Eftir hverju er beðið ef ekkert er að vanbúnaði?

Velferðar- Allherjar- og Menntamálanefnd Alþingis héldu sameiginlegan fund um hvernig Ísland væri í stakk búið til að taka á móti innflytjendum vegna flóttamannavandans sem ástandið í Sýrlandi og víðar hefur skapað.

Sameiginleg niðurstaða nefndanna var að Ísland væri vel í stakk búið til að taka við flóttafólki og nokkur sveitarfélög hefðu lýst yfir vilja til að taka þátt í lausn málsins.  Áður hefur komið fram í fréttum að sveitarfélög vilji að ríkissjóður greiði kostnað vegna flóttamannanna mun lengur en gert hefur verið fram að þessu, en síðast þegar flóttafólk kom í skipulögðum hópi til landsins greiddi ríkið viðkomandi sveitarfélagi kostnaðinn í eitt og hálft ár.  

Svolítið finnst manni hjálparhöndin vera máttleysislega fram rétt ef skilyrði fylgir um að tryggt verði að lítill sem enginn kostnaður falli á viðkomandi sveitarfélög fyrir hjálpsemina. Flóttamannavandamálið er komið á það stig að ekki gefst mikill tími til fundarhalda í nefndum Alþingis, ráðherravinnuhópum eða sveitarstjórnum um skiptingu kostnaðarins ef taka á þátt í að leysa málin fyrir tiltölulega fáar flóttamenn af öllum þeim aragrúa sem aðstoð þarf að fá strax.

ESB stendur sig alveg hörmulega í þessu máli öllu og á meðan Evrópulöndin þrasa sín á milli um hver eigi að gera hvað, versnar ástandið stöðugt og flóttamannastraumurinn heldur áfram inn í Evrópu og svo virðist sem ríkisstjórnir ESB-landanna vilji helst hrekja flóttafólkið til baka eða a.m.k. ekki taka við nema ákaflega takmörkuðum fjölda þess inn í sín lönd.

Svo er sinnu- og mannúðarleysi þeirra Arabalanda sem ekki vita aura sinna tal ótrúlegt, en ekki er vitað til þess að þau hafi rétt svo mikið sem litlafingur til aðstoðar nágrönnum sínum í þessu hörmungarástandi. Má þar t.d. benda á Saudi-Arabíu, Katar, Bahrein o.fl.

 


mbl.is Vel í stakk búin fyrir flóttafólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þú bendir á að sinnu-og mánaðarleysi Sádi Arabíu, Katar, Baharein o.fl. 

Sýnir þetta ekki að íslam er ekki mannúðarleg trú.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.9.2015 kl. 15:20

2 Smámynd: Axel Jóhann Axelsson

Hvað sem veldur þessu sinnuleysi olíufurstanna er þögnin a.m.k. æpandi.

Axel Jóhann Axelsson, 3.9.2015 kl. 17:33

3 identicon

Trúlega vilja menn heldur flýja frá Saudi Arabíu en til.

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.9.2015 kl. 23:09

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ekki hafa stjórnvöld enn séð sér fært að hækka greiðslur til öryrkja og ellilífeyrisþega.  400 til 500 manns leitar vikulega til Mæðrastyrksnefndar um aðstoð til að geta lifað af.  Er fólk tilbúið að gefa eftir þær launahækkanir sem það fékk um daginn til að fjármagna komu flóttamanna?

Ég er ekki að segja að við eigum ekki að hjálpa, en við verðum að gera okkur grein fyrir því að vandamálið er meira en svo að lausn verði hrist fram úr erminni.

Evrópusambandið er í tómu tjóni og veit ekki hvað til bragðs skal taka.  Verði fjöldi flóttamanna hleypt inn í lönd sem þegar eru í stórkostlegum vandræðum, mun það valda upplausn og enn meiri erfiðleikum bæði fyrir flóttafólkið og eins fyrir innborna.

Vestræn ríki verða að huga að því að koma skikki á málin í þeim löndum sem fólk er að flýja og búa svo um hnútana að það geti snúið aftur heim til sín og lifað í friði, sátt og samlindi.  Með því að taka við öllu því fólki sem vill inn í Evrópu, munu vandamál og erfiðleikar allra aukast til muna, auk þess sem ég óttast að fjöldi hryðjuverkamanna sem leynast á meðal flóttamananna vilja í Evrópu til að fremja hryðjuverk.

Tómas Ibsen Halldórsson, 4.9.2015 kl. 15:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband