Græðgisgróðinn greiddur úr síðar???

Stjórnir VÍS og Sjóvár hafa skammast til að senda út tilkynningar um að arðgreiðslur verði lækkaðar og "einungis" verði allur hagnaður félaganna á síðasta ári borgaður til hluthafa sem arður.  Ekki ein króna til uppbyggingar félaganna sjálfra, allt til hluthafanna.

Til að bíta höfuðið af skömminni þykjast stjórnarmenn VÍS vera nýgræðingar sem einungis hafi verið að vinna eftir margra ára stefnu félagsins, sem margoft hafi verið kynnt fyrir viðskiptavinum félagsins.

Í nýrri tilkynningu frá stjórn VÍS segir m.a:  „Stjórn­in get­ur ekki horft fram hjá þeirri staðreynd að fylgi hún nú­ver­andi arðgreiðslu­stefnu, þá geti það skaðað orðspor fyr­ir­tæk­is­ins. Í því ljósi hef­ur stjórn ákveðið að leggja til að greiðsla sé miðuð við hagnað síðasta árs. Stjórn VÍS tel­ur mik­il­vægt að fram fari umræða inn­an fé­lags­ins, meðal hlut­hafa og út í sam­fé­lag­inu um lang­tíma­stefnu varðandi ráðstöf­un fjár­muna sem ekki nýt­ast rekstri skráðra fé­laga á markaði.“

Þetta fólk hefur greinilega engan skilning á því að annar eins ofurgróði skapast ekki nema með okri á seldri þjónustu og heiðarleg stjórn myndi að sjálfsögðu leggja til verulega lækkun iðgjalda og láta viðskiptavinina njóta betri kjara.

Til lengri tíma litið yrði það hluthöfunum til góðs, því án tryggra viðskiptavina munu hluthafarnir ekki geta hirt nokkurn einasta arð út úr rekstrinum í framtíðinni.


mbl.is VÍS lækkar arðgreiðsluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað er ofurgróði? Arðurinn sem tryggingafélögin ætluðu að greiða út er lægri ávöxtun en það sem ríkið heimtar af sínum hlutafélögum, Landsvirkjun og Landsbanka. Með lækkuninni er orðið hagstæðara að eiga ríkisskuldabréf eða eiga peninginn á verðtryggðum innlánsreikningi en að fjárfesta í tryggingafélagi. Enda féll verð tryggingafélaganna við tilkynninguna og eign lífeyrissjóðanna lækkaði um nokkra milljarða.

Vagn (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 16:08

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Skaðinn er skeður, við hjónin munum skoða hverg við getum flutt okkur með tryggingar, þar sem græðgin ríður ekki við einteyming.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2016 kl. 16:28

3 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Tryggingafélög sem þrífast á að selja fólki SKYLDUTRYGGINGAR á okurverði eiga sér engan tilverurétt.  Það á ekki að vera flókið fyrir rekstaraðila að skilja hvað á að gera " varðandi ráðstöf­un fjár­muna sem ekki nýt­ast rekstri skráðra fé­laga á markaði“.  Þá á að sjálfsögðu að nýta til að lækka verð á vörum og þjónustu og láta viðskipavinina njóta lægra verðlags og meiri kaupmáttar.  Allt annað er okur og græðgi.

Hitt er svo annað mál að vegna fákeppninnar á tryggingamarkaði er erfitt að beina viðskiptum sínum til annars félags, þar sem sama græðgin og okrið virðist vera þeim öllum algerlega sameiginlegt.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2016 kl. 16:39

4 identicon

Ef tryggingafélögin geta ekki rekið sig nema taka hátt á fjórða þúsund kall í ofurhagnað af hverjum bíl ætti ríkið að yfirtaka þau. Hálf vodkaflaska á ári í hagnað er nokkrum sjússum of mikið. Ríkið gæti vel rekið tryggingafélögin með sinni alkunnu hófsömu verðlagningu.

Jós.T. (IP-tala skráð) 10.3.2016 kl. 18:22

5 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Það eru ekki allir sem setja sparnað af eðlilegum viðskiptakjörum í aukin brennivínskaup.

Axel Jóhann Axelsson, 10.3.2016 kl. 20:59

6 identicon

Það er heilbrigt að greiða út arð en umræðan er skökk og röngum upplýsingum haldið að fólki. FÍB hefur farið með rangt mál í fjölmiðlum og það er hægt að nefna hluti eins og bótasjóði. Menn verða að koma upp úr skotgröfunum. Það eru engir bótasjóðir í dag til. Áhættan er á hendi hluthafa sem tapa ef félögin lenda í tjóni.

Þess utan hafa bifreiðatryggingar verið reknar með tapi um árabil. Í raun hefur jákvæðri afkomu af annarri tryggingastarfssemi verið jafnað upp á móti tapi af bifreiðatryggingum.

Bullið ríður ekki við einteiming. Fólk fær rangar upplýsingar og skilur ekki muninn á því ef félögin væru ekki á hlutafélagamarkaði og fjármögnuð með hlutafé þá væri fjármagnskostnaður þeirra mun hærri. Það þýddi með öðrum orðum að iðgjöld yrðu hærri. Kannski er best að við tryggjum öll hjá Verði og sendum hagnaðinn til Færeyja því það má ekki taka út arð til hagsbóta fyrir hið opinbera, lífeyrissjóði, almenning og fleiri.

Guðmundur (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 01:16

7 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Eg ætla að skoða þetta með Vörð í alvöru. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.3.2016 kl. 06:57

8 identicon

Vörður greiðir sínum eiganda vænan arð. En það er Færeyskur banki og því engin ástæða til að vera að auglýsa það á Íslandi. En auðvitað er betra að peningurinn fari í virðulegan Færeyskan banka en skítugan íslenskan lífeyrissjóð. Gamlingjarnir drekka bara frá sér allt vit styrkist lífeyrissjóðirnir og lífeyririnn hækkar.

Jós.T. (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 14:35

9 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Jós.T., ef þú gætir hætt að hugsa um vínið augnablik gætir þú kannski upplýst okkur fávísa um hvað telst vera eðlilegur arður.  Er það 5%, 10%, 15%, 20%, af eigin fé fyrirtækjanna eða ætti hann að vera ennþá hærri?

Axel Jóhann Axelsson, 11.3.2016 kl. 17:49

10 identicon

Það er ekki auðvelt að sjá hvað er eðlilegt miðað við það að tryggingafélögin ná ekki 3% meðaltali frá því ríkið sleppti höndum af Sjóvá og eru sökuð um græðgi og ofurgróða. Styrkleika bjórs teldi ég ekki óeðlilega prósentu.

Skál!! Og góða helgi.

Jós.T. (IP-tala skráð) 11.3.2016 kl. 18:43

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Elefant eða gull, Jós T.?

Skál og góðar stundir, með kveðju að sunnan.

Halldór Egill Guðnason, 11.3.2016 kl. 23:52

12 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Sumir sem hafa fjallað um fyrirhuguðu arðgreiðslurnar hafa reiknað út að prósentutalan sé nær léttvíni (líklega þó í sterkara lagi) en bjór.  T.d. segir Már Wolfgang Mixa í grein á mbl.is m.a:  "Áhugavert er að bera þessa tölu saman við nokkrar stærðir þessara þriggja félaga. Samtala eigin fjár þeirra í árslok 2014 var 48 milljarðar króna. Markaðsvirði þeirra í dag er samanlagt í kringum 65 milljarðar króna. Því er verið að greiða út í arð vel ríflega 20% af eigið fé félaganna og rúmlega 15% af markaðsvirði þeirra."

Greinina má sjá í heild sinni hérna: http://www.mbl.is/vidskipti/pistlar/marmixa/ 

Axel Jóhann Axelsson, 12.3.2016 kl. 15:11

13 identicon

Sumir sem hafa fjallað um fyrirhuguðu arðgreiðslurnar hafa reiknað út að prósentutalan sé nær léttvín....en telja ekki árin sem enginn arður var greiddur. Meðaltöl gefa oft betri mynd en stikkprufur. 

Mistökin voru að geyma arðgreiðslur í nokkur ár. Enginn hefði mótmælt ef arðgreiðslan sem ætluð var hefði verið greidd út á 7 árum en ekki komið sem stór summa á einu ári. Fyrirtæki eru að vakna við það að það lítur betur út að borga lægri upphæðir í arð og hækka stjórnarlaun oft frekar en að gera það á nokkurra ára fresti í stórum stökkum. Hvernig hlutirnir lýta út skiptir meira máli en hvernig þeir eru þegar almenningur á í hlut.

Jós.T. (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 18:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband