24.6.2015 | 20:00
Afleikur ríkisins vegna laganna á hjúrkrunarfræðingana?
Alþingi setti nýlega lög sem stöðvuðu verkfall hjúkrunarfræðinga og skyldi gerðardómur ákveða laun þeirra ef ekki heði verið búið að skrifa undir nýjan kjarasamning fyrir 1. júlí 2015.
Samninganefnd hjúkrunarfræðinga rak strax augun í orðalagið að gerðadómur yrði skipaður ef ekki hefði verið búið að SKRIFA undir kjarasamninginn, en ekkert ákvæði var um það í lögunum að skilyrði væri að hjúkrunarfræðingar myndu samþykkja það sem undirritað væri.
Þetta kemur fram hjá Ólafi G. Skúlasyni, formanni Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í viðhangandi frétt, t.d. í eftirfarandi orðum: "Ólafur telur að skilyrði fyrir skipun gerðadóms hafi því brostið þegar FÍH og ríkið hafi skrifað undir kjarasamning. Í lögunum er ekki gerð krafa um að samningurinn sé samþykktur af félagsmönnum FÍH."
Líklega geta hjúkrunarfræðingar ekki boðað verkfall á ný, en ef samningurinn verður felldur í atkvæðagreiðslu mun allt málið lenda í stórum hnút, þar sem aðilar munu verða að setjast að samningaborði á ný án þess að staðan gefi nokkrar væntingar um að nokkuð meira munu nást út úr nýjum viðræðum aðilanna.
Furðuleg er sú vanhæfni þeirra embættismanna sem lagafrumvarpið sömdu að skila frá sér svo illa orðuðu skjali og ekki síður þingmannanna að lesa plaggið ekki betur eða skilja ekki það sem þeir voru að samþykkja.
Hvernig sem á allt er litið verður ekki annað séð en að hjúkrunarfræðingar geti komið viðsemjanda sínum í töluverðan bobba, verði kjarasamningurinn felldur í atkvæðagreiðslunni sem framundan er.
Skilyrði skipunar gerðardóms brostin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einfallt, reka liðið. Gera eins og Regan gerði við flugumferðarstjórana hér um árið.
Kveðja frá Houston
Jóhann Kristinsson, 25.6.2015 kl. 21:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.