Loka álverinu í Straumsvík, ef með þarf

Lengi hefur verið eftirsóknarvert að vinna í álverunum sem starfrækt hafa verið á landinu undanfarna áratugi og er ekki annað að sjá en svo sé ennþá með tvö þeirra, þ.e. álverin á Grundartanga og á Reyðarfirði.

Sömu sögu er því miður ekki lengur að segja um álverið í Straumsvík og virðast núverandi eigendur þess halda að hérlendis sé hægt að fara með starfsfólkið eins og þeim sjálfum sýnist og komast líklega upp með í einhvejum fyrirtækja sinna í þróunarlöndunum.

Kjarasamningar hafa verið lausir í Straumsvík í rúmlega eitt ár og enginn vilji verið til að semja við starfsfólkið og til að bíta höfuðið af skömminni hefur aðalforstjóri auðhringsins látið þau boð út ganga að fyrri tilboð til starfsmanna séu ekki lengur í gildi og ekki verði um neinar launabreytingar að ræða allt þetta ár.

Aðilar vinnumarkaðarins, hvorki félög atvinnurekenda né verkalýðshreyfingin, getur látið erlendan auðhring færa samband verkafólks og vinnuveitenda áratugi aftur í tímann átölulaust og verða að sameinast í aðgerðum gegn auðhringnum og til stuðnings starfsfólkinu.

Dugi ekki annað en allsherjarverkfall í Straumsvík til, verður að grípa til þess og verði það til þess að hótunin um lokun álversins verði að veruleika verður einfaldlega svo að verða, þó ekki sé mjög líklegt að af þeirri hótun verði.

Verði álverksmiðjunni lokað er líklegt að innan tiltölulega skamms tíma muni nýjir aðilar kaupa verksmiðjuna og gangsetja hana að nýju, enda líklegt að álverð muni hækka á ný innan fárra ára.

Verði hinsvegar um endanlega lokun verksmiðjunnar að ræða eru aðstæður þannig á vinnumarkaði núna að starfsfólkið mun líklega fá ágæta vinnu annarsstaðar og Landsvirkjun mun að sjálfsögðu sækja það fast að auðhringurinn borgi það sem honum ber í samræmi við samninga, þangað til annar aðili kaupir sig inn í þá samninga.

Þjóðin tekur þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum sem kosta þjóðarbúið stórfé og ekki nokkur ástæða til annars en að sýna sömu hörku gegn auðhringnum sem heldur að hann sé að reka einhverskonar þrælabúðir í Straumsvík. 


mbl.is Fyrirtækið að étast upp innan frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Sammála þessum pistli og lítið við hann að bæta.

Verkalýðsfélögin verða að standa með starfsmönnum í Straumsvík, annars verður Ríó Tinto til með að hefja byrjunin á enda verkalýðshreyfingarinnar eins og við þekkjum hana í dag og starfsmannaleigur taka við.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 24.1.2016 kl. 19:01

2 identicon

allsherjarverkfall er það sem þeir vilja þá geta þeir lokað alverinu án þess að þurfa að standa við raforkusamninga við landsvirkjun alltaf virðast alverin hafa vinninginn i samningum við landsvirkjun

Helgi Armannsson (IP-tala skráð) 25.1.2016 kl. 00:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband