8.9.2015 | 22:56
Rammíslensk velferđarstjórn
Undanfarin misseri hefur áróđur andstćđinga ríkisstjórnar Framsóknar- og Sjálfstćđisflokks gengiđ út á ađ innprenta ţjóđinni ađ frá stjórnarskiptum hafi ríkisstjónin skipulega rústađ heilbrigđis- og velferđarkerfi landsins.
Fjármálaráđherra hefur kynnt fjárlagafrumvarp fyrir áriđ 2016 og af ţví tilefni er áhugavert ađ bera saman framlög til velferđarmála eins og ţau hafa veriđ undanfarin ár. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurđardóttur, sem kallađi sig "Norrćnu velferđarstjórnina" sameinađi Heilbrigđis- Félagsmála- og Tryggingaráđuneytiđ í eitt ráđuneyti, sem síđan kallast Velferđarráđuneyti.
Fyrsta áriđ sem hiđ sameinađa ráđuneyti var sem sérstakur liđur á fjárlögum var 2011 og ţá var variđ í málaflokkinn kr. 209.389,9 millj. króna, áriđ 2012 227.800,1, áriđ 2013 235.882.,30.
Kosningar fóru fram á árinu 2013, ţannig ađ fyrstu fjárlög núverandi stjórnar voru fyrir áriđ 2014. Ţađ ár nam framlagiđ til velferđarmálanna kr. 258.305,20, áriđ 2015 271.955,0 og nú eru ćtlađar kr. 296.060,0 millj. í málaflokkinn á árinu 2016.
Útgjöld til velferđarmálanna hafa ţví hćkkađ um 25,58% á kjörtímabili ríkisstjórnarinnar en á sama tíma hefur vísitala neysluverđs hćkkađ um 9,01%. Á ţessum samanburđi sést ađ núverandi ríkisstjórn hefur bćtt hraustlega viđ málaflokkinn á hverju ári á starfstíma sínum og hafa ţau hćkkađ nánast ţrisvar sinnum meira en sem nemur hćkkun neysluverđsvísitölunnar.
Ţessi samanburđur sýnir ađ núverandi ríkisstjórn hefur stórhćkkađ framlögin til velferđarmálanna og hver sem skođar tölurnar heiđarlega sér ađ áróđurinn um skemmdarverk á málaflokknum eru hrein ósannindi og í raun alger öfugmćli.
Samantektin sýnir og sannar ađ ríkisstjórn Framsóknar- og Sjálfstćđisflokks gćti vel kallađ sig "Rammíslenska velferđarstjórn".
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.