórar upphrópanir svo hægt sé að tálga enn eitt hakið í axarskaftið og segjast hafa tekið þátt í að vega sjálfann forseta Íslands. 

Það er klárt að Sigmundur Davíð átti að fara og margir vildu hafa séð í bakið á Bjarna Ben líka.  Vilhjálmur og fleiri hafa tekið töskuna sína líka og er ekkert nema gott um það að segja því þessir menn höfðu allir beina hagsmuni af gjörningum sem voru gerðir og fingraför þeirra voru á pappírunum.  En að reyna að smíða tengingu Ólafs Ragnars og hagsmunatengsl við félag látins tengdaföður síns og tengdamóður er langsótt.  Ef tengdamóðir hans hefði dáið í byrjun árs, hefði þetta kannski gengið betur upp því þá hefðu slík félög verið hluti af dánarbúi Dorritar en þangað til er það ekki.

Fyrirsögn í Reykjavík Grapevine er í augnablikinu (þangað til annað gæti komið í ljós) þess vegna klár rógur og ærumeiðandi sett eingöngu fram á þann hátt til að skaða Ólaf Ragnar Grímsson sem mest.  Ég tel fjölmiðil aldrei hafa farið jafn harkalega fram og af jafn litlum drengskap með jafn lítið í höndunum.

Íslendingar þurfa að hugsa sinn gang aðeins ef það á að leyfa fólki að ganga fram með tilhæfulausar rangfærslur gagnvart forsetaembættinu.  

Grein Reykjavík Grapevine hefði átt að skrifa á betri hátt og passa orðaval betur með það í huga að höfundur gæti valdið gríðarlegum skaða.  Íslendingar eru eins og púðurtunan í augnablikinu og það þarf oft ekki mikið annað en stórt upphrópunarmerki í fjölmiðlum til að hleypa múgæsingu af stað.  Það sannaðist best í Lúkasarmálinu um árið og hafði ég talið að fjölmiðlar hefðu átt að læra af því og passa sig.  En nú er greinilega komin upp sú staða að sumir í fjölmiðlum lærðu einmitt Lúkasarlexíuna það vel að þeir sjá sér tækifæri í að hleypa hlutum af stað.  Þar liggur Reykjavik Grapevine og fleiri miðlar vitlausum megin við línuna í dag.

Það gengur ekki að vera með einhverjar leyniskyttur í leyni sem leika sér að taka saklausa menn af lífi inn á milli þess sem glæpamennirnir eru teknir fyrir.  Það er furðulegt ef að einhverjir 5-10 fjölmiðlamenn leika sér með sannleikann á þann hátt að farið sé yfir línuna eingöngu í þeim tilgangi að koma frá manni sem þeim persónulega er illa við.  Það er ekkert leyndarmál að margir fjölmiðlamenn voru gríðarlega ósáttir með að þeirra manneskja hefði tapað í síðustu kosningum og sömu menn eru alls ekki sáttir við að Ólafur Ragnar ætli að gefa kost á sér aftur.  

Snorri Trausti. (IP-tala skráð) 26.4.2016 kl. 19:16

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég held að Ólafur Ragnar hafi svarað eftir bestu vitund um að hafa ekki vitað af þessu aflandsfélagin tengdaforeldranna.  Hann er of klókur til að svara svona ef hann vissi betur.  Þetta kemur samt illa út fyrir hann, yrði ekki hissa þó hann drægi framboð sitt til baka. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2016 kl. 20:45

9 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Og þó hef það hefur komið fúlga fjár inn á reikning þeirra hjóna og þau ekki vitað hvaðan það kæmi, þá er eitthvað að.  Ef ég fengi svona innleggsnótur frá bankanum, þá myndi ég sennilega þykjast ekkert vita og bara taka á móti.... eða þannig, þangað til kæmi að skiladögum og ég fengi skilaboð um að ég þyrfti að endurgreiða allt saman.  Því ég á ekkert svona lagað.smile

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.4.2016 kl. 21:53

10 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Þótt forsetahjónin séu gift eru þau ekki í sambúð Ásthildur,svo ólíklegt að póstur til Doritt komi fyrir hans augu.  Líklegt er að móðir Doritar fái greiðsluseðla ef félagið skilar hagnaði.

Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2016 kl. 05:58

11 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Er nokkuð sem eftir er að upplýsa varðandi þig og þína fjölskyldu?" spyr fréttamaðurinn.

"Nei, nei, nei, það verður ekki þannig," svarar forsetinn, en svo kemur strax í ljós að hann hafði ekki þessar upplýsingar að eigin sögn.

Málið hefur orðið honum erfiðara en ella vegna hinnar ákveðnu og ítrekuðu neitunar hans.

En það liggur í augum uppi að geymsla á fjölskylduauðæfum hjóna eins og hjá fyrrverandi forsætisráðherra er allt annars eðlis en það hvort ættingjar eiginkonu í öðru landi hafi átt peninga í aflandsfélagi eins og hjá forsetanum.  

Ómar Ragnarsson, 27.4.2016 kl. 06:39

12 identicon

Upplýsingarnar um forsetann eru ekki komnar úr Panamaskjölunum heldur frá Ástþóri Magnússyni sem fann þær sjálfur á netinu að eigin sögn.

Matthías (IP-tala skráð) 27.4.2016 kl. 08:21

13 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Það er ekki að spyrja að Ástþóri.Heyrði hann leggja til forseta vors af fádæma ósvífni í viðtali á útv.Sögu.-Einkennileg framkoma manns sem kennir sig við frið. 

Helga Kristjánsdóttir, 27.4.2016 kl. 12:33

14 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hann Ástþór er orðinn leiður á að tapa forsetakosningum trekk í trekk og nú reynir hann að koma forsetanum á kné með "skítaslettum" og róburði.  Einhvern veginn finnst mér hæpið að það fjölgi atkvæðunum hans eitthvað. Þessi vinnubrögð hans segja nú ýmislegt um hann sem persónu. Kannski er tími til kominn að Ástþór geri grein fyrir sínum auði?

Jóhann Elíasson, 27.4.2016 kl. 12:59

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta er andstyggileg aðferð í kosninabaráttu og vekur meiri andúð á manneskju sem svona hagar sér.  Ástþór á einfaldlega ekkert erindi á Bessastaði. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 27.4.2016 kl. 13:09

16 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Samkvæmt könnun MMR er Ástþór með 0,8% fylgi meðal þeirra sem tóku þátt í skoðanakönnunni.  Skítkast og rógur um aðra frambjóðendur mun vonandi ekki verða til að auka fylgi hans.

Axel Jóhann Axelsson, 27.4.2016 kl. 19:28

17 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Rak augun í eftirfarandi frétt frá árinu 1984 á FB, en þar sést vel að ekki skal steinum kastað úr glerhúsum.  Þaðan ætti ekki heldur að stunda skítkast:  http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=189738

Axel Jóhann Axelsson, 27.4.2016 kl. 19:59

18 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Vá Axel, já þeir hafa hæst sem minnst hafa efni á því.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 28.4.2016 kl. 09:02

19 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það er nú málið, að það bylur hæst í tómri tunnu.

Axel Jóhann Axelsson, 28.4.2016 kl. 09:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband