Ekki gott fordæmi

Kári Arnór Kárason, framkvæmdastjóri Stapa lífeyrissjóðs, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá sjóðnum vegna þess að nafn hans kemur fyrir í Panamaskjölunum svokölluðu.

Hann segir í yfirlýsingu að hann hafi ekkert grætt á þeirri fjárfestingastarfsemi sem þessi aflandsfélög hafi verið stofnuð til að stunda og þrátt fyrir að að öllu hafi verið löglega og heiðarlega staðið.  Hann telji ekki rétt að blanda lifeyrissjóðnum í þann djöflagang sem fyrirséð er að dómstóll götunnar muni þyrla upp um alla sem í skjölunum finnast, hvernig sem þeir hafa komist yfir það fé sem í félögunum var ávaxtað og hvort sem full skattskil hafi verið gerð eða allt verið bæði illa fengið og falið fyrir yfirvöldum.

Þrátt fyrir góðan ásetning Kára er ekki hægt að fallast á að þetta sé gott fordæmi, því hafi fullkomlega löglega verið að málum staðið á sínum tíma og langt er um liðið síðan "viðskiptin" áttu sér stað, enda er þessi gjörð greinilega gerð til þess  að forðast það ógeðlega umlal sem "góða fólkið" í þjóðfélaginu leyfir sér að viðhafa um saklausa jafnt sem seka, ekki síst ef hægt er að nota viðbjóðinn í pólitískum tilgangi.

Það er ömurlegt til þess að vita að fólk sé farið að veigra sér við að stunda vinnu sína af ótta við ofsóknir þeirra sem þykjast vera öllum öðrum betri og siðlegri.


mbl.is Hættir hjá Stapa vegna Panamaskjala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst Marinósson

Þetta er hárrétt ákvörðun hjá Kára að mínu mati.  Þetta snýst um trúverðugleika æðsta stjórnanda lífeyrissjóðs sem er með þeim stærri í landinu.  Nógu slæm er umræðan um lífeyrissjóðina samt.  Menn sem þiggja tugi milljóna í tekjur fyrir að veita þeim forstöðu verða að vera með hreinan skjöld að þessu leyti.  Skil reyndar ekki þau ofurlaun sem æðstu menn fjármálastofnana þurfa að hafa.  Sumir benda á að ábyrgð þeirra sé mikil en hvenær hafa menn axlað einhverja ábyrgð þegar illa hefur farið?

Ágúst Marinósson, 23.4.2016 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband